Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu
Emil Lárus Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu og hefur störf 1. September.
Nýstofnsett Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálftætt starfandi heilsugæslustöðvar.
30.08.2018