Læknar sem hætta við námsferðir vegna COVID-19
Í fréttatilkynningu embættis landlæknis hinn 2. mars sl. var biðlað til heilbrigðisstarfsmanna um að fresta öllum utanlandsferðum eftir því sem kostur væri meðan mál væru að skýrast vegna COVID-19. Fjöldi lækna hefur orðið við þessu og frestað samningsbundnum námsleyfum sem þeir voru búnir að fá samþykki fyrir, skrá sig á og greiða þátttökugjöld, fargjöld og mögulega í einhverjum tilvikum hótelkostnað.
09.03.2020