Fréttakerfi

Frestun valkvæðra skurðaðgerða vegna Covid-19

Frestun valkvæðra skurðaðgerða vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á erindi landlæknis og staðfest fyrirmæli embættisins um að öllum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum, t.d. greiningarrannsóknum verði hætt frá 23. mars til 31. maí næstkomandi. Á þetta við hvort sem um ræðir aðgerðir framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Fyrirmælin verða birt í Stjórnartíðindum. Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna
23.03.2020
Jafningjastuðningur lækna

Jafningjastuðningur lækna

Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefni. Það reynir á í störfum okkar um þessar mundir, hefur áhrif á samskipti, skipulag og starfsumhverfi. Við þurfum öll að breyta okkar daglegu rútínum. Tilvera okkar hefur tekið á sig breytta mynd í sviphendingu. Fréttir berast erlendis frá af miklu álagi á lækna. Á slíkum tímum er samstaða og umhyggja hvert fyrir öðru mikilvæg.
23.03.2020
Mikilvægt spálíkan um COVID-19 á Íslandi

Mikilvægt spálíkan um COVID-19 á Íslandi

„Framlag vísindamanna við HÍ sem unnið hafa spálíkan um þróun COVID-19 faraldurinn er afar mikilvægt innlegg til þess að skýra hvernig sjúkdómurinn gæti komið til með að hegða sér“ segir Reynir Arngrímsson formaður LÍ . Spálíkanið er enn eitt lóð á vogarskálarnar í baráttu sem við verðum öll sem þjóð að standa saman um“. Spálíkan
20.03.2020
Fjarheilbrigðisþjónusta hjá sjálfstætt starfandi læknum

Fjarheilbrigðisþjónusta hjá sjálfstætt starfandi læknum

Þetta er stórt skref og mikilvægur áfangi í þjónustu við sjúklinga á umrótartímum, segir Reynir Arngrímsson formaður LÍ eftir að samkomulag sem náðst hefur að frumkvæði Læknafélags Reykjavíkur við Sjúkratryggingar Íslands um að gera fjarheilbrigðisþjónustu aðgengilega hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum. Svo leit út fyrir að stór hópur sjúklinga hefði gleymst í aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins. M
20.03.2020
Upplýsingar til sjúklinga

Upplýsingar til sjúklinga

Félag um innkirtlafræði hefur sett inn upplýsingar til sjúklinga. Upplýsingarnar eru annars vegar um Covid-19 og sykursýki fullorðinna og hins vegar ýmsir hlekkir til upplýsinga fyrir sjúklinga en einnig heilbrigðisstarfsfólk
19.03.2020
Orlofshús OSL og Covid-19

Orlofshús OSL og Covid-19

Athygli félagsmanna er vakin á því að það er stranglega bannað að nota orlofshús Orlofssjóðs LÍ (OSL) sem sóttkví. Vegna COVID-19 faraldursins óskar stjórn OSL einnig sérstaklega eftir því að félagsmenn sem nota orlofshúsin til hefðbundinnar orlofsdvalar á næstu vikum, gæti sérstaks hreinlætis meðan á faraldrinum stendur og sótthreinsi (eða þvoi vel með sápu) alla snertifleti í lok dvalar.
18.03.2020
Skrifstofa LÍ í netvandræðum

Skrifstofa LÍ í netvandræðum

Í ljós hefur komið að í rafmagnsleysinu í gærkvöldi hrundi netþjónn Læknafélags Íslands (LÍ).Meðan viðgerð stendur yfir, sem óvíst er hvað tekur langan tíma, berast LÍ og starfsmönnum þess engir tölvupóstar. Ef félagsmenn eða aðrir eiga brýn erindi við LÍ er þess óskað að þeir hafi samband við félagið símleiðis.
17.03.2020
98% ánægð með þjónustu læknastofa

98% ánægð með þjónustu læknastofa

Mikil og nær einróma ánægja er meðal sjúklinga með þá þjónustu sem þeir fengu á læknastofum sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri þjónustukönnun sem gerð var fyrir Læknafélag Reykjavíkur. Raunar eru niðurstöðurnar svo afgerandi að 98% svarenda sögðust vera mjög eða frekar ánægð með þá þjónustu sem þeim var veitt í heimsókninni, þar af sögðust 83,7% vera mjög ánægð. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti Læknablaðsins. Sex sérfræðilæknar og einn lífverkfræðingur og tölvunarfræðingur unnu að gerð könnunarinnar sem gerð var 2. desember til 9. janúar sl. meðal 1.595 sjúklinga sem komu á fjórar stórar starfsstöðvar sérgreinalækna; Röntgen Domus, Orkuhúsið, Læknastöðina í Glæsibæ og Læknasetrið í Mjódd.
16.03.2020
Læknar sem hætta við vetrarfrí vegna COVID-19

Læknar sem hætta við vetrarfrí vegna COVID-19

Allnokkur fjöldi lækna hefur hætt við að fara erlendis í vetrarfrí með fjölskyldu sinni vegna COVID-19 faraldursins eftir að biðlað var til heilbrigðisstarfsmanna um að fresta öllum utanlandsferðum eftir því sem kostur væri. Nú hafa Læknafélagi Íslands (LÍ) borist fyrirspurnir frá nokkrum læknum vegna þess kostnaðar sem þeir hafa þegar lagt út fyrir vegna fyrirhugaðs vetrarfrís, þ.e. þess kostnaðar, sem þeir fá ekki endurgreiddan við afpöntun. Mismunandi er hvaða reglur gilda um afpöntun.
12.03.2020
Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu  nýrrar kórónaveiru (COVID…

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19)

Líkur á alvarlegum sjúkdómi hækka með hækkandi aldri, sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með ákveðin undirliggjandi vandamál eru einnig í aukinni hættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af COVID-19 sjúkdómi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vandamál eru til staðar, en þegar borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru til staðar hjá mun fleirum með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm.
12.03.2020