Úr fjölmiðlum

Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Staða karla er sérstakt áhyggjuefni þegar kemur að ofneyslu lyfja, segir yfirlæknir á Landspítala. Meðferðarúrræðum fjölgi ekki í takt við hraða fjölgun ungra fíkla. Ofneysla lyfja hefur aukist mikið síðustu misseri. Karlar eru þrír af hverjum fjórum þeirra sem hafa látið lífið það sem af er ári vegna ofneyslu lyfja. Þetta hefur verið þróunin síðustu áratugi, meira er um sjálfsskaða hjá konum en karlar líklegri til að misnota lyf og falla oftar fyrir eigin hendi.
30.08.2018

"Eigum ekki að fara í slagsmál við foreldra"

Almennt er góð þátttaka í bólusetningu á Íslandi. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Kastljós. „Það eru nokkur aldursskeið sem við höfum áhyggjur af, 12 mánaða, 18 mánaða og fjögurra ára þar sem að þátttaka fer niður undir 90%. Við viljum gjarnan ná henni upp en það er ekki neitt slæmt ástand í gangi hvað varðar þátttökuna,“
30.08.2018
Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

"Þing­menn og ráðherr­ar geta ekki virt að vett­ugi þau varnaðarorð sem óma, jafnt frá leik­um sem lærðum. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, ný­sköp­un og nýliðun er ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og trygg­an aðgang allra að heil­brigðisþjón­ustu held­ur at­vinnu­frelsi heil­brigðis­starfs­manna og ör­yggi sjúk­linga. Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar al­menn­ing­ur sit­ur fast­ur á biðlist­um rík­is­ins og horf­ir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einkaaðila."
30.08.2018
Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna.
30.08.2018
Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna

Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna

Blik­ur eru á lofti varðandi fram­hald sér­fræðilækn­isþjón­ustu eft­ir næstu ára­mót. Starf­semi sér­fræðinga utan sjúkra­húsa bygg­ist á jöfnu aðgengi lands­manna að sér­fræðiþjón­ustu með greiðsluþátt­töku sjúk­lings og rík­is­ins skv. samn­ingi við SÍ. Þessi samn­ing­ur SÍ og sér­fræðinga á stof­um renn­ur þá út að öllu óbreyttu. Ber­ast nú þær fregn­ir úr vel­ferðarráðuneyt­inu að koll­varpa eigi því kerfi sem hef­ur gef­ist vel und­an­farna ára­tugi. Hef­ur þetta niðurrif þegar haf­ist og hef­ur um tveim­ur tug­um nýrra sér­fræðinga verið neitað um samn­ing. Það virðist greini­lega búið að und­ir­búa meiri hátt­ar kerf­is­breyt­ing­ar án sam­ráðs við þá aðila sem hafa veitt þessa þjón­ustu und­an­farna ára­tugi” segja þeir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson í grein í Morgunblaðinu
30.08.2018
Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Emil Lárus Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu og hefur störf 1. September. Nýstofnsett Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálftætt starfandi heilsugæslustöðvar.
30.08.2018
37 dauðsföll vegna mislinga í Evrópu á árinu

37 dauðsföll vegna mislinga í Evrópu á árinu

Yfir 41.000 manns smituðust af mislingum í Evrópu á fyrri hluta ársins, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Það eru mun fleiri en á síðustu árum. 37 hafa látist á árinu vegna mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að flest tilfellin hafi komið upp í Úkraínu og einnig á Ítalíu, Grikklandi, í Frakklandi og Ungverjalandi. „Það eru hópar í þessum löndum sem vilja ekki láta bólusetja. Þegar menn eru að meta þátttöku í bólusetningu er hún kannski ekkert svo slæm í þessum löndum þegar heildar talan er birt en það eru stórir hópar óbólusettir og þá koma upp þessir faraldrar,“ sagði Þórólfur í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
27.08.2018
Fyrstu námslæknarnir á Landspítala luku kjarnanámi í lyflækningum

Fyrstu námslæknarnir á Landspítala luku kjarnanámi í lyflækningum

Fyrstu tveir námslæknarnir á Landspítala hafa lokið þriggja ára kjarnanámi í lyflækningum og öllum tilskyldum prófum. Þetta eru Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Pálsson. Þeir fá nú inngöngu í samtök lyflækna í Bretlandi, Royal College of Physicians, og fá að bera nafnbótina MRCP. Forstjóri Landspítala fékk nýlega tækifæri til að óska þeim til hamingju með árangurinn.
27.08.2018
Magnús Gottfreðsson forseti samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðulöndunum

Magnús Gottfreðsson forseti samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðulöndunum

Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, var kjörinn forseti NSCMID, samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðurlöndunum, á árlegu vísindaþingi þeirra sem haldið var í Hörpu dagana 19.-22. ágúst 2018. Starfinu mun Magnús gegnai næstu 3 ár. Samtökin hafa staðið fyrir árlegum ráðstefnum í þessum sérgreinum undanfarin 35 ár og hafa verið haldnar víðs vegar á Norðurlöndum, m.a. nú á Íslandi í fjórða skipti. Félagið veitir jafnframt rannsóknarstyrki og styrki til ungra rannsakenda til að kynna verkefni sín.
27.08.2018
Áhugi á heimilislækningum

Áhugi á heimilislækningum

Ásókn í sér­nám í heim­il­is­lækn­ing­um hef­ur auk­ist í kjöl­far aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 lækn­ar í nám­inu sem fram fer í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri. El­ín­borg Bárðardótt­ir, kennslu­stjóri í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um, seg­ir fjölg­un­ina gleðiefni en hún fagn­ar því einnig að nem­end­um hafi fjölgað á lands­byggðinni og seg­ir að það sé til­hneig­ing hjá lækn­um sem fara í starfs­nám á lands­byggðinni að ílend­ast þar. El­ín­borg seg­ir það þjóðhags­lega hag­kvæmt að nýta þjón­ustu og þekk­ingu sem heilsu­gæsl­an býr yfir. Þeim lönd­um þar sem ekki sé boðið upp á heim­il­is­lækn­ing­ar farn­ist verr, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Á Íslandi voru árið 2015 1.732 íbú­ar á hvern heim­il­is­lækni en fæst­ir íbú­ar voru á hvern heim­il­is­lækni í Nor­egi eða 795. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar. Í svar­inu kem­ur fram að fa­stráðnum heim­il­is­lækn­um á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fækkað um sex frá ár­inu 2010 en fjölgað um 4,8 á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja
21.08.2018