Fréttakerfi

Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Í dag 16. nóv. birtist grein á visir.is eftir öldrunarlæknana Þórhildi Kristinsdóttur, Baldur Helga Ingvarsson og Guðlaugu Þórsdóttur en þau eru starfandi sérfræðingar á Landspítala og skipa auk þess stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna. Í greininni lýsa þau ástandi öldrunarmála á Íslandi og hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða og byggja upp framúrskarandi heilbrigðiskerfi fyrir landsmenn:
16.11.2018
Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar

Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.
12.11.2018
Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Starfa ekki á rammasamningi eftir áramót

Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að nánast allir sérgreinalæknar sem hafi verið á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hafi tilkynnt að þeir ætli ekki að starfa samkvæmt samningnum frá og með áramótum. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga telur ekki líklegt að búið verði að semja um áramótin.
12.11.2018
Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Aðalfundur LÍ haldinn 8. og 9. nóvember 2018 samþykkti sjö ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál.
12.11.2018
Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ 2018 hélt áfram í morgun með málþingi um stefnumótun LÍ í heilbrigðismálum. Eins og fram kom í ávarpi heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur við setningu aðalfundar LÍ í gær, 8. nóvember, stendur nú yfir í heilbrigðisráðuneytinu vinna að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stjórn LÍ ákvað að helga málþing aðalfundarins að þessu sinni stefnumótun LÍ á þessu sviði og fékk Kristján Vigfússon ráðgjafa til liðs við sig við þá vinnu.
09.11.2018
Heilbrigðisráðherra með þremur þeirra kvenlækna sem heiðraðar voru á aðalfundi LÍ 2018, f.v. Bergþór…

Aðalfundur Læknafélags Íslands

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) á aldarafmælisári félagsins 2018 hófst í gær, 8. nóvember í húsnæði læknafélaganna í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir var viðstödd setningu fundarins og ávarpaði aðalfundargesti. Kjörnir aðalfundarfulltrúar eru 65 en aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum sem eru kringum 1400.
09.11.2018
Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Hinn 19. september sl. féll úrskurður hjá kærunefnd jafnréttismála í máli þar sem Landspítalinn (kærði) hafði auglýst lausa stöðu sérfræðings í tilgreindri sérgrein. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærði rökstuddi ráðningu karlsins með því að karlinn hefði verið hæfari en kærandi og vísaði þar einkum til frammistöðu í starfsviðtali. Kærunefnd taldi að stöðunefnd kærða er veitti álit
05.11.2018
Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Frá árinu 2010 hafa 149 Íslendingar lokið læknanámi erlendis. Þar af hafa 136 lokið náminu í Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari Landlæknis við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er metfjöldi íslenskra námsmanna sem leggja stund á læknisfræði við Comenius-háskóla í bænum Marin í Slóvakíu. Fram kom í Morgunblaðinu nýverið að um 160 Íslendingar verða þar í námi í haust. Vegna fjöldans er rætt um "litla -Ísland" í háskólaþorpinu.
31.10.2018
Af heilsu karla og kvenna

Af heilsu karla og kvenna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.
24.10.2018