Heilbrigðisvísindi - almenningi til heilla
Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur nýlega lokið úthlutun sinni til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2019. Alls bárust til sjóðsins 359 umsóknir og hlutu einvörðungu 17% þeirra styrkveitingu. Það vekur athygli og verulegar áhyggjur hversu rýr hlutur heilbrigðisvísinda var að þessu sinni.
Í grein sinni segir Björn m.a.: „Öflugt vísindastarf er forsenda hagsældar og öruggrar heilbrigðisþjónustu. Grafalvarleg núverandi staða kallar á stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs.“
19.02.2019