Yfirlýsing frá LÍ: Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018
Í Morgunblaðinu í dag, 3. júlí 2018, er gefið í skyn að heildarlaun lækna eftir 6 ára nám séu um 1.500.000 kr. Þetta er rangt og er harmað að reynt sé blanda læknum inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 479.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 525.248 til 597.180 eftir starfsaldri.
03.07.2018