Úr fjölmiðlum

Telur ráðherra brjóta gegn lögum

Telur ráðherra brjóta gegn lögum

Sú staða sem er kom­in upp, það er að nýir lækn­ar kom­ast ekki að á ramma­samn­ing hjá SÍ vegna ákvörðunar ráðherra, brýt­ur í bága við lög að mati Stein­gríms Ara Ara­son, for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kom í sam­tali hans við Björt Ólafs­dótt­ir í þjóðmálaþætt­in­um Þing­vell­ir á K100 í morg­un. Stein­grím­ur hef­ur gagn­rýn­ir harðlega að þurfa að synja sér­fræðilækn­um um aðild að ramma­samn­ingi vegna fjár­skorts. „Það á ekki að skipu­leggja heil­brigðisþjón
11.06.2018
Kynna nýjungar í læknisfræði

Kynna nýjungar í læknisfræði

Hundruð bæklun­ar­lækna og rann­sak­enda eru nú sam­an kom­in í Reykja­vík vegna tveggja alþjóðlegra ráðstefna bæklun­ar­lækna sem fram fara á Hilt­on Hót­el Nordica. Sú fyrri, ár­leg ráðstefna Alþjóðasam­taka gagna­grunna um gerviliðaskrán­ingu (ISAR), hefst í dag og stend­ur yfir til mánu­dags. Þar verða meðal ann­ars kynnt­ar rann­sókn­ir sem byggj­ast á upp­lýs­ing­um gagna­grunna um ísetta gerviliði og eft­ir­fylgni þeirra. Síðan verður hald­in alþjóðleg ráðstefna bæklun­ar­lækna í nor­ræn­um sam­tök­um bæklun­ar­lækna (NOF). Norður­landaþjóðirn­ar, Hol­land, Eist­land og Lit­há­en eiga aðild að þeim sam­tök­um. Ráðstefn­an er frá miðviku­degi til föstu­dags. Um 5.500 bæklun­ar­lækn­ar eru fé­lags­menn í NOF.
11.06.2018
Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Sagði ríkisstjórnina vega að einkarekinni heilbrigðisþjónustu

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina sækja að hinum einkarekna hluta heilbrigðiskerfisins og hefur áhyggjur af því að skilvirkni sé ekki nægileg í ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu. Þetta sagði hann í umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fimmtudag. „Útgjöld eru ekki markmið í sjálfu sér. Útgjaldaaukning er ekki markmið í sjálfu sér, heldur hvað fáum við fyrir fjármagnið og hvernig er skilvirkni ríkisrekstrarins fyrir okkur, og þar hef ég töluverðar áhyggjur af skilvirkni heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þorsteinn.
11.06.2018

"Sjúklingar eru ekkert að hverfa"

Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. Þá sýnir þróun síðustu ára fram á að sérfræðilæknar, sem náð hafa 60 ára aldri, vinna sífellt hærra hlutfall af heildarvinnu innan stéttarinnar. Læknafélag Íslands hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu.
08.06.2018
Myndu ekki spara á að flytja verkin á spítala

Myndu ekki spara á að flytja verkin á spítala

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að ekki sé hægt að veita þá þjónustu á Landspítala sem sé í boði á einkareknum stofum utan sjúkrahúsa. Til þess sé ekki aðstaða. Lokun rammasamnings sé því ákvörðun um að ríkið greiði ekki fyrir þjónustu sem þörf sé fyrir. Reynir sagðist á Morgunvaktinni á Rás 2, ekki gera athugasemd við að heilbrigðisráðherra vilji byggja upp þjónustu á göngudeild við Landspítala Íslands. Hann finnur hins vegar að því að skrúfað hafi verið fyrir rammasamning sérfræðilækna, þannig að fleiri læknar komist ekki inn á samninginn.
07.06.2018
Segir hagsmuni sjúklinga borna fyrir borð

Segir hagsmuni sjúklinga borna fyrir borð

Stjórn Læknafélags Íslands lýsir í ályktun þungum áhyggjum af stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Stjórnin segir að ákvörðun velferðarráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsóknum sérfræðilækna að rammasamningi sérfræðilækna megi að öllum líkindum jafna við brot á grundvallarmannréttindum landsmanna um aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
07.06.2018
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa

Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði.
07.06.2018
Gerir úttekt á þörf fyrir taugalækna

Gerir úttekt á þörf fyrir taugalækna

Alma Möller, landlæknir ætlar að láta gera úttekt til að meta þörf fyrir taugalækna og aðgengi að þeim áður en hún tjáir sig um úrskurð velferðarráðuneytisins. Sjúkratryggingar synjuðu taugalækni um aðild að rammasamningi sérfræðinga og heilbrigðisráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu.
05.06.2018
Það er að verða til tvöfalt kerfi

Það er að verða til tvöfalt kerfi

Taugalæknir sem ekki fær aðild að rammasamningi sérfræðilækna stefnir enn að því að opna stofu á Íslandi. Hún segir að sjúklingarnir þurfi að óbreyttu að borga allt að fjórfalt meira en ella. Anna Björnsdóttir taugalæknir tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands að hún hygðist hefja störf sem taugalæknir á stofu eftir að hún lýkur sérfræðinámi sínu í Bandaríkjunum. Sjúkratryggingar synjuðu henni um aðild að rammasamningi sérfræðinga, í takt við stefnumótun velferðarráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Önnu.
04.06.2018
Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að stjórnvöld þverbrjóti rammasamning um sérfræðilækningar með því að loka á nýja lækna. Þess vegna fái sjúklingar ekki þá þjónustu sem þeir þurfi. Hann segir að heilbrigðisráðuneytið hafi gerst dómari í eigin sök þegar það staðfesti þá ákvörðun Sjúkratrygginga að hleypa ekki nýjum lækni inn á rammasamning sérfræðilækna. Heilbrigðisyfirvöld neita að taka fleiri lækna á rammasamning um heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa vegna mikils kostnaðar við þjónustuna. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti á dögunum synjun Sjúkratrygginga Íslands í máli taugalæknis sem vill opna stofu hérlendis.
04.06.2018