Úr fjölmiðlum

Hvaða sjónarmið ráða för?

Hvaða sjónarmið ráða för?

Heilbrigðisþjónusta og menntakerfi eru meðal þeirra þátta, sem flestar þjóðir leggja höfuðáherzlu á við uppbyggingu og innra starf. Margar þjóðir berjast þó í bökkum við að fjármagna þessi tvö kerfi sem skyldi vegna mikilla útgjalda til hermála og ófáar vegna fátæktog ófáar vegna fátæktar. Nútímaheilbrigðisþjónusta tekur til sín verulegt fjármagn vegna mikillar tæknivæðingar, rannsókna og þróunar meðal annars nýrra lyfja, menntunar sérhæfðs starfsfólks og ótal annarra atriða, sem nauðsynleg eru.
16.12.2019
Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Læknar á Landspítalanum eru mjög ósáttir við að laun þeirra lækki í niðurskurðaraðgerðum spítalans. Landspítalinn sagði upp óunninni yfirvinnu lækna sem hluta af aðgerðum til að draga úr kostnaði við rekstur sjúkrahússins. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að mikil óánægja væri vegna þessa. Félagið hefur mótmælt því að hluta ráðningarsamninga lækna sé sagt upp. Hann segir ólaunaða yfirvinnu í raun rangnefni. „Henni er ætlað að greiða fyrir tilfallandi yfirvinnu með jöfnum hætti sem þarf ekki að vera að tímamæla.“ Þetta eigi til dæmis við þegar læknir sé með veikan sjúkling og geti ekki farið, skurðlæknir sé í aðgerð eða læknir að innrita sjúkling fram yfir lok vaktar eða dagvinnu. „Í dag er þetta ekki greitt. Það fæst ekki greidd yfirvinna samkvæmt stimpilmælingunni. Þá hefur verið gripið til þess að hafa fasta yfirvinnu sem tekur á þessu að meðaltali.“
05.12.2019
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu.
12.11.2019
Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun lækna

Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun lækna

Læknavísindi eru hátæknivísindi þar sem framfarir eru örar. Stundum er miðað við að þekking úreldist á fimm árum. Það blasir því við að læknar þurfa að viðhelda þekkingu sinni eða uppfæra hana. Annars er hætt við að þeir dragist aftur úr og beiti úreltum aðferðum. Landspítalinn er langstærsti vinnustaður lækna á Íslandi. Af þeim ríflega 1300 læknum sem eru við störf á landinu eru um 500 á spítalanum. Þar hefur á undanförnum árum verið reynt að efla bæði grunnám og sérnám. Athyglin hefur síður beinst að því sem svo tekur við.
06.11.2019
Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni. Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi meðal rúmlega 700 lækna kom fram að meirihluti þeirra er undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingar­truflunum sem eru merki ofurálags og jafnvel kulnunar.
04.11.2019
Hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með Landspítalann

Hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með Landspítalann

Krabbameinslæknir á Landspítalanum lét af störfum vegna úrræðaleysis sem hann segir ríkja á spítalanum. Hann hóf þess í stað sérnám í heimilislækningum til þess að geta starfað utan Landspítalans.
04.11.2019
Niðurskurður Landspítalans mun bitna á sjúklingum

Niðurskurður Landspítalans mun bitna á sjúklingum

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að þeir niðurskurðaliðir sem hafa verið kynntir til leiks, muni hafa víðtæk áhrif á starfssemi sjúkrahússins og séu fallnar til að geta mögulega skert öryggi þeirra sem leita til Landspítalans. Hann segir viðbrögð formanna læknaráðs, hjúkrunarráðs og annarra vera samhljóma í því mati að liðirnir sem um ræðir muni óhjákvæmilega bitna á þjónustu við sjúklinga.
24.10.2019
Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Bólusetningar eru sú aðgerð sem hefur bjargað langflestum mannslífum á heimsvísu, nema ef vera skyldi að tryggja aðgang að hreinu vatni, segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Þarna er ekki síst verið að tala um börn yngri en fimm ára. Hann segir hins vegar að bólusetningar séu fórnarlömb eigin velgengni. „Með tilkomu bóluefnanna hverfa margir af þessum sjúkdómum sem þóttu hryllilegir og voru það sannarlega. Eftir stendur þá minningin um þessa sjúkdóma sem smám saman snjóar yfir. Þá er það eina sem fólk horfir á, hvaða skaðlegu afleiðingar gæti það haft að bólusetja barnið mitt? Það gleymir sjúkdómnum og fer að hugsa um – hvað um þennan eina af 500.000 sem verður fyrir aukaverkun af bólusetningum? Það hefur síðan leitt af sér þetta vandamál sem hefur komið upp undanfarin ár og er kallað bólusetningarhik, þar sem foreldrar hika við að láta bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanirnar. Það er eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það er ekki hægt að segja bara – hættið þessari vitleysu og látið bólusetja börnin ykkar! Það þarf að taka þetta samtal og vinna á þessu hiki,“ segir Valtýr.
17.10.2019
Segir rafrettur ekki

Segir rafrettur ekki "saklausa neysluvöru"

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður VG, gerði skaðsemi rafrettna að um­fjöll­un­ar­efni sínu und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Hann sagði að ým­is­legt hefði gerst sem ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af síðan lög um rafrett­ur og áfyll­ing­ar tóku gildi í mars. „Í vor, sum­ar og nú í haust hafa komið fram upp­lýs­ing­ar, m.a. úr ritrýnd­um lækna­tíma­rit­um, um skaðsemi rafsíga­rettna. Banda­rísk yf­ir­völd hafa gripið til ráðstaf­ana til að setja meiri skorður við dreif­ingu og sölu þeirra og evr­ópsku lungna­lækna­sam­tök­in hafa sagt að ekki sé hægt að mæla með rafsíga­rett­um sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en það voru, eins og marg­ir muna, ein af meg­in­rök­un­um sem notuð voru í um­sögn­um og umræðum um málið á sín­um tíma,“ sagði Ólaf­ur Þór.
14.10.2019
Ótækt að læknar geti ekki samið um laun

Ótækt að læknar geti ekki samið um laun

Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það.
08.10.2019