Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir á Landspítala skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir m.a.:
“Yfirlýstur tilgangur stofnunar sameinaðs Landspítala árið 1999 var að bæta þjónustu og minnka útgjöld. Þar er flóknasta bráðaþjónusta og lækningar á Íslandi. Að auki er gangandi fólk læknað í öllum læknisfræðilegum sérgreinum. En það berast sífelldar fréttir af neyðarástandi, „fráflæðisvanda“, gangainnlögnum, biðlistum og teppu vegna manneklu og húsnæðisskorts. Vandamálið hefur bara versnað, sbr. um 90 rúm (17%, jafngildir um fjórum legudeildum) eru að staðaldri teppt af sjúklingum sem komast hvergi þótt meðferð sé lokið. Og heilbrigðisráðuneytið vill færa stofurekstur sérfræðilækna inn á göngudeild-ir LSH. “ Hér má lesa greinina alla:
11.06.2018