Segir hagsmuni sjúklinga borna fyrir borð
Stjórn Læknafélags Íslands lýsir í ályktun þungum áhyggjum af stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Stjórnin segir að ákvörðun velferðarráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsóknum sérfræðilækna að rammasamningi sérfræðilækna megi að öllum líkindum jafna við brot á grundvallarmannréttindum landsmanna um aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
07.06.2018