Fréttakerfi

Í tilefni fréttaflutnings af lyfjaávísunum lækna

Í tilefni fréttaflutnings af lyfjaávísunum lækna

Í tilefni kvöldfrétta Stöðvar 2 í gær, 6. febrúar, um lyfjaávísanir lækna árið 2018 vill Læknafélag Íslands taka fram að það styður reglubundið eftirlit Embættis landslæknis með sjálfsávísunum lækna sem og lyfjaávísunum þeirra til sjúklinga. Fram kom í fréttinni og hefur verið tekið upp af öðrum fréttamiðlum að þriðjungur íslenskra lækna eða um 500 af 1500 læknum hafði á árinu 2018 ávísað lyfjum á eigin kennitölu, í flestum tilfellum í litlu magni. LÍ telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar s.s. starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum.
07.02.2019
2 tbl. Læknablaðsins 2019 er komið út

2 tbl. Læknablaðsins 2019 er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru fræðigreinar um Lyme sjúkdóm á Íslandi, tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla og bráð kransæðaheilkenni á Landspítala, og ritstjórnargreinar eftir þau Sigurð Guðmundsson og Huldu Hjartardóttur. Þá er umfjöllun um Læknadaga sem haldnir voru 21.-25. janúar og heilbrigðisvísindaráðstefnu HÍ sem einnig var haldin í janúar og fleira athyglsivert er að finna í blaðinu.
06.02.2019
Aðgerðir til að styrkja mönnun á sviði hjúkrunar

Aðgerðir til að styrkja mönnun á sviði hjúkrunar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent bréf til opinberra heilbrigðisstofnana þar sem þeim er falið að fjalla um og útfæra tilteknar aðgerðir sem hafa það markmið að laða fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa og styrkja mönnun á sviði hjúkrunar. Eins og rakið er í bréfinu er skortur á hjúkrunarfræðingum innan heilbrigðisþjónustunnar alvarlegt vandamál sem vegur að öryggi hennar, stendur í vegi fyrir því að unnt sé að veita nauðsynlega þjónustu og nýta innviði heilbrigðiskerfisins að fullu. Ríkisendurskoðun og Embætti landlæknis hafa ítrekað bent á þessa alvarlegu stöðu og vandanum hefur einnig verið lýst af hálfu heilbrigðisstofnana. Nauðsyn þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustunni er skýr. Til þess er meðal annars brýnt að laða til starfa hjúkrunarfræðinga sem leitað hafa í önnur störf og einnig að finna leiðir sem stuðla að því að hjúkrunarfræðingar í hlutastörfum sækist eftir hærra starfshlutfalli.
31.01.2019
Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar

Yfirlæknir geðdeildar leiðréttir misskilning þingmanns um sjálfræðissviptingar

„Það er alls ekki þannig að einn lækn­ir geti staðið að nauðung­ar­vist­un ein­stak­lings í 21 dag án aðkomu annarra fagaðila, þó að sum­ir gætu talið að svo sé út frá þröngri túlk­un á laga­text­an­um,“ seg­ir Engil­bert Sig­urðsson, pró­fess­or í geðlækn­ing­um og yf­ir­lækn­ir geðsviðs Land­spít­al­ans. Hann seg­ir fjölda fagaðila koma að hverri og einni nauðung­ar­vist­un, nauðsyn vist­un­ar sé reglu­lega end­ur­met­in og að sér­fræði- og yf­ir­lækn­ar á þeim deild­um þar sem hún fer fram hafi ávallt vald til þess að stöðva nauðung­ar­vist­un um leið og hún telst ekki leng­ur óhjá­kvæmi­leg. Nú­gild­andi lögræðis­lög hafa reglu­lega verið gagn­rýnd síðan þau tóku gildi 1997, meðal ann­ars af sér­fræðinefnd Evr­ópuráðsins um varn­ir gegn pynt­ing­um og ann­arri van­v­irðandi eða ómannúðlegri meðferð eða refs­ingu (CPT-nefnd­in), Geðhjálp og þing­manni Pírata, Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur.
31.01.2019
Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi

Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi

Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.
23.01.2019
Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þegar læknar eru spurðir um hvort rekstur sjúkrahúsa eigi eingöngu að vera í höndum hins opinbera segja fleiri að svo eigi ekki að vera. Fleiri læknar eru sem sagt opnir fyrir blandaðri heilbrigðisþjónustu. Þegar spurt er um heilsugæslustöðvar kemur í ljós að mun hærra hlutfall lækna, eða 76%, vill að fleiri en ríkið reki þær.
23.01.2019
Merkilegt að læknar séu ánægðir í starfi

Merkilegt að læknar séu ánægðir í starfi

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem vann könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna, segir að það verði að vinna að úrbótum á starfsumhverfi lækna hér á landi. Í könnuninni kemur fram að læknar vinni jafnvel meira en 80 klukkustundir á viku, telji starfsstöðvar heilbrigðiskerfisins vera undirmannaðar og að meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi.
23.01.2019
Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Á árlegum Læknadögum sem haldnir eru í Hörpu dagana 21.-25. janúar, verða niðurstöður viðamikillar könnunar á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna kynntar og ræddar. Í henni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni.
21.01.2019
Þjónustan færð nær fólkinu

Þjónustan færð nær fólkinu

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur ráðið til sín Sig­urð Böðvars­son krabba­meins­lækni og geta krabba­meins­sjúk­ling­ar á Suður­landi nú sótt lyfjameðferðir með aðstoð krabba­meins­lækn­is. Marg­ir krabba­meins­sjúk­ling­ar þurfa að sækja lyfjameðferðir viku­lega. Það er því mik­il bú­bót fyr­ir heima­menn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heil­brigðisþjón­ustu. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður þörf­ina á þjón­ustu fyr­ir krabba­meins­sjúk­linga á Suður­landi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverj­um þrem­ur ein­stak­ling­um fær krabba­mein á lífs­leiðinni.
10.01.2019
Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu.
02.01.2019