Úr fjölmiðlum

Aðgerðir til að styrkja mönnun á sviði hjúkrunar

Aðgerðir til að styrkja mönnun á sviði hjúkrunar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent bréf til opinberra heilbrigðisstofnana þar sem þeim er falið að fjalla um og útfæra tilteknar aðgerðir sem hafa það markmið að laða fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa og styrkja mönnun á sviði hjúkrunar. Eins og rakið er í bréfinu er skortur á hjúkrunarfræðingum innan heilbrigðisþjónustunnar alvarlegt vandamál sem vegur að öryggi hennar, stendur í vegi fyrir því að unnt sé að veita nauðsynlega þjónustu og nýta innviði heilbrigðiskerfisins að fullu. Ríkisendurskoðun og Embætti landlæknis hafa ítrekað bent á þessa alvarlegu stöðu og vandanum hefur einnig verið lýst af hálfu heilbrigðisstofnana. Nauðsyn þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustunni er skýr. Til þess er meðal annars brýnt að laða til starfa hjúkrunarfræðinga sem leitað hafa í önnur störf og einnig að finna leiðir sem stuðla að því að hjúkrunarfræðingar í hlutastörfum sækist eftir hærra starfshlutfalli.
31.01.2019
Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar

Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar

„Það er alls ekki þannig að einn lækn­ir geti staðið að nauðung­ar­vist­un ein­stak­lings í 21 dag án aðkomu annarra fagaðila, þó að sum­ir gætu talið að svo sé út frá þröngri túlk­un á laga­text­an­um,“ seg­ir Engil­bert Sig­urðsson, pró­fess­or í geðlækn­ing­um og yf­ir­lækn­ir geðsviðs Land­spít­al­ans. Hann seg­ir fjölda fagaðila koma að hverri og einni nauðung­ar­vist­un, nauðsyn vist­un­ar sé reglu­lega end­ur­met­in og að sér­fræði- og yf­ir­lækn­ar á þeim deild­um þar sem hún fer fram hafi ávallt vald til þess að stöðva nauðung­ar­vist­un um leið og hún telst ekki leng­ur óhjá­kvæmi­leg. Nú­gild­andi lögræðis­lög hafa reglu­lega verið gagn­rýnd síðan þau tóku gildi 1997, meðal ann­ars af sér­fræðinefnd Evr­ópuráðsins um varn­ir gegn pynt­ing­um og ann­arri van­v­irðandi eða ómannúðlegri meðferð eða refs­ingu (CPT-nefnd­in), Geðhjálp og þing­manni Pírata, Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur.
31.01.2019
Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi

Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi

Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.
23.01.2019
Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þegar læknar eru spurðir um hvort rekstur sjúkrahúsa eigi eingöngu að vera í höndum hins opinbera segja fleiri að svo eigi ekki að vera. Fleiri læknar eru sem sagt opnir fyrir blandaðri heilbrigðisþjónustu. Þegar spurt er um heilsugæslustöðvar kemur í ljós að mun hærra hlutfall lækna, eða 76%, vill að fleiri en ríkið reki þær.
23.01.2019
Merkilegt að læknar séu ánægðir í starfi

Merkilegt að læknar séu ánægðir í starfi

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem vann könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna, segir að það verði að vinna að úrbótum á starfsumhverfi lækna hér á landi. Í könnuninni kemur fram að læknar vinni jafnvel meira en 80 klukkustundir á viku, telji starfsstöðvar heilbrigðiskerfisins vera undirmannaðar og að meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi.
23.01.2019
Þjónustan færð nær fólkinu

Þjónustan færð nær fólkinu

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur ráðið til sín Sig­urð Böðvars­son krabba­meins­lækni og geta krabba­meins­sjúk­ling­ar á Suður­landi nú sótt lyfjameðferðir með aðstoð krabba­meins­lækn­is. Marg­ir krabba­meins­sjúk­ling­ar þurfa að sækja lyfjameðferðir viku­lega. Það er því mik­il bú­bót fyr­ir heima­menn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heil­brigðisþjón­ustu. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður þörf­ina á þjón­ustu fyr­ir krabba­meins­sjúk­linga á Suður­landi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverj­um þrem­ur ein­stak­ling­um fær krabba­mein á lífs­leiðinni.
10.01.2019
Öldrun þjóðar

Öldrun þjóðar

Þórhildur Kristinsdóttir læknir var í viðtali á Samfélaginu á RÚV1 í gær.: "Mér bauðst að spjalla um efni síðasta leiðara Læknablaðs í Samfélaginu á RUV1 í gær. Efnið er mér mjög hugleikið og vil ég ná eyrum ráðamanna um að það sé mikilvægt forgangsmál að við gerum betur í að veita persónumiðaða heilbrigðisþjónustu við aldraða fyrir utan Landspítala. Ég vil ekki blanda mér mikið í pælingar um hver á að borga fyrir þjónustuna, í raun má segja að það sé hagstæðara fyrir sveitafélög að veita takmarkaða þjónustu sem kostar minna en þýðir að viðkvæmir aldraðir einstaklingar eru frekar á Landspítala á röngu þjónustustigi. Þetta á þátt í að lama starfsemi spítalans. Fyrir mér vantar að einhver eigi ábyrgðina. Þegar verið er að skipuleggja heilbrigðisstefnu af alvöru vil ég hrópa upp að endurskipulagning í heilbrigðisþjónustu við aldraða sé forgangsmál. Kortlagning á heilbrigði þjóðarinnar og hvar nauðsynlegt er að veita fé og gera betur til að sinna nauðsynlegri þjónustu er grundvallaratriði svo og bæting í samfellu milli þjónustustiga heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að skattfé okkar sé nýtt til réttrar þjónustu við aldraða á réttum stað."
20.12.2018
Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Öryrkjar og aldraðir verða ekki rukkaðir um komugjöld á heilsugæslustöðvar og hjá heimilislæknum frá og með áramótum. Þau þurfa heldur ekki að borga fyrir læknisvitjanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið þessa breytingu. Aldraðir og öryrkjar hafa greitt 600 krónur fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma og 1.500 krónur utan dagvinnu, læknisvitjanir hafa kostað þá 1.700 eða 2.200 krónur, eftir því á hvaða síma sólarhrings þeirra er vitjað. Alls hafa öryrkjar og aldraðir komið rúmlega 160 þúsund sinnum á í heilsugæsluna á tólf mánaða tímabili frá miðju síðasta ári til miðs þessa árs.
20.12.2018
Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Samúel Sigurðsson læknir segir að alvarlegar sýkingar vegna pneumókokka bakteríunnar séu nánast horfnar eftir að farið var að bólusetja börn við bakteríunni. Það sýni niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á áhrifum bólusetningarinnar
19.12.2018
Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum. Almenna reglan er sú að slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.
26.11.2018