Fréttakerfi

Það er að verða til tvöfalt kerfi

Það er að verða til tvöfalt kerfi

Taugalæknir sem ekki fær aðild að rammasamningi sérfræðilækna stefnir enn að því að opna stofu á Íslandi. Hún segir að sjúklingarnir þurfi að óbreyttu að borga allt að fjórfalt meira en ella. Anna Björnsdóttir taugalæknir tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands að hún hygðist hefja störf sem taugalæknir á stofu eftir að hún lýkur sérfræðinámi sínu í Bandaríkjunum. Sjúkratryggingar synjuðu henni um aðild að rammasamningi sérfræðinga, í takt við stefnumótun velferðarráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Önnu.
04.06.2018
Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að stjórnvöld þverbrjóti rammasamning um sérfræðilækningar með því að loka á nýja lækna. Þess vegna fái sjúklingar ekki þá þjónustu sem þeir þurfi. Hann segir að heilbrigðisráðuneytið hafi gerst dómari í eigin sök þegar það staðfesti þá ákvörðun Sjúkratrygginga að hleypa ekki nýjum lækni inn á rammasamning sérfræðilækna. Heilbrigðisyfirvöld neita að taka fleiri lækna á rammasamning um heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa vegna mikils kostnaðar við þjónustuna. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti á dögunum synjun Sjúkratrygginga Íslands í máli taugalæknis sem vill opna stofu hérlendis.
04.06.2018
Stjórnsýslukæra því læknir fær ekki samning

Stjórnsýslukæra því læknir fær ekki samning

Íslenskur læknir í Bandaríkjunum hefur lagt fram stjórnsýslukæru því hann fær ekki samning við Sjúkratryggingar, þó svo að skortur sé á læknum í hans sérgrein. Umsókn var hafnað á grundvelli ákvörðunar ráðherra um að loka fyrir að fleiri læknar fái aðild að rammasamningi Sjúkrtryggingar. Læknirinn segir sjúklingum mismunað og formaður Læknafélags Reykjavíkur segir ástandið alvarlegt. Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómum í Bandaríkjum í fyrra og vinnur á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu, og hafa henni verið boðnar góðar stöður á nokkrum öðrum sjúkrahúsum þar í landi. Hún hefur alltaf viljað koma heim eftir nám, og þegar hún sótti um sérfræðinámið skrifaði landlæknir bréf til bandarískra heilbrigðisyfirvalda um að mikil þörf væri fyrir lækna með þessa sérhæfingu. Hún lagði inn umsókn hjá Sjúkratryggingum um að opna stofu, það er aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.
14.05.2018
Dýralæknar verða að tala íslensku

Dýralæknar verða að tala íslensku

Umboðsmaður Alþing­is tel­ur að það sé ekki í sam­ræmi við lög að Mat­væla­stofn­un ráði til starfa dýra­lækna sem ekki hafa vald á ís­lenskri tungu. Þetta kem­ur fram í niður­stöðu hans en Dýra­lækna­fé­lag Íslands kvartaði yfir því að und­an­far­in ár hefði Mat­væla­stofn­un ráðið er­lenda dýra­lækna í eft­ir­lits­störf án þess að þeir hefðu vald á ís­lenskri tungu.
07.05.2018
Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Sinnuleysi stjórnvalda í skipulagi heilbrigðiskerfisins á Íslandi veldur síauknum vanda á landsbyggðinni. Alþjóðlegar stofnanir kalla eftir áherslubreytingum. Allt of fáir sérfræðingar í heimilislækningum útskrifast hér á landi til að anna brýnni þörf. Íslensk heilbrigðisþjónusta fylgir ekki þróuninni á Norðurlöndum.
03.05.2018
Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.
26.04.2018
Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Á stjórnarfundi 23. apríl sl. samþykkti stjórn Læknafélags Íslands eftirfarandi ályktun til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra:
26.04.2018
Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður framkomið frumvarp heilbirgðisráðherra til laga um rafrettur og leggur áherslu á að tekið sé mið af þeirri lýðheilsustefnu sem mótuð hefur verið af flestum nágrannalöndum okkar og öllum Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Frumvarpið tekur mið af ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. LÍ skorar á Alþingi að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi á rafrettum (veipum) sé takmarkað. Það er óviðunandi að þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi sé ógnað með heilsuspillandi athæfi.
25.04.2018
Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandidatsári loknu hækka fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.
23.04.2018
Umdeild notkun ópíóðalyfja

Umdeild notkun ópíóðalyfja

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að fækka ópíóðalyfjum í umferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíknivandann. Hann segir lyfin gegna mikilvægu hlutverki ef þau eru rétt notuð, t.d. eftir skurðaðgerðir, við krabbameini og í líknarmeðferð, en telur notkun slíkra lyfja við stoðkerfisverkjum umdeilda. „Á undanförnum árum hefur notkun þessara lyfja vegna langvarandi stoðkerfisverkja vaxið, eins og t.d. bakverkja. Þar er gagnsemin miklu umdeildari vegna þess að við langvar¬andi notk¬un mynd¬ar lík¬am¬inn þol fyr¬ir þess¬um morfín¬skyldu lyfj¬um og þá get¬ur verið hætta á ávana¬bind¬ingu. Þá eru það frá¬hvarf¬s¬ein¬kenn¬in sem kalla á meiri notk¬un ekki síður en verk¬irn¬ir, þannig að notk¬un¬in er um-deild,“ seg¬ir Reyn¬ir og bæt¬ir við að lækn¬ar þurfi að end¬ur¬hugsa slíka notk¬un
23.04.2018