Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun lækna
Læknavísindi eru hátæknivísindi þar sem framfarir eru örar. Stundum er miðað við að þekking úreldist á fimm árum. Það blasir því við að læknar þurfa að viðhelda þekkingu sinni eða uppfæra hana. Annars er hætt við að þeir dragist aftur úr og beiti úreltum aðferðum. Landspítalinn er langstærsti vinnustaður lækna á Íslandi. Af þeim ríflega 1300 læknum sem eru við störf á landinu eru um 500 á spítalanum. Þar hefur á undanförnum árum verið reynt að efla bæði grunnám og sérnám. Athyglin hefur síður beinst að því sem svo tekur við.
06.11.2019