Fréttakerfi

Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.
06.09.2018
Nýliðun lækna

Nýliðun lækna

Í leiðara Læknablaðsins fjallar formaður LÍ um nýliðun lækna: “Eitt af lykilatriðum í jákvæðri framfaraþróun er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekkingar og reynslu. Það er því váleg staða þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma. Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnununum nema einni. Meðal annars hefur stöðugildum sem setin eru af sérfræðingum í heimilislækningum hjá hinu opinbera fækkað um 13%, mest á landsbyggðinni, eða frá 5% til 47%. “
06.09.2018
Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Frá Landspítala um þjónustu göngudeilda á spítalanum

Landspítali veitir fjölbreytta þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir landsmenn alla og eru dag- og göngudeildarkomur ríflega 350 þúsund á ári. Fyrirséð er að með áframhaldandi þróun meðferðarforma og auknum fjölda í hópi þeirra sem þjónustuna þurfa, einkum í hópi aldraðra, muni þörf fyrir dag- og göngudeildarþjónustu aukast. Í framtíðaruppbyggingu á starfsemi Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir göngudeildarhúsi sem samkvæmt áætlun mun rísa 202X. Landspítali hefur hins vegar ákveðið að bregðast þegar við og verður skrifstofustarfsemi spítalans flutt í Skaftahlíð en húsnæðinu á Eiríksgötu 5 breytt í göngudeildarhús og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist þar vorið 2019" segir m.a. í tilkynningu frá Landspítala
05.09.2018
Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Þjónusta við Parkinsonsjúklinga er samstarf

Landlæknir gerði úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma í sumar að ósk ráðherra þar sem fram kom að biðtími eftir þjónustu taugalækna sé þrír og hálfur mánuður sem sé óviðunandi. Landspítalinn hefur brugðist við ábendingum sem þar komu fram og ráðið tvo nýja sérfræðinga í langvinnum hrörnunarsjúkdómum á borð við parkinson og mun ráða tvo til viðbótar. Landlæknir telur að þannig verði á einu ári hægt að stytta biðtíma eftir þjónustu í 30 daga líkt og viðmið segi til um. Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn geti ekki einn og sér sinnt öllum parkinsonsjúklingum á Íslandi
05.09.2018
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga

Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina.
04.09.2018
Læknafélag Íslands aldrei fjölmennara

Læknafélag Íslands aldrei fjölmennara

Þann 15. ágúst rann út frestur til skrá félagsaðild með atkvæðisrétti í LÍ, en á þeim grunni er ákvarðaður fulltrúafjöldi aðildarfélaganna á aðalfundi LÍ í haust. Aðildarfélögin sem nú eiga fulltrúa á aðalfundinum 2018 eru Félag almennra lækna (FAL), Félag íslenskra heimilislækna, (FÍH), LR (Læknafélag Reykjavíkur) og Félag sjúkrahúslækna (FSL) sem stofnað var fyrr á þessu ári. Niðurstaðan varð sú að skráðir félagsmenn í FAL eru 340 og hefur það 17 fulltrúa á aðalfundi LÍ. FÍH félagsmenn eru 198 og hefur það 10 fulltrúa. Í FSL eru 374 og 17 fulltrúar. LR er stærst aðildarfélaga með 463 félagsmenn og 21 fulltrúa á aðalfundinum. Fjöldi félagsmanna sem skiptast á milli þessara félaga eru í dag 1.296 og heildarfjöldi fulltrúa á aðalfundi LÍ 65. Hluti þessara félagsmanna eða 158 skiptu atkvæði sínu á milli tveggja félaga og teljast félagsmenn í tveimur félögum. Dágóður hópur félagsmanna, sem ekki hafði áður falið neinu núverandi aðildarélaganna fjögurra atkvæði sitt lét ekki vilja sinn í ljósi að þessu sinni og teljast þeir ekki með þegar fjöldi fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi LÍ 2018 er ákvarðaður. Þeir geta hinsvegar hvenær sem er tilkynnt skrifstofu LÍ hvaða aðildarfélagi þeir kjósa að fela atkvæði sitt. Til að sú breyting öðlist gildi fyrir aðalfund LÍ árið 2019 þarf sú tilkynninga að berast LÍ eigi síðar en 15. desember 2018. Auk félagsmanna sem greiða félagsgjald til LÍ eru um 800 læknar starfandi erlendis og læknar eldri en 70 ára eru ríflega 250. Alls eru því tæplega 2500 læknar tengdir LÍ á einn eða annan hátt.
30.08.2018
Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Staða karla er sérstakt áhyggjuefni þegar kemur að ofneyslu lyfja, segir yfirlæknir á Landspítala. Meðferðarúrræðum fjölgi ekki í takt við hraða fjölgun ungra fíkla. Ofneysla lyfja hefur aukist mikið síðustu misseri. Karlar eru þrír af hverjum fjórum þeirra sem hafa látið lífið það sem af er ári vegna ofneyslu lyfja. Þetta hefur verið þróunin síðustu áratugi, meira er um sjálfsskaða hjá konum en karlar líklegri til að misnota lyf og falla oftar fyrir eigin hendi.
30.08.2018

"Eigum ekki að fara í slagsmál við foreldra"

Almennt er góð þátttaka í bólusetningu á Íslandi. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Kastljós. „Það eru nokkur aldursskeið sem við höfum áhyggjur af, 12 mánaða, 18 mánaða og fjögurra ára þar sem að þátttaka fer niður undir 90%. Við viljum gjarnan ná henni upp en það er ekki neitt slæmt ástand í gangi hvað varðar þátttökuna,“
30.08.2018
Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

"Þing­menn og ráðherr­ar geta ekki virt að vett­ugi þau varnaðarorð sem óma, jafnt frá leik­um sem lærðum. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, ný­sköp­un og nýliðun er ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og trygg­an aðgang allra að heil­brigðisþjón­ustu held­ur at­vinnu­frelsi heil­brigðis­starfs­manna og ör­yggi sjúk­linga. Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar al­menn­ing­ur sit­ur fast­ur á biðlist­um rík­is­ins og horf­ir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einkaaðila."
30.08.2018
Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Heilbrigðiskerfi að hætti Marx og félaga

Flestir landsmenn eru sem betur fer sammála um að á Íslandi eigi ríkið að tryggja öllum góða heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið er langdýrasti liðurinn í rekstri ríkisins. Eigi markmiðið um góða þjónustu fyrir alla að nást skiptir öllu máli hvernig staðið er að rekstri kerfisins. Það er því mikið áhyggjuefni að nú skuli hafa verið tekin upp stefna sem er ekki hægt að kalla annað en harðlínu sósíalisma í heilbrigðismálum. Teknar eru ákvarðanir sem augljóslega eru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst á Íslandi og erlendis. Allt í nafni hugmyndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Jafnvel góðgerðarsamtök sem byggja að miklu leyti á sjálfboðastarfi fá að finna fyrir hinni marxísku endurskipulagningu. Á meðan verið er að koma á sósíalíska kerfinu sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum stofnunum í Danmörku og Svíþjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að framkvæma aðgerðirnar á Íslandi. Í sumum tilvikum fylgja jafnvel íslenskir læknar sjúklingunum til útlanda og framkvæma aðgerðina þar. Viðhorf þeirra sem ráða för virðist vera að um sé að ræða starfsemi sem teljist á einhvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamæranna en hægt sé að líta fram hjá því og borga aukalega fyrir ef „glæpurinn” er framinn utan landsteinanna.
30.08.2018