Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar - læknar vilja stöðva sölu án tafar
Læknafélag Íslands vill að sala á rafrettum, eins og hún er í dag, verði stöðvuð án tafar, ef ekki þá verði árangurinn sem Íslendingar hafa náð í að minnka reykingar barna að engu. Fram kemur í ályktun LÍ af nýafstöðnum aðalfundi félagsins að það þurfi að bregðast við í ljósi nýbirtra lýðheilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega einn af hverjum fimm tíundubekkingum reyktu rafrettur einu sinni eða oftar í mánuði.
12.11.2018