Úr fjölmiðlum

Læknar óttast að vírusinn grasseri í flóttamannabúðum

Læknar óttast að vírusinn grasseri í flóttamannabúðum

Læknar á Íslandi skora á íslensk stjórnvöld og stórnvöld allra Evrópuþjóða að bæta þegar úr bágri aðstöðu flóttamanna í flóttamannabúðum víða um álfunna. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að COVID-19 sýkingar í flóttamannabúðum geti haft alvarlegar afleiðingar.
17.04.2020
Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

Krafan um stöðugt aukin ríkisútgjöld er sterk. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á síðustu árum vantar fjármuni í alla málaflokka, sé tekið mið af fréttum, ákalli hagsmunaaðila og kröfum stjórnmálamanna að því er virðist úr öllum flokkum. Það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, í vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, íalmannatryggingar, í menntakerfið, í samgöngur og löggæslu. Umhverfismál eru sögð fjársvelt, viðsetjum ekki næga peninga í þróunar
22.01.2020
Ráðherrahroki

Ráðherrahroki

Það er gullvæg regla að fara vel með það sem manni er treyst fyrir. Þessa reglu ættu ráðamenn landsins að festa í hjarta sér þegar þeir taka við embættum sínum. Þannig á ráðherra að láta sér annt um málaflokkinn sem honum er trúað fyrir og gera sér grein fyrir ábyrgð sinni, en ekki umvefja sig hroka og tala niður til fólks mæti hann mótbyr í starfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfri sér verst á dögunum á fundi með læknaráði, eftir að hafa verið spurð hvaða tillögur hún sæi fyrir sér í sambandi við lausn á neyðarástandi sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Hún sagði: „Það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um að þessi stofnun sé nánast hættuleg.“
16.01.2020
Hótun heilbrigðisráðherra

Hótun heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði nýlega á fundi læknaráðs Landspítalans að það væri mikil áskorun fyrir hana að standa með spítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu stofnunarinnar kæmu út á færibandi. Þetta er fordæmalaust tal ráðherra til starfsmanna opinberrar stofnunar. Það sem ráðherra er að segja er skýrt: Tali starfsmenn Landspítala um ástand mála innan veggja hans er ekki sjálfgefið að hún hafi áhuga á að vinna að lausnum á vanda stofnunarinnar. Allir skilja hvað þetta þýðir í raun og veru. Álykti starfsfólk eða segi frá á annan veg en ráðherra þóknast kemur það niður á fjárveitingum til spítalans. Grímulausari getur hótunin vart verið.
16.01.2020
Engin plön um að lyfta Íslandi úr botnsætinu

Engin plön um að lyfta Íslandi úr botnsætinu

Ráðherrar bera ábyrgð. Þeir komast ekki hjá því að láta kalda rökhyggju ráða för. Hinir, sem minni ábyrgð bera, eru frjálsari að því að tala á nótum tilfinninga. Fáir þekkja betur en núverandi heilbrigðisráðherra, að sú staða er miklu þægilegri þegar tala þarf til kjósenda um heilbrigðismál.
16.01.2020