Úr fjölmiðlum

Tilnefndar til félagsaðildar í Royal College of Physicians í London

Tilnefndar til félagsaðildar í Royal College of Physicians í London

Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Inga Sif Ólafsdóttir lyf- og lungnalæknir á Landspítala hafa verið tilnefndar til að verða félagar í Royal College of Physicians (RCP) í London. Báðar hafa komið að innleiðingu sérnáms í almennum lyflækningum á Landspítala sem er í samvinnu við RCP. Það þykir mikill heiður að vera félagi í þessum samtökum sem halda upp á 500 ára afmæli sitt á þessu ári
10.07.2018
Tólf gjörgæslurúm á Landspítala - dugar það til?

Tólf gjörgæslurúm á Landspítala - dugar það til?

Álagið á gjörgæsludeildum Landspítala eykst með ári hverju. Starfsfólkinu reynist sífellt örðugara að veita sjúklingum tilætlaða þjónustu og úrræðin eru fá. Á Landspítala eru tvær gjörgæsludeildir, ein á Hringbraut og önnur í Fossvogi. Á báðum er blandað saman börnum og fullorðnum sem þurfa meðferð á gjörgæslu um skemmri eða lengri tíma vegna alvarlegra bráðra veikinda eða slysa, sem og þeim sem gengist hafa undir stóra valkvæða aðgerð, til dæmis hjartaskurðaðgerð.
06.07.2018
Lög um brottnám líffæra við andlát

Lög um brottnám líffæra við andlát

Meðal merkustu framfara læknisfræðinnar er flutningur líffæris frá líffæragjafa í annan einstakling sem þjáist af alvarlegri líffærabilun. Meðferðin getur bjargað lífi sjúklinga eða bætt lífsgæði þeirra verulega og þrátt fyrir að eiga sér ekki langa sögu hefur hún verið í mikilli framþróun og er enn. Fjöldi þeirra sem þurfa á líffærum að halda eykst stöðugt en framboð hefur ekki aukist að sama skapi.1 Líffæragjöf frá látnum einstaklingi er möguleg ef hann hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt skilmerkjum heiladauða og ljóst er að heilastarfsemi hefur stöðvast á óafturkræfan hátt. Helstu orsakir þess eru heilablóðföll eða alvarlegar heilaskemmdir vegna höfuðáverka. Árið 1991 samþykkti Alþingi lög um að nema mætti brott líffæri úr líkama einstaklings að honum látnum ef hann hefði lýst yfir vilja til þess í lifanda lífi en ef slík yfirlýsing væri ekki fyrir hendi þyrfti samþykki nánustu
06.07.2018
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilunni

Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilunni

Kjarabarátta hefur staðið allt of lengi að mati læknaráðs Landspítalans sem lýsir miklum áhyggjum af ástandi á fæðingardeild spítalans vegna uppsagna ljósmæðra og kjaradeilu þeirra við ríkið í ályktun sem það sendi frá sér í dag. Í ályktuninni segir að ljósmæður vinni mikilvægt starf við umönnun kvenna á meðgöngu. Á Íslandi hafi náðst mjög góður árangur í fæðingaþjónustu þegar skoðaðar eru tölur um burðarmálsdauða og mæðradauða. Samstarf ljósmæðra og lækna í umönnun kvenna á meðgöngu sé þar lykilatriði. „Heilbrigðiskerfið virkar sem keðja og ef einn hlekkur hennar er ekki til staðar þá rofnar þjónustan og hætta er á að ekki takist að halda í þann góða árangur sem við höfum náð í fæðingaþjónustu á Íslandi,“ segir ráðið.
04.07.2018
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“
04.07.2018
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi SÍ

Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi SÍ

Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina.
28.06.2018
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug

Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir niðurstöðu rektors Karolinska stofnunarinnar í Stokkhólmi að hann sé einn sjö einstaklinga sem hafi gerst sekir um vísindalegt misferli, vera sér afar þungbæra. Hann segist afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu. Þetta segir Tómas í pistli á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að niðurstaða rektors Karolinska, sem byggir á rannsókn sænsku vísindasiðanefndarinnar frá því í fyrra, hafa verið gagnrýnda fyrir ónákvæm vinnubrögð. „Engin ný efnisatriði virðast hafa komið fram í málinu og í umsögn rektorsins um þátt minn í umræddri vísindagrein gætir ónákvæmni og mér eru hreinlega eignaðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tækifæri til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefndinni, þvert á gefin loforð. Það eru mér mikil vonbrigði að vera á grundvelli slíkra vinnubragða sakaður um vísindalegt misferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja,“ skrifar Tómas.
26.06.2018
Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans . Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári“ líkt og segir í 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu þar sem kveðið er á um hlutverk ráðgjafarnefndarinnar. Tengsl spítalans við þjóðfélagið efld og áhrif notenda þjónustunnar aukin
26.06.2018
Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður.
26.06.2018
Fóru ekki að lögum um Landspítala

Fóru ekki að lögum um Landspítala

Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís.
25.06.2018