Úr fjölmiðlum

Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Markvisst hefur verið dregið úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í því skyni að koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Íslendingar nota áttfalt meira af tilteknu breiðvirku sýklalyfi en Svíar. Stjórnvöld lýstu því yfir í vikunnni að Ísland hygðist vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ráðast á í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi í matvælum. Þótt umtalsvert minni notkun sýklalyfja hafi verið í dýrum hér á landi en víða annars staðar nota Íslendingar sjálfir býsna mikið
03.06.2019
Samstillts átaks er þörf

Samstillts átaks er þörf

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu. „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“ Þetta var þrátt fyr­ir að aðgerðatíðni hefði auk­ist á þessu tíma­bili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu til­tekna tíma­bili, fram­kvæmd­ar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyr­ir­hugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.
24.05.2019
Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Stjórn Læknafélags Íslands segir mikilvægt að afnám á innfluttu, ófrystu kjöti taki ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkingar af völdum fjöl-eða alónæmra baktería, hefur verið tekin notkun. Læknafélagið vill ekki að afnámið verði víðtækara en þörf krefur.
23.05.2019
Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Þótt ókostir ávanabindandi lyfja séu miklir og andlát tíð fá þau að vera óáreitt á markaði. Skortur á reglum um lyfin er helsta ástæðan. Fram kom í máli Andrésar að hátt í 40 manns hafi fengið 10 eða fleiri ráðlagða dagsskammta ávísaða á dag af ávanabindandi lyfjum í fyrra. 1730 einstaklingar hafi fengið meira en þrjá dagsskammta. Hann sagði að hægt væri að áætla að þeir sem tækju reglulega þrjá eða fleiri ráðlagða dagsskammta af ávanabindandi lyfjum væru háðir þeim. Mikið álag væri á heilbrigðiskerfið vegna notkunar þessara lyfja.
14.05.2019
Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð Landspítala segir að starfsmatskerfi sem Landspítalinn notar til að flokka störf vegna jafnlaunavottunar endurspegli ekki eðli og inntak læknisstarfsins. Kerfið sem spítalinn notast við er frá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS og hefur verið breytt nokkuð til notkunar hérlendis. Læknaráð segir að breska kerfið taki ekki til lækna. Því sé mikilvægt að meta að verðleikum bæði lengd læknanáms og endanlega ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga.
04.04.2019
Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Stórauknum fjármunum verður varið til að lækka greiðslubyrði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, styrkja geðheilbrigðisþjónustuna um allt land og efla heilbrigðisþjónustu við aldraða samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin endurspeglar áherslur heilbrigðisráðherra og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Fjármálaáætlunin var lögð fram 23. mars og fyrri umræða um hana fer nú fram á Alþingi.
28.03.2019
Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Skort­ur á gjör­gæslu­rým­um er viðvar­andi vanda­mál á Land­spít­al­an­um og lausn á því ekki í sjón­máli, að sögn Gunn­ars Mýr­dal Ein­ars­son­ar, yf­ir­lækn­is hjarta- og lungna­sk­urðdeild­ar Land­spít­al­ans. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann vanta stærra hús­næði og fleira sér­hæft starfs­fólk svo hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rým­um á spít­al­an­um. „Ef við lít­um á töl­fræðina þá vant­ar okk­ur 7-10 gjör­gæslupláss til að stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð miðað við fólks­fjölda.“ Á Land­spít­ala eru 13 gjör­gæslupláss. „Þetta er allt gjör­gæslu­rýmið á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun fyr­ir megnið af land­inu. Þetta er ekki nóg fyr­ir 350 þúsund íbúa og alla ferðamenn­ina sem hingað koma,“ seg­ir hann.
28.03.2019
Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Tryggvi Helga­son barna­læknir telur það lík­legt að með til­færslu klukk­unnar muni hreyf­ing ung­menna minnka. Hann bendir á að með til­færslu klukk­unnar fækki björtum stundum að lokn­um ­skóla- og vinnu­degi en rann­sóknir hafi sýnt að tengsl séu á milli dags­birtu og hreyf­ingar ung­linga hér á land­i. Í rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blað­i Lækna­blaðs­ins ­gagn­rýn­ir ­Tryggvi að engin áhersla hafi ver­ið lögð á áhrif ­klukk­unn­ar á hreyf­ingu ung­menna hvorki í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um klukku­breyt­ing­una né í umfjöllun fjöl­miðla. Enn fremur segir hann skýrslu starfs­hóps­ins vera ein­hliða og mikið gert úr kostum klukku­breyt­ingar en lítið úr göll­u­m.
07.03.2019
Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf.
19.02.2019
Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki

Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki

Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu.
19.02.2019