Fréttakerfi

Öldrun þjóðar

Öldrun þjóðar

Þórhildur Kristinsdóttir læknir var í viðtali á Samfélaginu á RÚV1 í gær.: "Mér bauðst að spjalla um efni síðasta leiðara Læknablaðs í Samfélaginu á RUV1 í gær. Efnið er mér mjög hugleikið og vil ég ná eyrum ráðamanna um að það sé mikilvægt forgangsmál að við gerum betur í að veita persónumiðaða heilbrigðisþjónustu við aldraða fyrir utan Landspítala. Ég vil ekki blanda mér mikið í pælingar um hver á að borga fyrir þjónustuna, í raun má segja að það sé hagstæðara fyrir sveitafélög að veita takmarkaða þjónustu sem kostar minna en þýðir að viðkvæmir aldraðir einstaklingar eru frekar á Landspítala á röngu þjónustustigi. Þetta á þátt í að lama starfsemi spítalans. Fyrir mér vantar að einhver eigi ábyrgðina. Þegar verið er að skipuleggja heilbrigðisstefnu af alvöru vil ég hrópa upp að endurskipulagning í heilbrigðisþjónustu við aldraða sé forgangsmál. Kortlagning á heilbrigði þjóðarinnar og hvar nauðsynlegt er að veita fé og gera betur til að sinna nauðsynlegri þjónustu er grundvallaratriði svo og bæting í samfellu milli þjónustustiga heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að skattfé okkar sé nýtt til réttrar þjónustu við aldraða á réttum stað."
20.12.2018
Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Öryrkjar og aldraðir verða ekki rukkaðir um komugjöld á heilsugæslustöðvar og hjá heimilislæknum frá og með áramótum. Þau þurfa heldur ekki að borga fyrir læknisvitjanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið þessa breytingu. Aldraðir og öryrkjar hafa greitt 600 krónur fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma og 1.500 krónur utan dagvinnu, læknisvitjanir hafa kostað þá 1.700 eða 2.200 krónur, eftir því á hvaða síma sólarhrings þeirra er vitjað. Alls hafa öryrkjar og aldraðir komið rúmlega 160 þúsund sinnum á í heilsugæsluna á tólf mánaða tímabili frá miðju síðasta ári til miðs þessa árs.
20.12.2018
Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
19.12.2018
Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Samúel Sigurðsson læknir segir að alvarlegar sýkingar vegna pneumókokka bakteríunnar séu nánast horfnar eftir að farið var að bólusetja börn við bakteríunni. Það sýni niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á áhrifum bólusetningarinnar
19.12.2018
Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Í kjölfar úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála þann 19. september 2018 hafa 240 læknar sent heilbrigðisráðherra undirskriftalista með athugasemdum vegna vinnulags við ráðningaferla sérfræðilækna á Landspítala. Í bréfi læknanna til heilbrigðsráðherra segir: Við undirrituð viljum vekja athygli ráðherra á vinnulagi við ráðningarferla þegar ráðnir eru sérfræðingar til starfa við stærstu heilbrigðisstofnun landsins og jafnframt háskólasjúkrahúss.
18.12.2018
Opnunartími skrifstofu um jólin

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð vegna jólaleyfis frá 24. desember til 2. janúar
18.12.2018
Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar LÍ var haldinn 19. nóvember sl. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipta með sér verkum, þ.e. kjósa varaformann og ritara. Varaformaður var kosinn Jörundur Kristinsson og ritari var kosinn Gunnar Mýrdal. Verkaskipting í stjórn LÍ á komandi starfsári verður því sem hér segir:
26.11.2018
Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum. Almenna reglan er sú að slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.
26.11.2018
Formaður LÍ Reynir Arngrímsson afhendir Þóreyju J. Sigurjónsdóttur heiðursviðurkenninguna.

Heiðursviðurkenningar á aðalfundi LÍ 2018

Í kvöldverðarboði sem haldið var 8. nóvember sl. í tengslum við aðalfund LÍ 2018 voru fjórir kvenlæknar heiðraðar fyrir störf sín. Reynir Arngrímsson formaður LÍ sagði m.a. í ávarpi sínu: Á aðalfundi á aldarafmælisári hefur stjórn félagsins ákveðið að veita fjórum kvenlæknum heiðursviðurkenningar. Þær eiga það allar sammerkt að vera frumkvöðlar og mikilvægar fyrirmyndir í læknastétt, hver með sínum hætti. Þetta eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir.
16.11.2018
Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Agnes Smára­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á lyflækn­inga­sviði Land­spít­ala frá 1. des­em­ber 2018 til næstu 5 ára. Agnes lauk embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1995, stundaði sér­fræðinám við Uni­versity of Conn­ecticut og lauk þaðan prófi í al­menn­um lyflækn­ing­um 2002 og blóðmeina­sjúk­dóm­um og lyflækn­ing­um krabba­meina árið 2005. Agnes starfaði sem sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um krabba­meina á Land­spít­ala á ár­un­um 2005-2014, Gund­er­sen Health System, La Crosse, Wiscons­in 2014-2017, kom svo aft­ur á Land­spít­ala árið 2017, að því er seg­ir á vef Land­spít­al­ans.
16.11.2018