Úr fjölmiðlum

Hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með Landspítalann

Hætti sem krabbameinslæknir vegna óánægju með Landspítalann

Krabbameinslæknir á Landspítalanum lét af störfum vegna úrræðaleysis sem hann segir ríkja á spítalanum. Hann hóf þess í stað sérnám í heimilislækningum til þess að geta starfað utan Landspítalans.
04.11.2019
Niðurskurður Landspítalans mun bitna á sjúklingum

Niðurskurður Landspítalans mun bitna á sjúklingum

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að þeir niðurskurðaliðir sem hafa verið kynntir til leiks, muni hafa víðtæk áhrif á starfssemi sjúkrahússins og séu fallnar til að geta mögulega skert öryggi þeirra sem leita til Landspítalans. Hann segir viðbrögð formanna læknaráðs, hjúkrunarráðs og annarra vera samhljóma í því mati að liðirnir sem um ræðir muni óhjákvæmilega bitna á þjónustu við sjúklinga.
24.10.2019
Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Bólusetningar eru sú aðgerð sem hefur bjargað langflestum mannslífum á heimsvísu, nema ef vera skyldi að tryggja aðgang að hreinu vatni, segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Þarna er ekki síst verið að tala um börn yngri en fimm ára. Hann segir hins vegar að bólusetningar séu fórnarlömb eigin velgengni. „Með tilkomu bóluefnanna hverfa margir af þessum sjúkdómum sem þóttu hryllilegir og voru það sannarlega. Eftir stendur þá minningin um þessa sjúkdóma sem smám saman snjóar yfir. Þá er það eina sem fólk horfir á, hvaða skaðlegu afleiðingar gæti það haft að bólusetja barnið mitt? Það gleymir sjúkdómnum og fer að hugsa um – hvað um þennan eina af 500.000 sem verður fyrir aukaverkun af bólusetningum? Það hefur síðan leitt af sér þetta vandamál sem hefur komið upp undanfarin ár og er kallað bólusetningarhik, þar sem foreldrar hika við að láta bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanirnar. Það er eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það er ekki hægt að segja bara – hættið þessari vitleysu og látið bólusetja börnin ykkar! Það þarf að taka þetta samtal og vinna á þessu hiki,“ segir Valtýr.
17.10.2019
Segir rafrettur ekki

Segir rafrettur ekki "saklausa neysluvöru"

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður VG, gerði skaðsemi rafrettna að um­fjöll­un­ar­efni sínu und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Hann sagði að ým­is­legt hefði gerst sem ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af síðan lög um rafrett­ur og áfyll­ing­ar tóku gildi í mars. „Í vor, sum­ar og nú í haust hafa komið fram upp­lýs­ing­ar, m.a. úr ritrýnd­um lækna­tíma­rit­um, um skaðsemi rafsíga­rettna. Banda­rísk yf­ir­völd hafa gripið til ráðstaf­ana til að setja meiri skorður við dreif­ingu og sölu þeirra og evr­ópsku lungna­lækna­sam­tök­in hafa sagt að ekki sé hægt að mæla með rafsíga­rett­um sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en það voru, eins og marg­ir muna, ein af meg­in­rök­un­um sem notuð voru í um­sögn­um og umræðum um málið á sín­um tíma,“ sagði Ólaf­ur Þór.
14.10.2019
Ótækt að læknar geti ekki samið um laun

Ótækt að læknar geti ekki samið um laun

Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það.
08.10.2019
Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum

Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum

Alma Möller land­læknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heil­brigð­is­stéttum í kjöl­far nið­ur­staðna könn­unar um líðan og starfs­að­stæður lækna. Nið­ur­stöð­urnar sýna að um helm­ingur kven­kyns lækna hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreitni. Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöð­unum að meiri­hluti kven­lækna telja sig undir miklu á álagi en Alma bendir jafn­framt á að rann­sóknir hafi sýnt að konur skili enn inn fleiri vinnu­stundum heima. Þetta kemur fram í við­tali við Ölmu í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.
08.10.2019
Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Um 7% kven­kyns lækna höfðu upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði árið 2018 og 47% kven­kyns lækna ein­hvern tíma á starfsæv­inni. Þetta kem­ur fram í könn­un á líðan og starfs­hátt­um lækna sem Lækna­fé­lag Íslands lét gera í októ­ber árið 2018. Ólöf Sara Árna­dótt­ir, handa­skurðlækn­ir á Land­spít­al­an­um og formaður sam­skipta- og jafn­rétt­is­nefnd­ar Lækna­fé­lags Íslands, greindi frá niður­stöðunni í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um #met­oo-hreyf­ing­una sem hald­in er í Hörpu. Um 1% karl­kyns lækna hafði upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 13% á starfsæv­inni. Könn­un­in nær til allra lækna sem eru skráðir í Lækna­fé­lagið. Ung­ir lækna­nem­ar einkum kon­ur eru í mestri hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni. Þess má geta að könn­un­in var gerð tæpu ári eft­ir að #met­oo-bylt­ing­in náði hæstu hæðum hér á landi.
19.09.2019
Getur ekki ráðlagt veip til að hætta að reykja

Getur ekki ráðlagt veip til að hætta að reykja

Fjölmargar tilkynningar um öndunarfærasjúkdóma af óljósum ástæðum, tóku að berast heilbrigðisyfirvöldum í Illinois og Wisconsin í Bandaríkjunum í júlí. Sjúkdómarnir voru þó hugsanlega tengdir veipi. Margir sjúklinganna eru ungir að árum. Fleiri dæmi komu upp víðar um Bandaríkin og nú hafa um 450 manns veikst og 5 látist. Farið var í að rannsaka orsök veikindanna í Illinois og Wisconsin og niðurstöðurnar birtar í The New England Journal of Medicine í liðinni viku. Þar voru rannsakaðir 53 sjúklingar sem leitað höfðu á sjúkrahús vegna öndunarfærasjúkdóms og höfðu veipað. Í framhaldinu birti Embætti Landlæknis tilkynningu um veikindin. Veikindin lýsa sér þannig að flestir sjúklinganna hafa verið með öndunarfæraeinkenni, hósta, mæði og jafnframt hafa þau verið með einkenni frá meltingarvegi, ógleði, uppköst og jafnvel niðurgang. Allir lýstu slappleika og almennum lasleika.
12.09.2019
Ekki sýnt fram á rétt vinnulag

Ekki sýnt fram á rétt vinnulag

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að rétt hafi verið staðið að staðfestingu ráðherra á breyttu skipuriti Landspítalans sem tók gildi í ársbyrjun 2017. Sjö yfirlæknar á rannsóknasviði voru ósáttir við breytingarnar og leituðu til umboðsmanns með umkvartanir sínar. Yfirstjórn Landspítala ákvað á haustdögum 2016 að breyta uppbyggingu rannsóknasviðs, bæði með sameiningu deilda og breyttum hlutverkum yfirmanna. Þannig heyrðu deildarstjórar ekki lengur undir yfirlækna heldur beint undir forstjóra. Stór hluti starfsfólks á nokkrum deildum heyrði svo undir deildarstjóra en aðrir undir yfirlækna. Þeir sjö yfirlæknar sem kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis töldu að með þessu væri skorið milli faglegrar ábyrgðar þeirra á starfseminni og stjórnunar. Þessu andmæltu yfirmenn spítalans og sögðu að fyrirkomulagið á rannsóknasviði yrði eftir breytingar það sama og á öðrum sviðum sjúkrahússins. Yfirmenn sögðu breytinguna ekki ganga gegn ákvæðum laga um faglega ábyrgð lækna á þeirri læknisþjónustu sem heyrir undir þá.
12.09.2019
Allar breytingar valda óróa

Allar breytingar valda óróa

Hvorki Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga né Lækna­fé­lag Íslands hef­ur fengið form­lega kynn­ingu á fyr­ir­huguðum skipu­rits­breyt­ing­um á Land­spít­al­an­um. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, kynnti breyt­ing­arn­ar, sem gerðar eru í skugga rekstr­ar­halla spít­al­ans, fyr­ir full­trú­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins á fundi í gær. Í breyt­ing­un­um felst meðal ann­ars að fram­kvæmda­stjór­um á Land­spít­al­an­um verður fækkað um nær helm­ing og sviðsskrifs­stof­um úr níu í tvær til þrjár til þess að ná sam­legð.
19.08.2019