felag-tryggingalaekna-w9c.jpg

Félag tryggingalækna

Tilgangur félagsins er að stuðla að þróun innan tryggingalæknisfræðinnar. Félagið skal þannig stuðla að rannsóknum innan fagsins, fræðslu og auknum gæðum í starfsemi innan fagsins.
Félagið skal jafnframt vinna að því, í samvinnu við þar til bær stjórnvöld að skilgreindar verði hæfniskröfur varðandi störf innan tryggingalæknisfræðinnar. Jafnframt skal unnið að því að tryggingalæknisfræði verði skilgreind og viðurkennd hér á landi sem undirsérgrein innan læknisfræðinnar.

Stjórn Félag tryggingalækna

Formaður
Magnús Páll Albertsson

Ritari og varaformaður
Guðjón Baldursson

Gjaldkeri
skúli Gunnarsson

Meðstjórnendur
Kristinn Tómasson
Ragnar Jónsson