Fréttakerfi

Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Hinn 19. september sl. féll úrskurður hjá kærunefnd jafnréttismála í máli þar sem Landspítalinn (kærði) hafði auglýst lausa stöðu sérfræðings í tilgreindri sérgrein. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærði rökstuddi ráðningu karlsins með því að karlinn hefði verið hæfari en kærandi og vísaði þar einkum til frammistöðu í starfsviðtali. Kærunefnd taldi að stöðunefnd kærða er veitti álit
05.11.2018
Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010

Frá árinu 2010 hafa 149 Íslendingar lokið læknanámi erlendis. Þar af hafa 136 lokið náminu í Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari Landlæknis við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er metfjöldi íslenskra námsmanna sem leggja stund á læknisfræði við Comenius-háskóla í bænum Marin í Slóvakíu. Fram kom í Morgunblaðinu nýverið að um 160 Íslendingar verða þar í námi í haust. Vegna fjöldans er rætt um "litla -Ísland" í háskólaþorpinu.
31.10.2018
Af heilsu karla og kvenna

Af heilsu karla og kvenna

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.
24.10.2018
Miklar framfarir í meðferð Parkinson-sjúkdómsins

Miklar framfarir í meðferð Parkinson-sjúkdómsins

"Fyrr á árinu fylgdumst við með árangurslausri tilraun Önnu Björnsdóttur, taugalæknis, til að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands en slíkur samningur er forsenda þess að sjúklingar fái þjónustu sérgreinalækna niðurgreidda. Anna flutti til Íslands eftir nám í Bandaríkjunum og opnaði stofu í haust. Mál hennar vakti sérstaka athygli fyrir þær sakir að skortur er á taugalæknum í landinu - ekki síst læknum með hennar sérsvið sem er Parkinson-sjúkdómurinn. En þetta breyttist; dómur sem féll í máli annars læknis varð til þess að yfirvöldum var ekki stætt á að neita Önnu um samning. Anna Björnsdóttir var gestur Morgunvaktarinnar. Hún lýsti framförum í meðferð Parkinson-sjúkdómsins og leitinni að lækningu."
24.10.2018
Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Félag íslenskra heimilislækna skorar á ríkisstjórnina, fjármálaráðuneytið og Alþingi að efla heimilislækningar og tryggja öllum landsmönnum sinn heimilislækni. Mikill fjöldi heimililslækna mun hætta störfum vegna aldurs á næstu árum.
22.10.2018
Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2018 verður haldinn 8. og 9. nóvember nk. í Hlíðasmára 8 og hefst kl. 15 þann 8. nóvember. Aðildarfélögin fjögur hafa þegar fengið tilkynningu frá LÍ um fjölda aðalfundarfulltrúa hvers félags á aðalfundinum. Aðalfundargögn skal birta á heimasíðu LÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 25. október nk.
04.10.2018
Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Vegna umfjöllunar um lyfjaskort vill Embætti landlæknis minna lækna á að hægt er að ávísa lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi og lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi en eru ekki markaðssett, með undanþágulyfseðlum. Þau lyf eru oft til á lager á Íslandi og í þeim tilvikum því engin bið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar
28.09.2018
Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Ljóst er að inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins er mik­il upp­söfnuð þörf fyr­ir þjón­ustu lækna og því óskilj­an­legt að án fyr­ir­vara hafi verið tekið fyr­ir nýliðun í hópi sér­fræðilækna sem vilja starfa á Íslandi og veita lækn­isþjón­ustu. Þessu tíma­bili og hrá­skinns­leik stjórn­valda þarf að ljúka. Það er þörf fyr­ir fleiri sér­fræðilækna.
25.09.2018
það sem ekki er sagt

það sem ekki er sagt

"Fram­legð heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er mik­il­væg fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lagið. Ráðherra stefn­ir nú í að hleypa heil­brigðis­kerf­inu í upp­nám" segja þeir Högni Óskarsson, Sigurður Árnason og Sigurður Guðmundsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2018.
24.09.2018
Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt.
20.09.2018