Fréttakerfi

Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Stjórn Læknafélags Íslands segir mikilvægt að afnám á innfluttu, ófrystu kjöti taki ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkingar af völdum fjöl-eða alónæmra baktería, hefur verið tekin notkun. Læknafélagið vill ekki að afnámið verði víðtækara en þörf krefur.
23.05.2019
Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis.
17.05.2019
Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Kl. 15 í dag lauk síðari framboðsfresti til formanns stjórnar LÍ sem tekur við á aðalfundi LÍ 2019. Í fyrri framboðsfresti barst framboð frá sitjandi formanni, Reyni Arngrímssyni. Engin fleiri framboð bárust í síðari framboðsfresti. Reynir Arngrímsson er því sjálfkjörinn formaður stjórnar LÍ frá aðalfundi 2019 til tveggja ára.
15.05.2019
Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Þótt ókostir ávanabindandi lyfja séu miklir og andlát tíð fá þau að vera óáreitt á markaði. Skortur á reglum um lyfin er helsta ástæðan. Fram kom í máli Andrésar að hátt í 40 manns hafi fengið 10 eða fleiri ráðlagða dagsskammta ávísaða á dag af ávanabindandi lyfjum í fyrra. 1730 einstaklingar hafi fengið meira en þrjá dagsskammta. Hann sagði að hægt væri að áætla að þeir sem tækju reglulega þrjá eða fleiri ráðlagða dagsskammta af ávanabindandi lyfjum væru háðir þeim. Mikið álag væri á heilbrigðiskerfið vegna notkunar þessara lyfja.
14.05.2019
Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Á undanförnum árum hefur það allt of oft gerst að lífsnauðsynleg lyf eru ekki fáanleg hér á landi. Þetta veldur ekki bara óþægindum fyrir lækna sem ávísa lyfjunum heldur getur verið lífshættulegt sjúklingum.
10.04.2019
Sumarúthlutun orlofshúsa

Sumarúthlutun orlofshúsa

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús fyrir sumarið 2019 er miðvikudagurinn 10. apríl og er hægt að sækja um til kl. 24.
08.04.2019
Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Landspítali þarf lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun. Það liggur fyrir að ákvarðanir teknar á þeirri vegferð munu hafa ráðandi áhrif á launaþróun lækna til skamms og langs tíma og er því afar mikilvægt að vel sé að málum staðið frá upphafi. Því miður virðist sem víða sé pottur brotinn.
04.04.2019
Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð Landspítala segir að starfsmatskerfi sem Landspítalinn notar til að flokka störf vegna jafnlaunavottunar endurspegli ekki eðli og inntak læknisstarfsins. Kerfið sem spítalinn notast við er frá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS og hefur verið breytt nokkuð til notkunar hérlendis. Læknaráð segir að breska kerfið taki ekki til lækna. Því sé mikilvægt að meta að verðleikum bæði lengd læknanáms og endanlega ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga.
04.04.2019
Aprílblað Læknablaðsins 2019 er komið út

Aprílblað Læknablaðsins 2019 er komið út

Leiðara skrifa Davíð O. Arnar og Sigríður Dóra Magnúsdóttir og fræðigreinarnar fjalla um gláku, gallblöðrubólgu og skurðsýkingar. Norrænu læknafélögin svara nokkrum spurningum, ungskáld segir frá ljóðabók sinni og Ýr Sigurðardóttir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum. Berklar, Brexit og óþarfa rjátl um skurðstofur er meðal efnis í blaðinu. Guðrún Ása Björnsdóttir skrifar Úr penna stjórnarmann LÍ.
02.04.2019
Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Stórauknum fjármunum verður varið til að lækka greiðslubyrði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, styrkja geðheilbrigðisþjónustuna um allt land og efla heilbrigðisþjónustu við aldraða samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin endurspeglar áherslur heilbrigðisráðherra og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Fjármálaáætlunin var lögð fram 23. mars og fyrri umræða um hana fer nú fram á Alþingi.
28.03.2019