Fréttakerfi

Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Skipun í ráðgjafarnefnd Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Landspítalanum ráðgjafarnefnd til næstu fjögurra ára, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn „til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans . Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári“ líkt og segir í 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu þar sem kveðið er á um hlutverk ráðgjafarnefndarinnar. Tengsl spítalans við þjóðfélagið efld og áhrif notenda þjónustunnar aukin
26.06.2018
Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið

Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður.
26.06.2018
Ráðherra læsir úti læknana og kastar krónunni

Ráðherra læsir úti læknana og kastar krónunni

Því hefur verið haldið fram að rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé ríkinu kostnaðarsamur og það langt umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar er komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðaraukning frá því árið 2012 hafi verið 60% á fimm ára tímabili og ýmsir hafa gripið þá tölu á lofti. Þegar grannt er skoðað væri hins vegar miklu nær lagi að tala um þessa aukningu sem 10% eða u.þ.b. 2% á ári. Á þessum tveimur tölum er mikill munur og hann skekkir verulega mikilvæga umræðu sem nauðsynlegt er að halda á vitrænum nótum.
26.06.2018
Fóru ekki að lögum um Landspítala

Fóru ekki að lögum um Landspítala

Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís.
25.06.2018
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal

Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal

Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar.
22.06.2018
Markmiðin með nýju greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hafa náðst

Markmiðin með nýju greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hafa náðst

Nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hefur aukið jöfnuð eins og að var stefnt. / Þak sem sett var á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. / Útgjöld barnafjölskyldna hafa lækkað og hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu styrkst. / Heildarútgjöld sjúklinga í nýju kerfi eru um 1,5 milljarði króna lægri á ársgrundvelli en áður. / Útgjöld ríkisins til heilbrigðisþjónustu hafa aukist umfram fjárheimildir, einkum vegna sjúkraþjálfunar.
22.06.2018
Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak

Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak

Læknafélag Íslands gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum og gilda um notkun tóbaks. Breytingatillaga sem hefði náð því fram var felld á Alþingi með naumum meirihluta 26 atkvæðum gegn 25. Þetta þýði að eigendur veitinga- og skemmtistaða ráði því hvort rafrettur séu leyfðar innandyra eða ekki. Í ályktun Læknafélagsins segir að þetta gangi gegn settum lýðheilsumarkmiðum um að draga úr reykingum og neyslu ávana- og fíkniefna.
21.06.2018
Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna

Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna

Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna.
21.06.2018
Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“
21.06.2018
Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Ljós­móðir er feg­ursta orð ís­lenskr­ar tungu. Þetta var niðurstaða kosn­ing­ar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hug­vís­inda­sviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fal­leg­ustu hug­tök ver­ald­ar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku.
21.06.2018