Úr fjölmiðlum

Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum.
12.08.2019
Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu

Hugleiðingar um heilbrigðisstefnu

Hinn 16. júní sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við tvo bæklunarlækna, þá Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson. Ráða má að tilefni viðtalsins hafi verið að heyra viðhorf þeirra félaga til nýsamþykktrar stefnu heilbrigðisráðherra fyrir heilbrigðiskerfið fram til ársins 2030. brigðiskerfið fram til ársins 2030. Viðtalið tók reyndur blaðamaður við Morgunblaðið og virðist hún hafa gert sér far um að gefa læknunum kost á að lýsa skoðunum sínum á stefnunni, stöðunni almennt og aðgerðum stjórnvalda en ekki sínum eigin skoðunum eins og fréttamenn freistast stundum til.
03.07.2019
Við vitum hver vandinn er

Við vitum hver vandinn er

Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum.
02.07.2019
Þungar ávirðingar

Þungar ávirðingar

Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, Birgir Jakobsson, ber íslenska sérfræðilækna þungum sökum í grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. föstudag. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem greinarhöfundur setur fram rangfærslur í svipuðum dúr en vonandi er að margendurteknar skýringar og leiðréttingar frá læknum nái að lokum augum og eyrum ráðamanna. Atvinnurógur getur haft alvarlegar afleiðingar. Í þessu tilfelli kemur hann beint úr æðstu valdastöðum heilbrigðiskerfisins. Það eykur enn frekar á alvöru málsins. Ígrein aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra falla enn á ný órökstuddir sleggjudómar um sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og hér er þeim helstu svarað í örstuttu máli:
26.06.2019
Lengri bið eftir tíma hjá sérfræðilækni

Lengri bið eftir tíma hjá sérfræðilækni

Bið eftir tíma hjá læknum í sumum sérgreinum hefur lengst. Töluverð fækkun blasir við í stétt hjartalækna. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir algjört óöryggi ríkja meðal sérfræðilækna og nýliðun vanti í stéttina. „Nú er bara þannig komið að þetta óöryggi og nýliðunarleysi er orðið þannig að menn eru farnir að hugsa sinn gang,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
19.06.2019
Ríkisvæðingarsstefna dauðans

Ríkisvæðingarsstefna dauðans

Heil­brigðisráðherra virðist ekki skilja að reynsla sér­fræðilækna er ómet­an­leg, hún verður ekki met­in til fjár. Hún get­ur ekki skipu­lagt eða búið eitt­hvað kerfi í staðinn fyr­ir það. Ut­an­spít­ala­kerfi sem er rekið beint af sér­fræðing­um er af­leiðing af því að spít­ala­kerfið hef­ur ekki getað sinnt öll­um,“ seg­ir Ágúst Kára­son, bæklun­ar­lækn­ir og full­trúi Íslands í Fé­lagi evr­ópskra axla- og oln­boga­sk­urðlækna.
18.06.2019
Bíðum eftir símtali úr ráðuneytinu

Bíðum eftir símtali úr ráðuneytinu

Reynir Arngrímsson læknir og formaður Læknafélags Íslands segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisstefnu stjórnvalda þegar hún var í smíðum. „Því miður virðist fátt eða ekkert af þeim hafa ratað inn í þingsályktunartillöguna sem var samþykkt á Alþingi á dögunum. Í fyrsta lagi gerðum við athugasemd við hvernig staðið var að gerð áætlunarinnar.
18.06.2019
Ný hjúkrunarrými leysi fráflæðisvanda

Ný hjúkrunarrými leysi fráflæðisvanda

Nauðsyn­legt er að leysa þann frá­flæðis­vanda sem rík­ir á Land­spít­ala, sem lýs­ir sér í því að rými, sem eiga að heita bráðadeild, eru að miklu leyti full af sjúk­ling­um sem ættu að liggja á legu­deild. Þetta seg­ir Ebba Mar­grét Magnús­dótt­ir, formaður lækn­aráðs Land­spít­ala. Lækn­aráð sendi í morg­un frá sér álykt­un til stjórn­valda þar sem lýst er áhyggj­um af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga sem mögu­lega bera fjölónæm­ar bakt­erí­ur á bráðamót­töku.
14.06.2019
Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku

Sýklavarnir í ólagi á bráðamóttöku

Stjórn lækn­aráðs Land­spít­al­ans hef­ur áhyggj­ur af ófull­kom­inni ein­angr­un sjúk­linga á bráðamót­töku sem mögu­lega bera alónæm­ar bakt­erí­ur. „Bráðamót­taka Land­spít­al­ans er fyrsti viðkomu­staður um 200 sjúk­linga sem leita þangað dag­lega. Þar fá sjúk­ling­ar fyrstu grein­ingu og hluti þeirra þarfn­ast inn­lagn­ar á legu­deild­ir spít­al­ans. Oft reyn­ist mjög örðugt að finna pláss á legu­deild­um og því hafa sjúk­ling­ar þurft að liggja dög­um sam­an á bráðamót­tök­unni, sem ekki er hönnuð sem legu­deild. Vegna eðli[s] bráðadeild­ar er þjón­usta við sjúk­linga ekki sú sama og býðst á legu­deild­um. Sjúk­ling­ar þurfa einnig oft að dvelja í glugga­laus­um her­bergj­um, í fjöl­býli eða á göng­um og þurfa í flest­um til­vik­um að deila sal­ern­um.
14.06.2019
Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Ábyrgð á öllum verkþáttum sem varða uppbyggingu nýs Landspítala verður á einni hendi samkvæmt drögum að nýju skipulagi sem heilbrigðisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa þróað. Markmiðið er að ná betri heildaryfirsýn yfir alla þætti verkefnisins þar sem í senn er horft til heildarskipulags, nýbygginga, nýtingar og aðlögunar eldri bygginga og rekstrar sjúkrahúss. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag. Uppbygging húsnæðis Landspítalans við Hringbraut er stærsta beina fjárfestingarverkefni ríkisins frá upphafi. Lykilforsenda uppbyggingarinnar er sú að flutningur allrar meginstarfsemi Landspítala í nútímalega innviði á einn stað, feli í sér mikil tækifæri til að auka gæði, hagkvæmni og árangur þjónustunnar, ásamt því að bæta aðstæður starfsfólks. Mikilvægt er að stjórnun þessa umbreytingaverkefnis sé bæði heildstæð og markviss.
04.06.2019