Mismunun heilsugæslunnar

„Heil­brigðisráðherra hef­ur ekki svarað til­mæl­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um úr­bæt­ur varðandi mis­mun­un á rekstr­ar­for­send­um,“ segir Jón Gunnarsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. október sl. 
 
„Hæst­virt­ur heil­brigðisráðherra þakkaði for­ystu VG fyr­ir góðan ár­ang­ur í heil­brigðismál­um í ný­legri grein í Morg­un­blaðinu. En lít­um nú aðeins á staðreynd­ir. Á ár­un­um 2014-2016, und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins í heil­brigðisráðuneyt­inu, var fjár­mögn­un­ar- og gæðakerf­um heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins ger­breytt. Komið var á nú­tíma­fjár­mögn­un­ar­kerfi þar sem horft var í þjón­ustuþörf ein­stak­linga, þar sem börn, aldraðir og fjölveik­ir voru sett­ir í for­gang. Jafn­framt var komið á gæða- og aðgengisviðmiðun. Fjármagn fylgdi síðan hverjum og einum sem hefur nú val um hvert viðkomandi sækir þjónustu.“