Fréttakerfi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fjallar Svanur Sveinbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ um lífsiðfræði í leiðara. Þar segir m.a.: “Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis. Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra, fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameðferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar mannkostamenntunar í læknanámi.”
12.09.2018
Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Forstjórapistill Páls Matthíassonar. "Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga."
10.09.2018
Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir það rangt að samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við sér­fræðilækna sé eins og „op­inn krani“ fjár­veit­inga, líkt og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu mikl­ar tak­mark­an­ir á samn­ingn­um sem hafi hafi verið niður­negld­ur til fimm ára, en hann renn­ur út núna um ára­mót­in. Þór­ar­inn seg­ir það ekki stór­mann­legt af ráðherra að skamma sér­fræðilækna sem hafi komið ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu til bjarg­ar eft­ir hrun.
07.09.2018
Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.
06.09.2018
Nýliðun lækna

Nýliðun lækna

Í leiðara Læknablaðsins fjallar formaður LÍ um nýliðun lækna: “Eitt af lykilatriðum í jákvæðri framfaraþróun er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekkingar og reynslu. Það er því váleg staða þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma. Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnununum nema einni. Meðal annars hefur stöðugildum sem setin eru af sérfræðingum í heimilislækningum hjá hinu opinbera fækkað um 13%, mest á landsbyggðinni, eða frá 5% til 47%. “
06.09.2018
Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Landspítali veitir fjölbreytta þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir landsmenn alla og eru dag- og göngudeildarkomur ríflega 350 þúsund á ári. Fyrirséð er að með áframhaldandi þróun meðferðarforma og auknum fjölda í hópi þeirra sem þjónustuna þurfa, einkum í hópi aldraðra, muni þörf fyrir dag- og göngudeildarþjónustu aukast. Í framtíðaruppbyggingu á starfsemi Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir göngudeildarhúsi sem samkvæmt áætlun mun rísa 202X. Landspítali hefur hins vegar ákveðið að bregðast þegar við og verður skrifstofustarfsemi spítalans flutt í Skaftahlíð en húsnæðinu á Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildarhús og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist þar vorið 2019" segir m.a. í tilkynningu frá Landspítala
05.09.2018
Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Landlæknir gerði úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma í sumar að ósk ráðherra þar sem fram kom að biðtími eftir þjónustu taugalækna sé þrír og hálfur mánuður sem sé óviðunandi. Landspítalinn hefur brugðist við ábendingum sem þar komu fram og ráðið tvo nýja sérfræðinga í langvinnum hrörnunarsjúkdómum á borð við parkinson og mun ráða tvo til viðbótar. Landlæknir telur að þannig verði á einu ári hægt að stytta biðtíma eftir þjónustu í 30 daga líkt og viðmið segi til um. Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn geti ekki einn og sér sinnt öllum parkinsonsjúklingum á Íslandi
05.09.2018
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina.
04.09.2018
Læknafélag Íslands aldrei fjölmennara

Læknafélag Íslands aldrei fjölmennara

Þann 15. ágúst rann út frestur til skrá félagsaðild með atkvæðisrétti í LÍ, en á þeim grunni er ákvarðaður fulltrúafjöldi aðildarfélaganna á aðalfundi LÍ í haust. Aðildarfélögin sem nú eiga fulltrúa á aðalfundinum 2018 eru Félag almennra lækna (FAL), Félag íslenskra heimilislækna, (FÍH), LR (Læknafélag Reykjavíkur) og Félag sjúkrahúslækna (FSL) sem stofnað var fyrr á þessu ári. Niðurstaðan varð sú að skráðir félagsmenn í FAL eru 340 og hefur það 17 fulltrúa á aðalfundi LÍ. FÍH félagsmenn eru 198 og hefur það 10 fulltrúa. Í FSL eru 374 og 17 fulltrúar. LR er stærst aðildarfélaga með 463 félagsmenn og 21 fulltrúa á aðalfundinum. Fjöldi félagsmanna sem skiptast á milli þessara félaga eru í dag 1.296 og heildarfjöldi fulltrúa á aðalfundi LÍ 65. Hluti þessara félagsmanna eða 158 skiptu atkvæði sínu á milli tveggja félaga og teljast félagsmenn í tveimur félögum. Dágóður hópur félagsmanna, sem ekki hafði áður falið neinu núverandi aðildarélaganna fjögurra atkvæði sitt lét ekki vilja sinn í ljósi að þessu sinni og teljast þeir ekki með þegar fjöldi fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi LÍ 2018 er ákvarðaður. Þeir geta hinsvegar hvenær sem er tilkynnt skrifstofu LÍ hvaða aðildarfélagi þeir kjósa að fela atkvæði sitt. Til að sú breyting öðlist gildi fyrir aðalfund LÍ árið 2019 þarf sú tilkynninga að berast LÍ eigi síðar en 15. desember 2018. Auk félagsmanna sem greiða félagsgjald til LÍ eru um 800 læknar starfandi erlendis og læknar eldri en 70 ára eru ríflega 250. Alls eru því tæplega 2500 læknar tengdir LÍ á einn eða annan hátt.
30.08.2018
Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Staða karla er sérstakt áhyggjuefni þegar kemur að ofneyslu lyfja, segir yfirlæknir á Landspítala. Meðferðarúrræðum fjölgi ekki í takt við hraða fjölgun ungra fíkla. Ofneysla lyfja hefur aukist mikið síðustu misseri. Karlar eru þrír af hverjum fjórum þeirra sem hafa látið lífið það sem af er ári vegna ofneyslu lyfja. Þetta hefur verið þróunin síðustu áratugi, meira er um sjálfsskaða hjá konum en karlar líklegri til að misnota lyf og falla oftar fyrir eigin hendi.
30.08.2018