Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt
Tyrkneska læknafélagið sendi frá sér fréttatilkynningu 24. janúar sl. þar sem félagið lýsti þeirri skoðun að stríð væri lýðheilsuvandamál sem ógnaði umhverfi og samfélaginu öllu.
Í kjölfarið voru 11 stjórnarmenn í tyrkneska læknafélaginu handteknir og settir í varðhald. Saksóknari í Tyrklandi mun vera að rannsaka mál stjórnarmannanna en engar vísbendingar eru um til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart þeim. Skrifstofur tyrkneska læknafélagsins sættu húsleit og haldlagðar voru tölvur félagsins sem m.a. höfðu að geyma kvartanir og trúnaðargögn um lækna og sjúklinga.
01.02.2018