Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands
Stjórn Læknafélags Íslands ræddi á fundi sínum 14. desember sl. yfirlýsingu frá #metoo hópi kvenna í læknastétt sem leiddi í ljós að atvinnugreinin er á engan hátt undantekning frá reglunni um kynbundið ofbeldi og áreitni. Augljóst er að taka þarf á vandanum með öllum tiltækum ráðum og uppræta hvers kyns kynferðislegt ofbeldi og mismunun innan raða lækna og í samstarfi þeirra við aðrar heilbrigðisstéttir.
18.12.2017