Úr fjölmiðlum

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Agnes Smára­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á lyflækn­inga­sviði Land­spít­ala frá 1. des­em­ber 2018 til næstu 5 ára. Agnes lauk embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1995, stundaði sér­fræðinám við Uni­versity of Conn­ecticut og lauk þaðan prófi í al­menn­um lyflækn­ing­um 2002 og blóðmeina­sjúk­dóm­um og lyflækn­ing­um krabba­meina árið 2005. Agnes starfaði sem sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um krabba­meina á Land­spít­ala á ár­un­um 2005-2014, Gund­er­sen Health System, La Crosse, Wiscons­in 2014-2017, kom svo aft­ur á Land­spít­ala árið 2017, að því er seg­ir á vef Land­spít­al­ans.
16.11.2018
Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Í dag 16. nóv. birtist grein á visir.is eftir öldrunarlæknana Þórhildi Kristinsdóttur, Baldur Helga Ingvarsson og Guðlaugu Þórsdóttur en þau eru starfandi sérfræðingar á Landspítala og skipa auk þess stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna. Í greininni lýsa þau ástandi öldrunarmála á Íslandi og hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða og byggja upp framúrskarandi heilbrigðiskerfi fyrir landsmenn:
16.11.2018
Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.
12.11.2018
Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að nánast allir sérgreinalæknar sem hafi verið á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hafi tilkynnt að þeir ætli ekki að starfa samkvæmt samningnum frá og með áramótum. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga telur ekki líklegt að búið verði að semja um áramótin.
12.11.2018
Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Frá árinu 2010 hafa 149 Íslendingar lokið læknanámi erlendis. Þar af hafa 136 lokið náminu í Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari Landlæknis við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er metfjöldi íslenskra námsmanna sem leggja stund á læknisfræði við Comenius-háskóla í bænum Marin í Slóvakíu. Fram kom í Morgunblaðinu nýverið að um 160 Íslendingar verða þar í námi í haust. Vegna fjöldans er rætt um "litla -Ísland" í háskólaþorpinu.
31.10.2018
Af heilsu karla og kvenna

Af heilsu karla og kvenna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.
24.10.2018
Miklar framfarir í meðferð Parkinson-sjúkdómsins

Miklar framfarir í meðferð Parkinson-sjúkdómsins

"Fyrr á árinu fylgdumst við með árangurslausri tilraun Önnu Björnsdóttur, taugalæknis, til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands en slíkur samningur er forsenda þess að sjúklingar fái þjónustu sérgreinalækna niðurgreidda. Anna flutti til Íslands eftir nám í Bandaríkjunum og opnaði stofu í haust. Mál hennar vakti sérstaka athygli fyrir þær sakir að skortur er á taugalæknum í landinu - ekki síst læknum með hennar sérsvið sem er Parkinson-sjúkdómurinn. En þetta breyttist; dómur sem féll í máli annars læknis varð til þess að yfirvöldum var ekki stætt á að neita Önnu um samning. Anna Björnsdóttir var gestur Morgunvaktarinnar. Hún lýsti framförum í meðferð Parkinson-sjúkdómsins og leitinni að lækningu."
24.10.2018
það sem ekki er sagt

það sem ekki er sagt

"Fram­legð heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er mik­il­væg fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lagið. Ráðherra stefn­ir nú í að hleypa heil­brigðis­kerf­inu í upp­nám" segja þeir Högni Óskarsson, Sigurður Árnason og Sigurður Guðmundsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2018.
24.09.2018
Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt.
20.09.2018
Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

“Heil­brigðisþing verður haldið 2. nóv­em­ber, en það verður opið al­menn­ingi og hag­höf­um. Því næst verða drög að heil­brigðis­stefnu sett í sam­ráðsgátt og síðan verður unnið að gerð þings­álykt­un­ar­til­lögu sem von­andi verður lögð fyr­ir Alþingi á vorþingi. Þá koma að mál­inu all­ir flokk­ar sem full­trúa eiga á Alþingi.” Skrifar Svandís Svavarsdóttir í Pistli dagsins í Morgunblaðinu í dag 19. september 2018
19.09.2018