Tilnefndar til félagsaðildar í Royal College of Physicians í London
Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir og Inga Sif Ólafsdóttir lyf- og lungnalæknir á Landspítala hafa verið tilnefndar til að verða félagar í Royal College of Physicians (RCP) í London. Báðar hafa komið að innleiðingu sérnáms í almennum lyflækningum á Landspítala sem er í samvinnu við RCP. Það þykir mikill heiður að vera félagi í þessum samtökum sem halda upp á 500 ára afmæli sitt á þessu ári
10.07.2018