Fréttakerfi

Hvað þarf marga lækna á Íslandi – mannaflaspá til 2040

Hvað þarf marga lækna á Íslandi – mannaflaspá til 2040

Í nýlegri könnun læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands (LÍ) meðal lækna sjúkrahússins kom fram að innan við þriðjungur taldi mönnun vera fullnægjandi og tryggja öryggi sjúklinga öllum stundum á sinni starfseiningu. Þótt áríðandi sé að bregðast við slíku nú þegar verður einnig að hyggja að því hvernig tryggja má að heilbrigðiskerfið verði sjálfbært um læknisþjónustu þegar til lengri tíma er litið.
15.11.2021
Ályktun Félags íslenskra ristil- og endaþarmsskurðlækna

Ályktun Félags íslenskra ristil- og endaþarmsskurðlækna

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt á fundi Félags ristil- og endþarmsskurðlækna 27. Október 2021
05.11.2021
Fréttatilkynning frá LÍ

Fréttatilkynning frá LÍ

Á nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í Reykjavík 29. og 30. október var eindregnum stuðningi lýst yfir við störf sóttvarnalæknis á tímum COVID-19 farsóttarinnar og mælst til þess að almenningur standi áfram með sóttvarnayfirvöldum.
05.11.2021
Heil­brigðis­kerfið – stjórnun og skipu­lag

Heil­brigðis­kerfið – stjórnun og skipu­lag

Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri.
03.11.2021
Um aðalfund Læknafélags Íslands 2021

Um aðalfund Læknafélags Íslands 2021

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2021 var haldinn í Reykjavík 29. og 30. október sl. á Hótel Natura.
02.11.2021
Ný skýrsla frá Kjaratölfræðinefnd kynnt á fimmtudag

Ný skýrsla frá Kjaratölfræðinefnd kynnt á fimmtudag

Fimmtudaginn 28. október 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst á vormánuðum 2019 og er senn að ljúka, þróun efnahagsmála og launa.
26.10.2021
Fræðsludagur Læknafélags Akureyrar

Fræðsludagur Læknafélags Akureyrar

Fræðsludagur Læknafélags Akureyrar verður haldinn Laugardaginn 20. nóv. 2021, í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri.
25.10.2021
Dögg Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri LÍ

Dögg Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri LÍ

Stjórn LÍ hefur ráðið Dögg Pálsdóttur lögfræðing í starf framkvæmdastjóra LÍ. Dögg var ráðinn lögfræðingur hjá LÍ í byrjun árs 2011 og hefur starfað hjá félaginu síðan. Dögg lauk lagaprófi frá HÍ 1980, stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskola 1980-1981 og lauk MPH próf frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore 1986. Dögg starfaði 1981-1995 í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, var sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1996-2011 þar til hún hóf störf hjá LÍ. Dögg hefur stundað kennslu um árabil og er aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík auk þess sem hún hefur kennt læknanemum og nemum í félagsráðgjöf við HÍ heilbrigðislögfræði.
11.10.2021
Starfsmannabreytingar hjá Læknafélagi Íslands

Starfsmannabreytingar hjá Læknafélagi Íslands

Sólveig Jóhannsdóttir hagfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands frá árinu 2009 hefur látið af störfum.
08.10.2021
Sem betur fer.... tölum við saman  - Fundi með frambjóðendum streymt

Sem betur fer.... tölum við saman - Fundi með frambjóðendum streymt

Samtal heilbrigðisstétta við frambjóðendur um framtíð heilbrigðiskerfisins fer fram í dag kl. 10.30. Viðburðinum er streymt.
17.09.2021