Fréttakerfi

Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna.
17.09.2018
Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Ráðstefnan er hluti af 100 ára afmælisdagskrá LÍ. Það er vel við hæfi að ræða um siðfræði erfðafræðinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði hér á landi. Það eru fá samfélög þar sem umræða um erfðafræði og áhrif hennar hefur verið eins mikil og hér á landi. Um þetta málefn eru tvö yfirlitserindi og athyglisvert málþing. Annað yfirlitserindið er flutt af Börthu Knoppers frá Kanada sem er sérfræðingur í notkun erfðaupplýsinga og er virk í mörgum alþjóðlegum samtökum á sviði erfaðfræðinnar. Hitt yfirlitserindið er flutt af Kára Stefánssyni sem óþarft er að kynna en hann mun ræða um erfðafræði alg
17.09.2018
Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum.
14.09.2018
Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Eft­ir Vil­hjálm Bjarna­son: „Senni­lega eru all­ir þeir sem eru „normal“ svo flat­ir per­sónu­leik­ar að þeir geta ekki orðið geðveik­ir.“ Vilhjálmur Bjarnason
14.09.2018
Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna var haldinn 13. september. María I. Gunnbjörnsdóttir greindi frá undirbúningi stjórnar að málefnagrunni fyrir stefnumótun og framtíðarsýn fyrir félagið og lækna á fundinum. Kosnir voru 17 fulltrúar og jafn margir varafulltrúar á aðalfund LÍ sem haldinn verður í nóvember. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir var kjörinn fulltrúi FSL í stjórn LÍ frá næsta aðalfundi og tekur sæti þar ásamt Maríu formanni. Aðrir í stjórn félagsins eru Hjörtur F. Hjartarson bæklunarskurðlæknir, Sunna Snædal nýrnalæknir, Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og Ragnheiður Baldursdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Ánægjulegt var að sjá blómlegt starf fara af stað í félaginu og öfluga stjórn í fararbroddi. FSL kemur inn sem sterkt afl í samfélag og samtök lækna með skýra sín á hlutverk sitt.
14.09.2018
Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Eft­ir Hall­dór Blön­dal fv. Alþingismann og ráðherra: „Stefna ráðherra ligg­ur ljós fyr­ir: Það á að mis­muna sjúk­ling­um, láta einn borga meir en ann­an fyr­ir sömu þjón­ust­una!“
13.09.2018
Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

“Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga”.
12.09.2018
Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fjallar Svanur Sveinbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ um lífsiðfræði í leiðara. Þar segir m.a.: “Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis. Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra, fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameðferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar mannkostamenntunar í læknanámi.”
12.09.2018
Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Forstjórapistill Páls Matthíassonar. "Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga."
10.09.2018
Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir það rangt að samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við sér­fræðilækna sé eins og „op­inn krani“ fjár­veit­inga, líkt og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu mikl­ar tak­mark­an­ir á samn­ingn­um sem hafi hafi verið niður­negld­ur til fimm ára, en hann renn­ur út núna um ára­mót­in. Þór­ar­inn seg­ir það ekki stór­mann­legt af ráðherra að skamma sér­fræðilækna sem hafi komið ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu til bjarg­ar eft­ir hrun.
07.09.2018