Úr fjölmiðlum

Ríkisvæðingarsstefna dauðans

Ríkisvæðingarsstefna dauðans

Heil­brigðisráðherra virðist ekki skilja að reynsla sér­fræðilækna er ómet­an­leg, hún verður ekki met­in til fjár. Hún get­ur ekki skipu­lagt eða búið eitt­hvað kerfi í staðinn fyr­ir það. Ut­an­spít­ala­kerfi sem er rekið beint af sér­fræðing­um er af­leiðing af því að spít­ala­kerfið hef­ur ekki getað sinnt öll­um,“ seg­ir Ágúst Kára­son, bæklun­ar­lækn­ir og full­trúi Íslands í Fé­lagi evr­ópskra axla- og oln­boga­sk­urðlækna.
18.06.2019
Bíðum eftir símtali úr ráðuneytinu

Bíðum eftir símtali úr ráðuneytinu

Reynir Arngrímsson læknir og formaður Læknafélags Íslands segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisstefnu stjórnvalda þegar hún var í smíðum. „Því miður virðist fátt eða ekkert af þeim hafa ratað inn í þingsályktunartillöguna sem var samþykkt á Alþingi á dögunum. Í fyrsta lagi gerðum við athugasemd við hvernig staðið var að gerð áætlunarinnar.
18.06.2019
Ný hjúkrunarrými leysi fráflæðisvanda

Ný hjúkrunarrými leysi fráflæðisvanda

Nauðsyn­legt er að leysa þann frá­flæðis­vanda sem rík­ir á Land­spít­ala, sem lýs­ir sér í því að rými, sem eiga að heita bráðadeild, eru að miklu leyti full af sjúk­ling­um sem ættu að liggja á legu­deild. Þetta seg­ir Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, formaður lækn­aráðs Land­spít­ala. Lækn­aráð sendi í morg­un frá sér álykt­un til stjórn­valda þar sem lýst er áhyggj­um af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga sem mögu­lega bera fjölónæm­ar bakt­erí­ur á bráðamót­töku.
14.06.2019
Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku

Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku

Stjórn lækn­aráðs Land­spít­al­ans hef­ur áhyggj­ur af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga á bráðamót­töku sem mögu­lega bera alónæm­ar bakt­erí­ur. „Bráðamót­taka Land­spít­al­ans er fyrsti viðkomu­staður um 200 sjúk­linga sem leita þangað dag­lega. Þar fá sjúk­ling­ar fyrstu grein­ingu og hluti þeirra þarfn­ast inn­lagn­ar á legu­deild­ir spít­al­ans. Oft reyn­ist mjög örðugt að finna pláss á legu­deild­um og því hafa sjúk­ling­ar þurft að liggja dög­um sam­an á bráðamót­tök­unni, sem ekki er hönnuð sem legu­deild. Vegna eðli[s] bráðadeild­ar er þjón­usta við sjúk­linga ekki sú sama og býðst á legu­deild­um. Sjúk­ling­ar þurfa einnig oft að dvelja í glugga­laus­um her­bergj­um, í fjöl­býli eða á göng­um og þurfa í flest­um til­vik­um að deila sal­ern­um.
14.06.2019
Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Ábyrgð á öllum verkþáttum sem varða uppbyggingu nýs Landspítala verður á einni hendi samkvæmt drögum að nýju skipulagi sem heilbrigðisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa þróað. Markmiðið er að ná betri heildaryfirsýn yfir alla þætti verkefnisins þar sem í senn er horft til heildarskipulags, nýbygginga, nýtingar og aðlögunar eldri bygginga og rekstrar sjúkrahúss. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag. Uppbygging húsnæðis Landspítalans við Hringbraut er stærsta beina fjárfestingarverkefni ríkisins frá upphafi. Lykilforsenda uppbyggingarinnar er sú að flutningur allrar meginstarfsemi Landspítala í nútímalega innviði á einn stað, feli í sér mikil tækifæri til að auka gæði, hagkvæmni og árangur þjónustunnar, ásamt því að bæta aðstæður starfsfólks. Mikilvægt er að stjórnun þessa umbreytingaverkefnis sé bæði heildstæð og markviss.
04.06.2019
Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Markvisst hefur verið dregið úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í því skyni að koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Íslendingar nota áttfalt meira af tilteknu breiðvirku sýklalyfi en Svíar. Stjórnvöld lýstu því yfir í vikunnni að Ísland hygðist vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ráðast á í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi í matvælum. Þótt umtalsvert minni notkun sýklalyfja hafi verið í dýrum hér á landi en víða annars staðar nota Íslendingar sjálfir býsna mikið
03.06.2019
Samstillts átaks er þörf

Samstillts átaks er þörf

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu. „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“ Þetta var þrátt fyr­ir að aðgerðatíðni hefði auk­ist á þessu tíma­bili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu til­tekna tíma­bili, fram­kvæmd­ar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyr­ir­hugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.
24.05.2019
Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Stjórn Læknafélags Íslands segir mikilvægt að afnám á innfluttu, ófrystu kjöti taki ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkingar af völdum fjöl-eða alónæmra baktería, hefur verið tekin notkun. Læknafélagið vill ekki að afnámið verði víðtækara en þörf krefur.
23.05.2019
Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Þótt ókostir ávanabindandi lyfja séu miklir og andlát tíð fá þau að vera óáreitt á markaði. Skortur á reglum um lyfin er helsta ástæðan. Fram kom í máli Andrésar að hátt í 40 manns hafi fengið 10 eða fleiri ráðlagða dagsskammta ávísaða á dag af ávanabindandi lyfjum í fyrra. 1730 einstaklingar hafi fengið meira en þrjá dagsskammta. Hann sagði að hægt væri að áætla að þeir sem tækju reglulega þrjá eða fleiri ráðlagða dagsskammta af ávanabindandi lyfjum væru háðir þeim. Mikið álag væri á heilbrigðiskerfið vegna notkunar þessara lyfja.
14.05.2019
Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð Landspítala segir að starfsmatskerfi sem Landspítalinn notar til að flokka störf vegna jafnlaunavottunar endurspegli ekki eðli og inntak læknisstarfsins. Kerfið sem spítalinn notast við er frá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS og hefur verið breytt nokkuð til notkunar hérlendis. Læknaráð segir að breska kerfið taki ekki til lækna. Því sé mikilvægt að meta að verðleikum bæði lengd læknanáms og endanlega ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga.
04.04.2019