Tilgangur félagsins er að stuðla að þróun innan tryggingalæknisfræðinnar. Félagið skal þannig stuðla að rannsóknum innan fagsins, fræðslu og auknum gæðum í starfsemi innan fagsins.
Félagið skal jafnframt vinna að því, í samvinnu við þar til bær stjórnvöld að skilgreindar verði hæfniskröfur varðandi störf innan tryggingalæknisfræðinnar. Jafnframt skal unnið að því að tryggingalæknisfræði verði skilgreind og viðurkennd hér á landi sem undirsérgrein innan læknisfræðinnar.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga