Fréttakerfi

Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni, enda virðist engin lausn í sjónmáli. Læknarnir sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að næstu vikur verði erfiðar og fækkunin muni strax segja til sín í minni þjónustu. „Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur. Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum.“
04.07.2018
Yfirlýsing frá LÍ:  Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018

Yfirlýsing frá LÍ: Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018

Í Morgunblaðinu í dag, 3. júlí 2018, er gefið í skyn að heildarlaun lækna eftir 6 ára nám séu um 1.500.000 kr. Þetta er rangt og er harmað að reynt sé blanda læknum inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 479.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 525.248 til 597.180 eftir starfsaldri.
03.07.2018
Skipulagsbreytingar á Læknafélagi Íslands

Skipulagsbreytingar á Læknafélagi Íslands

Á aðalfundi Læknafélags Íslands 2017 voru gerðar umtalsverðar breytingar á lögum þess sem fela í sér eftirfarandi skipulagsbreytingar hjá félaginu. Í þeim felst m.a. að læknar eru framvegis félagsmenn í Læknafélagi Íslands (LÍ) og velja síðan aðildarfélag til að tilheyra. Svæðafélögin eru ekki lengur aðildarfélög. Aðildarfélög LÍ eru framvegis fjögur:
02.07.2018
Golfmótaröð lækna 2018

Golfmótaröð lækna 2018

Tveimur mótum af fjórum er nú lokið í golfmótaröð lækna 2018 sem í ár er með hátíðarsvip í tilefni aldarafmælis LÍ. Úrslitin úr þessum tveimur fyrstu mótum afmælismótaraðarinnar eru þessi:
02.07.2018
Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Heilbrigðisráðuneytið hefur í rúm tvö ár með ítrekuðum bréfaskriftum bannað Sjúkratryggingum Íslands að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á rammasamning SÍ og Læknafélags Reykjavíkur burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Það er skýrt brot á samningnum. Nú hefur ráðuneytið úrskurðað í stjórnsýslukæru taugalæknis sem var synjað um aðkomu að samningnum án mats á þörfinni. Niðurstaðan var sú að ráðuneytið taldi ekkert athugavert við málsmeðferðina.
28.06.2018
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi SÍ

Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi SÍ

Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina.
28.06.2018
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug

Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir niðurstöðu rektors Karolinska stofnunarinnar í Stokkhólmi að hann sé einn sjö einstaklinga sem hafi gerst sekir um vísindalegt misferli, vera sér afar þungbæra. Hann segist afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu. Þetta segir Tómas í pistli á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að niðurstaða rektors Karolinska, sem byggir á rannsókn sænsku vísindasiðanefndarinnar frá því í fyrra, hafa verið gagnrýnda fyrir ónákvæm vinnubrögð. „Engin ný efnisatriði virðast hafa komið fram í málinu og í umsögn rektorsins um þátt minn í umræddri vísindagrein gætir ónákvæmni og mér eru hreinlega eignaðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tækifæri til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefndinni, þvert á gefin loforð. Það eru mér mikil vonbrigði að vera á grundvelli slíkra vinnubragða sakaður um vísindalegt misferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja,“ skrifar Tómas.
26.06.2018
Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans . Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári“ líkt og segir í 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu þar sem kveðið er á um hlutverk ráðgjafarnefndarinnar. Tengsl spítalans við þjóðfélagið efld og áhrif notenda þjónustunnar aukin
26.06.2018
Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður.
26.06.2018
Ráðherra læsir úti læknana og kastar krónunni

Ráðherra læsir úti læknana og kastar krónunni

Því hefur verið haldið fram að rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé ríkinu kostnaðarsamur og það langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar er komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðaraukning frá því árið 2012 hafi verið 60% á fimm ára tímabili og ýmsir hafa gripið þá tölu á lofti. Þegar grannt er skoðað væri hins vegar miklu nær lagi að tala um þessa aukningu sem 10% eða u.þ.b. 2% á ári. Á þessum tveimur tölum er mikill munur og hann skekkir verulega mikilvæga umræðu sem nauðsynlegt er að halda á vitrænum nótum.
26.06.2018