Ályktun frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna
Félag íslenskra endurhæfingarlækna samþykkti eftirfarandi ályktun á félagsfundi 16. október 2019:
Félagið fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga Reykjalundar, með fyrirvaralausum uppsögnum án skýringa. Háttsemin hefur markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða.
16.10.2019