Úr fjölmiðlum

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Færst hefur í aukana að einhverskonar heilbrigðistengdar auglýsingar sjáist á samfélagsmiðlum. Læknafélag Íslands er að hefja vinnu við tilmæli til lækna um örugga og faglega notkun samfélagsmiðla. „Við þurfum að búa til frekari tilmæli um samskiptahætti lækna á samfélagsmiðlum, það skiptir miklu máli hvernig læknar koma fram og hvað þeir segja á samfélagsmiðlum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu.
29.01.2018
Dr. Anthony Costello

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál. Ef við bregðumst ekki hratt við töpum við á stuttum tíma því sem náðst hefur segir dr. Anthony Costello framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO.
22.01.2018
Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega í janúar, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar.
16.01.2018
Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli

Umhverfið verður í aðalhlutverki á 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Afmælisárið hefst með pompi og prakt á Læknadögum í Eldborg 15. janúar þar sem almenningi er boðið að taka þátt í umræðunni um umhverfisvandamál og stöðu heilbrigðiskerfisins.
08.01.2018
Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Niðurstöður könnunar um samskipti á Landspítala

Örkönnun um upplifun starfsmanna á óæskilegri hegðun var gerð dagana 7.-20. desember 2017 og liggja niðurstöður nú fyrir.
04.01.2018
Embætti landlæknis breytir vinnubrögðum varðandi veitingu sérfræðileyfa í læknisfræði

Embætti landlæknis breytir vinnubrögðum varðandi veitingu sérfræðileyfa í læknisfræði

Íslensk yfirvöld hafa fengið ábendingu frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess efnis að afgreiðsla sérfræðileyfa hér á landi hafi í einstaka tilvikum ekki verið í samræmi við samninga sem Ísland er aðili að innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), þ.e. tilskipun nr. 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Í þeim tilvikum hafa lög og reglugerðir á Íslandi ekki verið túlkuð á þann hátt að það samrýmist áðurnefndum samningum. Verði uppteknum hætti haldið áfram eiga þeir læknar sem fá sérfræðiviðurkenningu á Íslandi á hættu að sérfræðiviðurkenning þeirra öðlist ekki gildi í öðrum löndum EES.
21.12.2017
Bætt heilsugæsla - brýn nauðsyn

Bætt heilsugæsla - brýn nauðsyn

Átakanlegur skortur á heimilislæknum á Íslandi, ekki síst á landsbyggðinni, hæg endurnýjun á heimilislæknum og fækkun á starfandi læknum samfara auknum verkefnum og álagi er alvarlegur vandi sem þolir enga bið.
19.12.2017
Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt?

Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt?

Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna
14.12.2017
Breytinga er þörf til að takast á við áreitni

Breytinga er þörf til að takast á við áreitni

"Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundna áreitni, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt." segir í yfirlýsingu 341 konu í læknastétt. Læknafélag Íslands tekur undir og styður þetta átak kvenna í læknastétt. Þetta verður til umræðu á læknadögum í janúar n.k. og við erum viss um að það er órofa samstaða um að stöðva slíka framkomu.
13.12.2017
Anægjuleg samstaða - ömurleg umræða

Anægjuleg samstaða - ömurleg umræða

Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags. Um þetta erum við öll sammála.
14.11.2017