Fréttakerfi

Stjórn FSL frá vinstri: Ólafur H. Samúelsson, Ragnheiður Baldursdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, S…

Fyrsti fundur stjórnar FSL

Fyrsti fundur stjórnar í nýstofnuðu Félagi sjúkrahúslækna (FSL) var haldinn 7. febrúar sl. Á dagskrá var umræða um áhersluatriði hins nýja félags en auk þess hefðbundin undirbúningsstörf eins og öflun kennitölu og netfangs, stofnun bankareiknings, heimasíðu og fésbókarsíðu og hönnun lógós fyrir hið nýja félag. Stjórnin mun ráðast í þessi verkefni nú á næstunni.
16.02.2018
Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Tyrkneska læknafélagið sendi frá sér fréttatilkynningu 24. janúar sl. þar sem félagið lýsti þeirri skoðun að stríð væri lýðheilsuvandamál sem ógnaði umhverfi og samfélaginu öllu. Í kjölfarið voru 11 stjórnarmenn í tyrkneska læknafélaginu handteknir og settir í varðhald. Saksóknari í Tyrklandi mun vera að rannsaka mál stjórnarmannanna en engar vísbendingar eru um til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart þeim. Skrifstofur tyrkneska læknafélagsins sættu húsleit og haldlagðar voru tölvur félagsins sem m.a. höfðu að geyma kvartanir og trúnaðargögn um lækna og sjúklinga.
01.02.2018

"Þeir eru skrefinu á undan"

"Ég held að það sé almennur áhugi fyrir því að útrýma þessu,“ segir Einar S. Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum, um baráttuna gegn ólöglegum lyfjum í íþróttum. Hann segir að jafnvel þó að íþróttamenn hætti notkun þessara lyfja í tæka tíð áður en efnin greinast í líkama þeirra, þá hafi þeir notað þau til að byggja sig upp og ná þannig forskoti. Eftirlitið batnar alltaf en færni sérfræðinganna sem aðstoða íþróttafólkið fleygir líka fram. „Þeir eru skrefinu á undan.“
30.01.2018
Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Rætt um kulnun í starfi á Læknadögum

Læknar á Íslandi eru margir ansi þreyttir og því fylgir kulnun í starfi, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Álag á lækna var það fyrsta sem rætt var á læknadögum.
30.01.2018
Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Stjórnvöld þurfa að hlusta meira á lækna

Á þeirri öld sem liðin er frá stofnun Læknafélags Íslands, í janúar 1918, hefur orðið bylting í heilbrigðisþjónustu landsins. Miklar framfarir hafa auðvitað orðið í læknavísindum og stórkostlegur árangur hefur náðst á mörgum sviðum í því að bæta líf og heilsu fólks. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ræddi stöðuna í heilbrigðiskerfinu og hlutverk lækna á Morgunvaktinni á Rás 1.
29.01.2018
Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Skerpa á reglum um notkun samfélagsmiðla

Færst hefur í aukana að einhverskonar heilbrigðistengdar auglýsingar sjáist á samfélagsmiðlum. Læknafélag Íslands er að hefja vinnu við tilmæli til lækna um örugga og faglega notkun samfélagsmiðla. „Við þurfum að búa til frekari tilmæli um samskiptahætti lækna á samfélagsmiðlum, það skiptir miklu máli hvernig læknar koma fram og hvað þeir segja á samfélagsmiðlum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu.
29.01.2018
Orðasafn í líffærafræði

Orðasafn í líffærafræði

Þriðja heftið í ritröðinni "Orðasafn í líffærafræði" er nú komið út á vegum Orðanefndar Læknafélags Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. Nýja heftið, Æðakerfið, inniheldur ensk, íslensk og latnesk heiti á slagæðum, bláæðum og vessaæðum mannsins. Heitunum fylgja skilgreining eða lýsing á hverri æð fyrir sig. Heftin eru fyrst og fremst ætluð nemum í heilbrigðisgreinunum, en geta vissulega komið starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum að gagni við dagleg störf.
25.01.2018
Dr. Anthony Costello

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál

Loftslagsbreytingar eru heilbrigðismál. Ef við bregðumst ekki hratt við töpum við á stuttum tíma því sem náðst hefur segir dr. Anthony Costello framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO.
22.01.2018
Félag sjúkrahúslækna stofnað

Félag sjúkrahúslækna stofnað

Nýtt aðildarfélag að Læknafélagi Íslands, Félag sjúkrahúslækna (FSL) var stofnað í gær þann 18. janúar 2018 á Læknadögum. Stofnun félagsins ber upp á 100 ára afmæli LÍ. Á síðasta aðalfundi haustið 2017 var nýtt skipulag fyrir LÍ samþykkt. Aðildarfélög þess verða nú fjögur, Félag íslenskra heimilislækna (FÍH), Félag almennra lækna (FAL), Félag sjálfstætt starfandi lækna/Læknafélag Reykjavíkur (LR) og hið nýja félag sjúkrahúslækna (FSL). Hið eldra skipulag frá sjötta áratug sl. aldar þar sem svæðafélög lækna voru grunnstoðir LÍ var lagt af.
19.01.2018
Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00-22:00 verður opið málþing á Læknadögum í Hörpu um geðheilbrigði og samfélag. Málþingið verður haldið í Silfurbergi B og er opið öllum - aðgangur er ókeypis.
17.01.2018