Heilagt stríð gegn þjónustu sérgreinalækna
Blikur eru á lofti varðandi framhald sérfræðilæknisþjónustu eftir næstu áramót. Starfsemi sérfræðinga utan sjúkrahúsa byggist á jöfnu aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku sjúklings og ríkisins skv. samningi við SÍ. Þessi samningur SÍ og sérfræðinga á stofum rennur þá út að öllu óbreyttu. Berast nú þær fregnir úr velferðarráðuneytinu að kollvarpa eigi því kerfi sem hefur gefist vel undanfarna áratugi. Hefur þetta niðurrif þegar hafist og hefur um tveimur tugum nýrra sérfræðinga verið neitað um samning. Það virðist greinilega búið að undirbúa meiri háttar kerfisbreytingar án samráðs við þá aðila sem hafa veitt þessa þjónustu undanfarna áratugi” segja þeir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson í grein í Morgunblaðinu
30.08.2018