Úr fjölmiðlum

Engin plön um að lyfta Íslandi úr botnsætinu

Engin plön um að lyfta Íslandi úr botnsætinu

Ráðherrar bera ábyrgð. Þeir komast ekki hjá því að láta kalda rökhyggju ráða för. Hinir, sem minni ábyrgð bera, eru frjálsari að því að tala á nótum tilfinninga. Fáir þekkja betur en núverandi heilbrigðisráðherra, að sú staða er miklu þægilegri þegar tala þarf til kjósenda um heilbrigðismál.
16.01.2020
Velferðarnefnd fundaði með læknum um stöðu heilbrigðismála

Velferðarnefnd fundaði með læknum um stöðu heilbrigðismála

Velferðarnefnd kallaði til gesti á fund sinn þann 14.1. sl. þar sem rædd var staða heilbrigðiskerfisins. Guðrún Ása Björnsdóttir, formaður Félags almennra lækna, segir að fundurinn hafi verið mjög góður og gott að leitað sé til lækna til að heyra þeirra skoðun á stöðunni. „Það er jákvætt að velferðarnefnd hafi kallað til sín lækna héðan og þaðan og af gólfinu til þess að koma sínum skoðunum og sjónarmiðum á framfæri,“ segir Guðrún Ása í samtali við Fréttablaðið. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gagnrýndi orðaval lækna í umræðunni um Landspítalann á fundi Læknaráðs í gær og sagði að orðræða þeirra væri skaðleg. Kallaði hún eftir því að læknar stæðu betur með sér í leit að lausnum. Helga Vala Helga­dóttir, for­maður vel­ferðar­nefndar Al­þingis, segist í sam­tali við Frétta­blaðið ekki skilja hvað Svan­dísi gekk til með orðum sínum.
15.01.2020
Heilbrigðisráðherra vill ekki að læknar tali um neyðarástand

Heilbrigðisráðherra vill ekki að læknar tali um neyðarástand

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á fundi með læknaráði í gær að það væri mikil áskorun fyrir hana að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu stofnunarinnar kæmu út á færibandi. Hún lýsti yfir vonbrigðum með orðanotkun lækna eftir að vísað var í ástandið á bráðamóttökunni sem „neyðarástandi“ og „skelfingarflækju“. „Okkur langar mikið til að heyra hvað ráðherra leggur til, bæði af fjármagni og góðum ráðum, til að greiða úr ‏þessari skelfingarflækju sem blasir við hér á hverjum degi og hefur blasið við liðið ár,“ var spurt úr sal og lýsti Svandís yfir vonbrigðum um að umræður um neyðarástand væru á lofti.
14.01.2020
Landspítalinn er sífellt að slökkva elda

Landspítalinn er sífellt að slökkva elda

Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur verið talið gott enda mannað mjög hæfu fólki. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar ritað greinar á liðnum áratugum um að íslenskt heilbrigðiskerfi gæti verið betra. Embætti landlæknis (EL) hefur gert úttektir á vandamálum Landspítalans nýlega, í desember fyrir ári og síðan eftirfylgniúttekt í september 2019. Þau tvö vandamál sem standa upp úr að mati Landlæknisembættisins eru mikill skortur á hjúkrunarfræðingum sem veigra sér við að vinna á Landspítalanum vegna álags, vinnuaðstæðna og launakjara. Hitt vandamálið sem snertir alla er fáránlegt plássleysi í löngu úreltu húsnæði. Það er sambærilegt við að landslið Íslands í knattspyrnu væri enn að nota Melavöllinn og Laugardagsvöllurinn væri enn þá fjarlægur draumur.
14.01.2020
Ályktun stjórnar læknaráðs um mönnun og álag á lækna á Landspítala

Ályktun stjórnar læknaráðs um mönnun og álag á lækna á Landspítala

Stjórn læknaráðs lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum Landspítala. Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt. Setja þarf upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skal grípa til viðeigandi ráðstafana.
17.12.2019
Hvaða sjónarmið ráða för?

Hvaða sjónarmið ráða för?

Heilbrigðisþjónusta og menntakerfi eru meðal þeirra þátta, sem flestar þjóðir leggja höfuðáherzlu á við uppbyggingu og innra starf. Margar þjóðir berjast þó í bökkum við að fjármagna þessi tvö kerfi sem skyldi vegna mikilla útgjalda til hermála og ófáar vegna fátæktog ófáar vegna fátæktar. Nútímaheilbrigðisþjónusta tekur til sín verulegt fjármagn vegna mikillar tæknivæðingar, rannsókna og þróunar meðal annars nýrra lyfja, menntunar sérhæfðs starfsfólks og ótal annarra atriða, sem nauðsynleg eru.
16.12.2019
Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Læknar á Landspítalanum eru mjög ósáttir við að laun þeirra lækki í niðurskurðaraðgerðum spítalans. Landspítalinn sagði upp óunninni yfirvinnu lækna sem hluta af aðgerðum til að draga úr kostnaði við rekstur sjúkrahússins. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að mikil óánægja væri vegna þessa. Félagið hefur mótmælt því að hluta ráðningarsamninga lækna sé sagt upp. Hann segir ólaunaða yfirvinnu í raun rangnefni. „Henni er ætlað að greiða fyrir tilfallandi yfirvinnu með jöfnum hætti sem þarf ekki að vera að tímamæla.“ Þetta eigi til dæmis við þegar læknir sé með veikan sjúkling og geti ekki farið, skurðlæknir sé í aðgerð eða læknir að innrita sjúkling fram yfir lok vaktar eða dagvinnu. „Í dag er þetta ekki greitt. Það fæst ekki greidd yfirvinna samkvæmt stimpilmælingunni. Þá hefur verið gripið til þess að hafa fasta yfirvinnu sem tekur á þessu að meðaltali.“
05.12.2019
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu.
12.11.2019
Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun lækna

Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun lækna

Læknavísindi eru hátæknivísindi þar sem framfarir eru örar. Stundum er miðað við að þekking úreldist á fimm árum. Það blasir því við að læknar þurfa að viðhelda þekkingu sinni eða uppfæra hana. Annars er hætt við að þeir dragist aftur úr og beiti úreltum aðferðum. Landspítalinn er langstærsti vinnustaður lækna á Íslandi. Af þeim ríflega 1300 læknum sem eru við störf á landinu eru um 500 á spítalanum. Þar hefur á undanförnum árum verið reynt að efla bæði grunnám og sérnám. Athyglin hefur síður beinst að því sem svo tekur við.
06.11.2019
Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi meðal rúmlega 700 lækna kom fram að meirihluti þeirra er undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingar­truflunum sem eru merki ofurálags og jafnvel kulnunar.
04.11.2019