Úr fjölmiðlum

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fjallar Svanur Sveinbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ um lífsiðfræði í leiðara. Þar segir m.a.: “Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis. Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra, fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameðferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar mannkostamenntunar í læknanámi.”
12.09.2018
Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Forstjórapistill Páls Matthíassonar. "Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga."
10.09.2018
Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Landspítali veitir fjölbreytta þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir landsmenn alla og eru dag- og göngudeildarkomur ríflega 350 þúsund á ári. Fyrirséð er að með áframhaldandi þróun meðferðarforma og auknum fjölda í hópi þeirra sem þjónustuna þurfa, einkum í hópi aldraðra, muni þörf fyrir dag- og göngudeildarþjónustu aukast. Í framtíðaruppbyggingu á starfsemi Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir göngudeildarhúsi sem samkvæmt áætlun mun rísa 202X. Landspítali hefur hins vegar ákveðið að bregðast þegar við og verður skrifstofustarfsemi spítalans flutt í Skaftahlíð en húsnæðinu á Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildarhús og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist þar vorið 2019" segir m.a. í tilkynningu frá Landspítala
05.09.2018
Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Landlæknir gerði úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma í sumar að ósk ráðherra þar sem fram kom að biðtími eftir þjónustu taugalækna sé þrír og hálfur mánuður sem sé óviðunandi. Landspítalinn hefur brugðist við ábendingum sem þar komu fram og ráðið tvo nýja sérfræðinga í langvinnum hrörnunarsjúkdómum á borð við parkinson og mun ráða tvo til viðbótar. Landlæknir telur að þannig verði á einu ári hægt að stytta biðtíma eftir þjónustu í 30 daga líkt og viðmið segi til um. Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn geti ekki einn og sér sinnt öllum parkinsonsjúklingum á Íslandi
05.09.2018
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina.
04.09.2018
Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Staða karla er sérstakt áhyggjuefni þegar kemur að ofneyslu lyfja, segir yfirlæknir á Landspítala. Meðferðarúrræðum fjölgi ekki í takt við hraða fjölgun ungra fíkla. Ofneysla lyfja hefur aukist mikið síðustu misseri. Karlar eru þrír af hverjum fjórum þeirra sem hafa látið lífið það sem af er ári vegna ofneyslu lyfja. Þetta hefur verið þróunin síðustu áratugi, meira er um sjálfsskaða hjá konum en karlar líklegri til að misnota lyf og falla oftar fyrir eigin hendi.
30.08.2018

"Eigum ekki að fara í slagsmál við foreldra"

Almennt er góð þátttaka í bólusetningu á Íslandi. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Kastljós. „Það eru nokkur aldursskeið sem við höfum áhyggjur af, 12 mánaða, 18 mánaða og fjögurra ára þar sem að þátttaka fer niður undir 90%. Við viljum gjarnan ná henni upp en það er ekki neitt slæmt ástand í gangi hvað varðar þátttökuna,“
30.08.2018
Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

"Þing­menn og ráðherr­ar geta ekki virt að vett­ugi þau varnaðarorð sem óma, jafnt frá leik­um sem lærðum. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, ný­sköp­un og nýliðun er ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og trygg­an aðgang allra að heil­brigðisþjón­ustu held­ur at­vinnu­frelsi heil­brigðis­starfs­manna og ör­yggi sjúk­linga. Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar al­menn­ing­ur sit­ur fast­ur á biðlist­um rík­is­ins og horf­ir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einkaaðila."
30.08.2018
Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna.
30.08.2018
Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna

Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna

Blik­ur eru á lofti varðandi fram­hald sér­fræðilækn­isþjón­ustu eft­ir næstu ára­mót. Starf­semi sér­fræðinga utan sjúkra­húsa bygg­ist á jöfnu aðgengi lands­manna að sér­fræðiþjón­ustu með greiðsluþátt­töku sjúk­lings og rík­is­ins skv. samn­ingi við SÍ. Þessi samn­ing­ur SÍ og sér­fræðinga á stof­um renn­ur þá út að öllu óbreyttu. Ber­ast nú þær fregn­ir úr vel­ferðarráðuneyt­inu að koll­varpa eigi því kerfi sem hef­ur gef­ist vel und­an­farna ára­tugi. Hef­ur þetta niðurrif þegar haf­ist og hef­ur um tveim­ur tug­um nýrra sér­fræðinga verið neitað um samn­ing. Það virðist greini­lega búið að und­ir­búa meiri hátt­ar kerf­is­breyt­ing­ar án sam­ráðs við þá aðila sem hafa veitt þessa þjón­ustu und­an­farna ára­tugi” segja þeir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson í grein í Morgunblaðinu
30.08.2018