Úr fjölmiðlum

Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Stórauknum fjármunum verður varið til að lækka greiðslubyrði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, styrkja geðheilbrigðisþjónustuna um allt land og efla heilbrigðisþjónustu við aldraða samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin endurspeglar áherslur heilbrigðisráðherra og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Fjármálaáætlunin var lögð fram 23. mars og fyrri umræða um hana fer nú fram á Alþingi.
28.03.2019
Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Skort­ur á gjör­gæslu­rým­um er viðvar­andi vanda­mál á Land­spít­al­an­um og lausn á því ekki í sjón­máli, að sögn Gunn­ars Mýr­dal Ein­ars­son­ar, yf­ir­lækn­is hjarta- og lungna­sk­urðdeild­ar Land­spít­al­ans. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann vanta stærra hús­næði og fleira sér­hæft starfs­fólk svo hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rým­um á spít­al­an­um. „Ef við lít­um á töl­fræðina þá vant­ar okk­ur 7-10 gjör­gæslupláss til að stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð miðað við fólks­fjölda.“ Á Land­spít­ala eru 13 gjör­gæslupláss. „Þetta er allt gjör­gæslu­rýmið á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun fyr­ir megnið af land­inu. Þetta er ekki nóg fyr­ir 350 þúsund íbúa og alla ferðamenn­ina sem hingað koma,“ seg­ir hann.
28.03.2019
Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Tryggvi Helga­son barna­læknir telur það lík­legt að með til­færslu klukk­unnar muni hreyf­ing ung­menna minnka. Hann bendir á að með til­færslu klukk­unnar fækki björtum stundum að lokn­um ­skóla- og vinnu­degi en rann­sóknir hafi sýnt að tengsl séu á milli dags­birtu og hreyf­ingar ung­linga hér á land­i. Í rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blað­i Lækna­blaðs­ins ­gagn­rýn­ir ­Tryggvi að engin áhersla hafi ver­ið lögð á áhrif ­klukk­unn­ar á hreyf­ingu ung­menna hvorki í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um klukku­breyt­ing­una né í umfjöllun fjöl­miðla. Enn fremur segir hann skýrslu starfs­hóps­ins vera ein­hliða og mikið gert úr kostum klukku­breyt­ingar en lítið úr göll­u­m.
07.03.2019
Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf.
19.02.2019
Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki

Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki

Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu.
19.02.2019
Heilbrigðisvísindi - almenningi til heilla

Heilbrigðisvísindi - almenningi til heilla

Stjórn Rann­sókna­sjóðs Rannís hef­ur ný­lega lokið út­hlut­un sinni til nýrra rann­sókna­verk­efna fyr­ir árið 2019. Alls bár­ust til sjóðsins 359 um­sókn­ir og hlutu ein­vörðungu 17% þeirra styrk­veit­ingu. Það vek­ur at­hygli og veru­leg­ar áhyggj­ur hversu rýr hlut­ur heil­brigðis­vís­inda var að þessu sinni. Í grein sinni segir Björn m.a.: „Öflugt vís­indastarf er for­senda hag­sæld­ar og ör­uggr­ar heil­brigðisþjón­ustu. Grafal­var­leg nú­ver­andi staða kall­ar á stofn­un Heil­brigðis­vís­inda­sjóðs.“
19.02.2019
Fjárframlög til hjúkrunarheimila

Fjárframlög til hjúkrunarheimila

Samn­ing­ar rík­is­ins við hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins runnu út á síðasta ári og fjár­lög gera ráð fyr­ir að lækka greiðslur til þeirra á þessu ári. Fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ilið Mörk­ina þýðir það um 50 millj­óna niður­skurð. Rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila hef­ur lengi verið erfiður og mörg heim­ili bar­ist í bökk­um við að veita lög­boðna þjón­ustu.
19.02.2019
Læknar gera athugasemd við frumvarp

Læknar gera athugasemd við frumvarp

Læknafélag Íslands gerir athugsemdir við tvö ákvæði í frumvarpi til umferðarlaga, 52. og 64. grein frumvarpsins, en að læknum er vikið í báðum þessum greinum. " Ekki er hjá því komist að gera athugasemdir við bæði ákvæðin, enda hefur að litlu ef nokkru leyti verið tekið tillit til fyrri samhljóða athugasemda, " segir í umsögn, en Læknafélag Íslands hefur margsinnis gefið umsögn um frumvarp til nýrra umferðarlaga, síðast árið 2012.
14.02.2019
Í átak gegn sýklalyfjaónæmi

Í átak gegn sýklalyfjaónæmi

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og heil­brigðisráðherra und­ir­rituðu í dag yf­ir­lýs­ingu um sam­eig­in­legt átak til að draga úr út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería á Íslandi. Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að sýkla­lyfja­ónæmi hafi verið tals­vert minna vanda­mál á Íslendi en í ná­læg­um lönd­um en mik­il­vægt sé að stemma stigu við frek­ari út­breiðslu, en sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni, Alþjóðadýra­heil­brigðismála­stofn­un­inni, Sótt­varn­ar­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins og Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins er út­breiðsla sýkla­lyfja­ónæm­is ein stærsta heil­brigðisógn sem steðjar að mönn­um.
08.02.2019
Athugasemd vegna fréttar um sjálfsávísanir lækna

Athugasemd vegna fréttar um sjálfsávísanir lækna

Vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi, um sjálfsávísanir lækna, vill Embætti landlæknis árétta að sjálfsávísanir lækna eru heimilar skv. lögum og eru undir sérstöku eftirliti. Árið 2018 ávísaðu 564 læknar ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig en í langflestum tilvikum var það í litlu magni og/eða átti sér eðlilegar skýringar, t.d. áfyllingar á læknatöskur. Í fáum tilvikum voru sjálfsávísanir þannig að embættinu þótti tilefni til að bregðist við og voru þau tilvik um tíu talsins. Þá mátti ráða af fréttinni að fíknivandi væri algengari meðal heilbrigðisstarfsmanna en annarra í samfélaginu. Engar vísbendingar eru um að svo sé. Embætti landlæknis þykir leitt ef hægt var að misskilja fréttina þannig að sjálfsávísanir og fíkn væri umtalsverður vandi.
08.02.2019