Fréttakerfi

Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands ræddi á fundi sínum 14. desember sl. yfirlýsingu frá #metoo hópi kvenna í læknastétt sem leiddi í ljós að atvinnugreinin er á engan hátt undantekning frá reglunni um kynbundið ofbeldi og áreitni. Augljóst er að taka þarf á vandanum með öllum tiltækum ráðum og uppræta hvers kyns kynferðislegt ofbeldi og mismunun innan raða lækna og í samstarfi þeirra við aðrar heilbrigðisstéttir.
18.12.2017
Ályktun stjórnar LÍ um fjárlagafrumvarp ársins 2018

Ályktun stjórnar LÍ um fjárlagafrumvarp ársins 2018

Gera þarf kröfur um bætta stjórnsýslu og mannauðsstjórnun og taka á skipulagsvanda samhliða auknum fjárveitingum til heilbrigðismála
18.12.2017
Atvinnufrelsi lækna er grunnstefnan

Atvinnufrelsi lækna er grunnstefnan

Reynir Arngrímsson var kjörinn formaður Læknafélags Íslands með rafrænni kosningu í maí síðastliðnum. Hann tók við embættinu á aðalfundi félagsins nú í október af fráfarandi formanni, Þorbirni Jónssyni.
18.12.2017
LÍ 100 ára - dagskrá afmælisársins 2018

LÍ 100 ára - dagskrá afmælisársins 2018

Læknafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu 2018. í tilefni afmælisins verður efnt til fjölda viðburða yfir árið, má þar m.a. nefna golfmót og fjallgöngu með FÍFL.
15.12.2017
Ný stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags Íslands

Ný stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands hefur skipað í Siðfræðiráð félagsins til tveggja ára frá og með 11. desember 2017. Svanur Sigurbjörnsson var endurskipaður formaður ráðsins.
14.12.2017
Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt?

Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt?

Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna
14.12.2017
Breytinga er þörf til að takast á við áreitni

Breytinga er þörf til að takast á við áreitni

"Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundna áreitni, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt." segir í yfirlýsingu 341 konu í læknastétt. Læknafélag Íslands tekur undir og styður þetta átak kvenna í læknastétt. Þetta verður til umræðu á læknadögum í janúar n.k. og við erum viss um að það er órofa samstaða um að stöðva slíka framkomu.
13.12.2017
Anægjuleg samstaða - ömurleg umræða

Anægjuleg samstaða - ömurleg umræða

Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags. Um þetta erum við öll sammála.
14.11.2017