Á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í gær, 31. mars biðluðu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Páll Matthíasson, forstjóri Lsp til almennings að ferðast ekki um páskana. Orlofssjóður lækna vill ganga á undan með góðu fordæmi og því hefur verið tekin sú ákvörðun að loka sumarhúsum sjóðsins út apríl.
Í lok apríl verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa, ásamt upplýsingum um skilyrði sem slík þjónusta þarf að uppfylla. Þetta er liður í því að bæta aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja vegna COVID-19. Sjúkratryggingar munu endurgreiða sjúklingum fyrir
Læknafélagðið leitast nú við að fylgjast með læknum sem hafa farið í sóttkví eða smitast af völdum SARS-CoV-2 veirunnar sem leiðir til COVID-19 sýkingar. Þetta er gert til þess að Læknafélagið geti haft yfirlit yfir afdrif lækna í þessum faraldri og nýtt þá þekkingu til vinnuverndar og bæta starfsskilyrði og réttindi lækna. Kristinn Tómasson geð - og embættislæknir og Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir hafa umsjón með þessu verkefni sem er að frumkvæði formanns læknafélagsins Reynis Arngrímssonar.
Fyrsti sjúklingurinn með Covid-19 greindist hér á landi 28. febrúar sl. Þegar þetta er ritað eru smitin orðin 802. Smituðum fjölgar hratt. Það er fordæmalaust ástand í heiminum. Lönd hafa lokað landamærum sínum. Samgöngubann og jafnvel útgöngubann eru víða í gildi. Við veirunni er engin þekkt meðferð og engin forvörn önnur en sú að gæta fyllsta hreinlætis, þvo og spritta hendur og allt umhverfi og halda sig sem mest frá öðru fólki.
Læknar[ii] eiga almennt ekki það val að draga sig til hlés í þessu
Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) sendi erindi til Tryggingastofnunar og Greiðslustofu lífeyrissjóða þann 18. mars 2020 þar sem óskað er eftir því að gefinn verði þriggja mánaða frestur vegna endurmats á örorku og endurhæfingarlífeyri í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 faraldursins. FÍH bendir á að þessi skjólstæðingahópur h
Á Íslandi eru árlega notaðar um 10.000 rauðkornaeiningar, 2.000 blóðflögueiningar og 2.000 blóðvökvaeiningar(plasma). Í COVID-19 faraldri sem nú geisar um alla heimsbyggðina er mikilvægt að halda blóðbankaþjónustu starfhæfri til að tryggja öryggi sjúklinga sem þurfa á blóðinngjöf að halda.
Gera má ráð fyrir minni blóðsöfnun vegna veikinda og annarra forfalla blóðgjafa, álags á vinnumarkaði, aukinnar vinnu frá heimili, breytinga á flæði í þjóðfélaginu o.s.frv. Það er reynsla nágrannalanda okkar að söfnun blóðhluta geti minnkað
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á erindi landlæknis og staðfest fyrirmæli embættisins um að öllum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum, t.d. greiningarrannsóknum verði hætt frá 23. mars til 31. maí næstkomandi. Á þetta við hvort sem um ræðir aðgerðir framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Fyrirmælin verða birt í Stjórnartíðindum.
Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna
Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefni. Það reynir á í störfum okkar um þessar mundir, hefur áhrif á samskipti, skipulag og starfsumhverfi. Við þurfum öll að breyta okkar daglegu rútínum. Tilvera okkar hefur tekið á sig breytta mynd í sviphendingu. Fréttir berast erlendis frá af miklu álagi á lækna. Á slíkum tímum er samstaða og umhyggja hvert fyrir öðru mikilvæg.
„Framlag vísindamanna við HÍ sem unnið hafa spálíkan um þróun COVID-19 faraldurinn er afar mikilvægt innlegg til þess að skýra hvernig sjúkdómurinn gæti komið til með að hegða sér“ segir Reynir Arngrímsson formaður LÍ . Spálíkanið er enn eitt lóð á vogarskálarnar í baráttu sem við verðum öll sem þjóð að standa saman um“. Spálíkan