Hvað þarf marga lækna á Íslandi – mannaflaspá til 2040
Í nýlegri könnun læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands (LÍ) meðal lækna sjúkrahússins kom fram að innan við þriðjungur taldi mönnun vera fullnægjandi og tryggja öryggi sjúklinga öllum stundum á sinni starfseiningu. Þótt áríðandi sé að bregðast við slíku nú þegar verður einnig að hyggja að því hvernig tryggja má að heilbrigðiskerfið verði sjálfbært um læknisþjónustu þegar til lengri tíma er litið.
15.11.2021