Úr fjölmiðlum

Umskurður: Primum non nocere

Umskurður: Primum non nocere

Primum non nocere – framar öllu, ekki skaða – eru gömul gildi læknisfræðinnar. Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Vonandi tekst okkur Íslendingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með lagasetningu.
06.03.2018
Íslenskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið

Íslenskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið

Rúm­lega 400 ís­lensk­ir lækn­ar lýsa yfir ánægju með frum­varp sem banna á umsk­urð drengja nema lækn­is­fræðileg­ar ástæður liggja til grund­vall­ar. Segja lækn­arn­ir málið ekki flókið, þó það hafi ýms­ar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án lækn­is­fræðilegra ástæðna ganga gegn Genfar­yf­ir­lýs­ingu lækna.
22.02.2018

"Þeir eru skrefinu á undan"

"Ég held að það sé almennur áhugi fyrir því að útrýma þessu,“ segir Einar S. Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum, um baráttuna gegn ólöglegum lyfjum í íþróttum. Hann segir að jafnvel þó að íþróttamenn hætti notkun þessara lyfja í tæka tíð áður en efnin greinast í líkama þeirra, þá hafi þeir notað þau til að byggja sig upp og ná þannig forskoti. Eftirlitið batnar alltaf en færni sérfræðinganna sem aðstoða íþróttafólkið fleygir líka fram. „Þeir eru skrefinu á undan.“
30.01.2018
Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Læknar á Íslandi eru margir ansi þreyttir og því fylgir kulnun í starfi, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Álag á lækna var það fyrsta sem rætt var á læknadögum.
30.01.2018
Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Á þeirri öld sem liðin er frá stofnun Læknafélags Íslands, í janúar 1918, hefur orðið bylting í heilbrigðisþjónustu landsins. Miklar framfarir hafa auðvitað orðið í læknavísindum og stórkostlegur árangur hefur náðst á mörgum sviðum í því að bæta líf og heilsu fólks. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og hlutverk lækna á Morgunvaktinni á Rás 1.
29.01.2018
Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Færst hefur í aukana að einhverskonar heilbrigðistengdar auglýsingar sjáist á samfélagsmiðlum. Læknafélag Íslands er að hefja vinnu við tilmæli til lækna um örugga og faglega notkun samfélagsmiðla. „Við þurfum að búa til frekari tilmæli um samskiptahætti lækna á samfélagsmiðlum, það skiptir miklu máli hvernig læknar koma fram og hvað þeir segja á samfélagsmiðlum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu.
29.01.2018
Dr. Anthony Costello

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál. Ef við bregðumst ekki hratt við töpum við á stuttum tíma því sem náðst hefur segir dr. Anthony Costello framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO.
22.01.2018
Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega í janúar, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar.
16.01.2018
Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Umhverfið verður í aðalhlutverki á 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Afmælisárið hefst með pompi og prakt á Læknadögum í Eldborg 15. janúar þar sem almenningi er boðið að taka þátt í umræðunni um umhverfisvandamál og stöðu heilbrigðiskerfisins.
08.01.2018
Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Örkönnun um upplifun starfsmanna á óæskilegri hegðun var gerð dagana 7.-20. desember 2017 og liggja niðurstöður nú fyrir.
04.01.2018