Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming
Markvisst hefur verið dregið úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í því skyni að koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Íslendingar nota áttfalt meira af tilteknu breiðvirku sýklalyfi en Svíar.
Stjórnvöld lýstu því yfir í vikunnni að Ísland hygðist vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ráðast á í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi í matvælum. Þótt umtalsvert minni notkun sýklalyfja hafi verið í dýrum hér á landi en víða annars staðar nota Íslendingar sjálfir býsna mikið
03.06.2019