Fréttakerfi

"Heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki"

Marta Jóns­dótt­ir formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­ala og hjúkr­un­ar­fræðing­ur seg­ir í opnu bréfi til Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra að bæta þurfi kjör heil­brigðis­stétta til þess að hægt sé að bjóða upp á heild­stæða heil­brigðisþjón­ustu og að tím­inn til sé þess núna. „Það er mik­il­vægt að byggja hús, skapa gott um­hverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mik­il­væg­ara er að hafa í huga að heil­brigðis­kerfi er og verður ekki byggt upp á hús­um, heil­brigðis­kerfi er byggt upp af fólki,“ seg­ir Marta í bréfi sínu.
20.06.2018
Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Ásgeir Jónsson, læknir bendir á að þróun sérfræðiþjónustu lækna sé í hættu í Mbl. í dag: "Nýjungar í læknisfræði verða til í virtum háskólum vestanhafs og austan og þangað sækja íslenskir læknar sína menntun. Séu atvinnumöguleikar ungra sérfræðinga sem eru við nám eða störf erlendis takmarkaðir vegna fárra auglýstra starfa á LSH og aðgangsleysis á samning við SÍ munu gæði heilbrigðisþjónustunnar versna." Greinina má lesa hér:
19.06.2018

"Við erum að nálgast fyrirkomulag sem í raun er ekki annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi"

"Við þurfum langtíma stefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki um of af pólitík hægri, vinstri, upp eða niður. Við þurfum ekki harðar stefnur, sem hinn vængurinn kemur sífellt og snýr á haus þegar völdum er náð. Það verður sérlega erfitt þegar skiptin verðs svo ör sem á síðustu árum." Segir Þórarinn Guðnason, formaður LR í viðtali við DV. „Við erum að tala um stefnu sem byggir einungis á stefnuskrá Vinstri grænna og röngum gögnum um vilja þjóðarinnar." "Til mótvægis bendi ég að að það var heldur ekki sátt þegar sumir töldu að fyrir dyrum stæði fyrirtækjavæðing heilbrigðisþjónustunnar í tíð fyrri ríkisstjórna.“
18.06.2018
Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Óli Björn Kárason fjallar í Morgunblaðinu þann 13. júní 2018 um uppkomna stöðu í heilbrigðiskerfinu vegna synjunar heilbrigðisráðherra á umsókn lækna um samning við SÍ. Hann skrifar m.a.: „Hægt og bít­andi verður til tvö­falt heil­brigðis­kerfi með einka­reknu sjúkra­trygg­inga­kerfi. Efna­fólk mun nýta sér þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga en við hin þurf­um að skrá nöfn okk­ar á biðlista í þeirri von að við fáum nauðsyn­lega þjón­ustu inn­an veggja rík­is­ins áður en það verður of seint.”
14.06.2018
Hvar má þetta?

Hvar má þetta?

Þórarinn Guðnason formaður LR birtir grein í Fréttablaðinu í dag. Hvar má þetta? Þar segir hann m.a.: "Samningar [Rammsamningur Sjúkratrygginga Ríksins ogLæknafélags Reykjavíkur] eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við."
13.06.2018
Ætti að skipta Landspítala upp í nokkrar sjálfstæðar stofnanir?

Ætti að skipta Landspítala upp í nokkrar sjálfstæðar stofnanir?

Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir á Landspítala skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir m.a.: “Yfirlýstur tilgangur stofnunar sameinaðs Landspítala árið 1999 var að bæta þjónustu og minnka útgjöld. Þar er flóknasta bráðaþjónusta og lækningar á Íslandi. Að auki er gangandi fólk læknað í öllum læknisfræðilegum sérgreinum. En það berast sífelldar fréttir af neyðarástandi, „fráflæðisvanda“, gangainnlögnum, biðlistum og teppu vegna manneklu og húsnæðisskorts. Vandamálið hefur bara versnað, sbr. um 90 rúm (17%, jafngildir um fjórum legudeildum) eru að staðaldri teppt af sjúklingum sem komast hvergi þótt meðferð sé lokið. Og heilbrigðisráðuneytið vill færa stofurekstur sérfræðilækna inn á göngudeild-ir LSH. “ Hér má lesa greinina alla:
11.06.2018
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna

Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna

Sérfræðilæknar hafa óskað upplýsinga frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hvað hún hyggist gera í málefnum sérfræðilækna en samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um næstu áramót. Einstaklingar sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft á endurkomu að halda eftir áramót. Verði engir samningar á borðinu gæti kostnaður sjúklinga hækkað gríðarlega.
11.06.2018
Deila hart á ráðherra vegna rammasamnings

Deila hart á ráðherra vegna rammasamnings

Bæði formaður Læknafélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga Íslands gagnrýna heilbrigðisráðherra vegna rammasamnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands . Formaður læknafélagsins segir að verið sé að skemma kerfið og ráðherra hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum. Framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafa kært fyrirmæli ráðherrans um að viðhalda takmörkunum á rammasamningi nýrra lækna við SÍ. Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
11.06.2018

"Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af"

Formaður læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri. Rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga rennur út næstu mánaðarmót. Forsvarsmenn Læknafélag Íslands, félags heilrbrigðisfyrirtækja og Læknafélag Reykjavíkur hafa allir gagnrýnt heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi og trúnaðarbrest í málinu en ekki hafi verið haft neitt samráð um framhaldið. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að verið væri að vinna að heildarendurskoðun á samningnum ekki væri enn komið út úr þeirri vinnu.
11.06.2018