Formaður Læknafélagsins segir tímabært að skoða samninga um aðgerðir hjá sjálfstætt starfandi læknum á skurðstofu þeirra í stað þess að senda sjúklinga erlendis í aðgerðir.
Aðgerðum á Landspítala fækkaði um 1.150 milli ára fyrstu fimm mánuði ársins, eða 16,8%. Forstöðumaður segir að hægt sé að vinna biðlista hratt niður en til þess þurfi viðbótar fjárveitingu.