Fréttakerfi

Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa

Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði.
07.06.2018
Ályktun stjórnar LÍ um stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa

Ályktun stjórnar LÍ um stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa

Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Ein af meginstoðum þjónustunnar er samningur Læknafélags Reykjavíkur (LR) við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en á honum byggist heilbrigðisþjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna við sjúklinga. Slíkan samning má rekja allt aftur til ársins 1909 við stofnun fyrsta sjúkrasamlags landsins.
05.06.2018
Gerir úttekt á þörf fyrir taugalækna

Gerir úttekt á þörf fyrir taugalækna

Alma Möller, landlæknir ætlar að láta gera úttekt til að meta þörf fyrir taugalækna og aðgengi að þeim áður en hún tjáir sig um úrskurð velferðarráðuneytisins. Sjúkratryggingar synjuðu taugalækni um aðild að rammasamningi sérfræðinga og heilbrigðisráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu.
05.06.2018
Það er að verða til tvöfalt kerfi

Það er að verða til tvöfalt kerfi

Taugalæknir sem ekki fær aðild að rammasamningi sérfræðilækna stefnir enn að því að opna stofu á Íslandi. Hún segir að sjúklingarnir þurfi að óbreyttu að borga allt að fjórfalt meira en ella. Anna Björnsdóttir taugalæknir tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands að hún hygðist hefja störf sem taugalæknir á stofu eftir að hún lýkur sérfræðinámi sínu í Bandaríkjunum. Sjúkratryggingar synjuðu henni um aðild að rammasamningi sérfræðinga, í takt við stefnumótun velferðarráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Önnu.
04.06.2018
Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að stjórnvöld þverbrjóti rammasamning um sérfræðilækningar með því að loka á nýja lækna. Þess vegna fái sjúklingar ekki þá þjónustu sem þeir þurfi. Hann segir að heilbrigðisráðuneytið hafi gerst dómari í eigin sök þegar það staðfesti þá ákvörðun Sjúkratrygginga að hleypa ekki nýjum lækni inn á rammasamning sérfræðilækna. Heilbrigðisyfirvöld neita að taka fleiri lækna á rammasamning um heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa vegna mikils kostnaðar við þjónustuna. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti á dögunum synjun Sjúkratrygginga Íslands í máli taugalæknis sem vill opna stofu hérlendis.
04.06.2018
Stjórnsýslukæra því læknir fær ekki samning

Stjórnsýslukæra því læknir fær ekki samning

Íslenskur læknir í Bandaríkjunum hefur lagt fram stjórnsýslukæru því hann fær ekki samning við Sjúkratryggingar, þó svo að skortur sé á læknum í hans sérgrein. Umsókn var hafnað á grundvelli ákvörðunar ráðherra um að loka fyrir að fleiri læknar fái aðild að rammasamningi Sjúkrtryggingar. Læknirinn segir sjúklingum mismunað og formaður Læknafélags Reykjavíkur segir ástandið alvarlegt. Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómum í Bandaríkjum í fyrra og vinnur á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu, og hafa henni verið boðnar góðar stöður á nokkrum öðrum sjúkrahúsum þar í landi. Hún hefur alltaf viljað koma heim eftir nám, og þegar hún sótti um sérfræðinámið skrifaði landlæknir bréf til bandarískra heilbrigðisyfirvalda um að mikil þörf væri fyrir lækna með þessa sérhæfingu. Hún lagði inn umsókn hjá Sjúkratryggingum um að opna stofu, það er aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.
14.05.2018
Dýralæknar verða að tala íslensku

Dýralæknar verða að tala íslensku

Umboðsmaður Alþing­is tel­ur að það sé ekki í sam­ræmi við lög að Mat­væla­stofn­un ráði til starfa dýra­lækna sem ekki hafa vald á ís­lenskri tungu. Þetta kem­ur fram í niður­stöðu hans en Dýra­lækna­fé­lag Íslands kvartaði yfir því að und­an­far­in ár hefði Mat­væla­stofn­un ráðið er­lenda dýra­lækna í eft­ir­lits­störf án þess að þeir hefðu vald á ís­lenskri tungu.
07.05.2018
Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Sinnuleysi stjórnvalda í skipulagi heilbrigðiskerfisins á Íslandi veldur síauknum vanda á landsbyggðinni. Alþjóðlegar stofnanir kalla eftir áherslubreytingum. Allt of fáir sérfræðingar í heimilislækningum útskrifast hér á landi til að anna brýnni þörf. Íslensk heilbrigðisþjónusta fylgir ekki þróuninni á Norðurlöndum.
03.05.2018
Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.
26.04.2018
Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Á stjórnarfundi 23. apríl sl. samþykkti stjórn Læknafélags Íslands eftirfarandi ályktun til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra:
26.04.2018