Fréttakerfi

Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður framkomið frumvarp heilbirgðisráðherra til laga um rafrettur og leggur áherslu á að tekið sé mið af þeirri lýðheilsustefnu sem mótuð hefur verið af flestum nágrannalöndum okkar og öllum Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Frumvarpið tekur mið af ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. LÍ skorar á Alþingi að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi á rafrettum (veipum) sé takmarkað. Það er óviðunandi að þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi sé ógnað með heilsuspillandi athæfi.
25.04.2018
Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandidatsári loknu hækka fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.
23.04.2018
Umdeild notkun ópíóðalyfja

Umdeild notkun ópíóðalyfja

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að fækka ópíóðalyfjum í umferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíknivandann. Hann segir lyfin gegna mikilvægu hlutverki ef þau eru rétt notuð, t.d. eftir skurðaðgerðir, við krabbameini og í líknarmeðferð, en telur notkun slíkra lyfja við stoðkerfisverkjum umdeilda. „Á undanförnum árum hefur notkun þessara lyfja vegna langvarandi stoðkerfisverkja vaxið, eins og t.d. bakverkja. Þar er gagnsemin miklu umdeildari vegna þess að við langvar¬andi notk¬un mynd¬ar lík¬am¬inn þol fyr¬ir þess¬um morfín¬skyldu lyfj¬um og þá get¬ur verið hætta á ávana¬bind¬ingu. Þá eru það frá¬hvarf¬s¬ein¬kenn¬in sem kalla á meiri notk¬un ekki síður en verk¬irn¬ir, þannig að notk¬un¬in er um-deild,“ seg¬ir Reyn¬ir og bæt¬ir við að lækn¬ar þurfi að end¬ur¬hugsa slíka notk¬un
23.04.2018
Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda

Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda

Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi.
17.04.2018
Skammsýni og sóun

Skammsýni og sóun

Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för. Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis.
17.04.2018
Project Management: Mindhunter´s research project

Project Management: Mindhunter´s research project

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.
16.04.2018
Hver tók á móti þér?

Hver tók á móti þér?

Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar.
13.04.2018
Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert

Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert

Í hvert skipti sem stór ákvörðun er tekin í heilbrigðiskerfinu hefur hún áhrif um kerfið allt. Þegar hjúkrunarrýmum fjölgar hefur það áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum, það hefur áhrif á stöðu Landspítalans sem glímir við verulegan vanda að því er varðar aldraða sem ekki er hægt að útskrifa af deildum spítalans. Þar með léttir á deildum spítalans og þjónusta eflist enn frekar við almenning í landinu, við heilbrigðisstofnanir um allt land og heilsugæsluna.
12.04.2018