Úr fjölmiðlum

Ráðherra ekki heimilt að banna samninga

Ráðherra ekki heimilt að banna samninga

Fyr­ir­mæli heil­brigðisráðherra til Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja sér­fræðilækni um skrán­ingu á ramma­samn­ing Sjúkra­trygg­inga og Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur voru hald­in svo mikl­um ann­mörk­um að ákvörðun Sjúkra­trygg­inga sem á þeim bygg­ist er dæmd ógild.
19.09.2018
Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna.
17.09.2018
Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum.
14.09.2018
Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Eft­ir Vil­hjálm Bjarna­son: „Senni­lega eru all­ir þeir sem eru „normal“ svo flat­ir per­sónu­leik­ar að þeir geta ekki orðið geðveik­ir.“ Vilhjálmur Bjarnason
14.09.2018
Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Eft­ir Hall­dór Blön­dal fv. Alþingismann og ráðherra: „Stefna ráðherra ligg­ur ljós fyr­ir: Það á að mis­muna sjúk­ling­um, láta einn borga meir en ann­an fyr­ir sömu þjón­ust­una!“
13.09.2018
Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fjallar Svanur Sveinbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ um lífsiðfræði í leiðara. Þar segir m.a.: “Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis. Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra, fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameðferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar mannkostamenntunar í læknanámi.”
12.09.2018
Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Forstjórapistill Páls Matthíassonar. "Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga."
10.09.2018
Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Landspítali veitir fjölbreytta þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir landsmenn alla og eru dag- og göngudeildarkomur ríflega 350 þúsund á ári. Fyrirséð er að með áframhaldandi þróun meðferðarforma og auknum fjölda í hópi þeirra sem þjónustuna þurfa, einkum í hópi aldraðra, muni þörf fyrir dag- og göngudeildarþjónustu aukast. Í framtíðaruppbyggingu á starfsemi Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir göngudeildarhúsi sem samkvæmt áætlun mun rísa 202X. Landspítali hefur hins vegar ákveðið að bregðast þegar við og verður skrifstofustarfsemi spítalans flutt í Skaftahlíð en húsnæðinu á Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildarhús og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist þar vorið 2019" segir m.a. í tilkynningu frá Landspítala
05.09.2018
Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Landlæknir gerði úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma í sumar að ósk ráðherra þar sem fram kom að biðtími eftir þjónustu taugalækna sé þrír og hálfur mánuður sem sé óviðunandi. Landspítalinn hefur brugðist við ábendingum sem þar komu fram og ráðið tvo nýja sérfræðinga í langvinnum hrörnunarsjúkdómum á borð við parkinson og mun ráða tvo til viðbótar. Landlæknir telur að þannig verði á einu ári hægt að stytta biðtíma eftir þjónustu í 30 daga líkt og viðmið segi til um. Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn geti ekki einn og sér sinnt öllum parkinsonsjúklingum á Íslandi
05.09.2018
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina.
04.09.2018