Evrópskir læknar vilja betri merkingar á áfenga drykki
Í fréttatilkynningu CPME (Evrópusamtök lækna) sem birtist fimmtudaginn 21. mars sl. skora samtökin á Evrópusambandið að afnema undanþágur sem áfengir drykkir njóta varðandi merkingar þannig að framvegis gildi sömu merkingarreglur um áfengi og nú gilda um matvæli og óáfenga drykki. CPME leggur til að ekki verði samþykktar tillögur áfengisframleiðenda um það að upplýsingar um áfenga drykki verði á heimasíðum þeirra í stað þess að vera á vörunni sjálfri.
26.03.2019