Fréttakerfi

Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Endurskoðað stjórnskipulag við uppbyggingu Landspítala

Ábyrgð á öllum verkþáttum sem varða uppbyggingu nýs Landspítala verður á einni hendi samkvæmt drögum að nýju skipulagi sem heilbrigðisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa þróað. Markmiðið er að ná betri heildaryfirsýn yfir alla þætti verkefnisins þar sem í senn er horft til heildarskipulags, nýbygginga, nýtingar og aðlögunar eldri bygginga og rekstrar sjúkrahúss. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag. Uppbygging húsnæðis Landspítalans við Hringbraut er stærsta beina fjárfestingarverkefni ríkisins frá upphafi. Lykilforsenda uppbyggingarinnar er sú að flutningur allrar meginstarfsemi Landspítala í nútímalega innviði á einn stað, feli í sér mikil tækifæri til að auka gæði, hagkvæmni og árangur þjónustunnar, ásamt því að bæta aðstæður starfsfólks. Mikilvægt er að stjórnun þessa umbreytingaverkefnis sé bæði heildstæð og markviss.
04.06.2019
Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming

Markvisst hefur verið dregið úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í því skyni að koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Íslendingar nota áttfalt meira af tilteknu breiðvirku sýklalyfi en Svíar. Stjórnvöld lýstu því yfir í vikunnni að Ísland hygðist vera í farabroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ráðast á í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi í matvælum. Þótt umtalsvert minni notkun sýklalyfja hafi verið í dýrum hér á landi en víða annars staðar nota Íslendingar sjálfir býsna mikið
03.06.2019
Samstillts átaks er þörf

Samstillts átaks er þörf

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu. „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“ sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“ Þetta var þrátt fyr­ir að aðgerðatíðni hefði auk­ist á þessu tíma­bili og að nú væru gerðar, að sögn Ölmu, 230 aðgerðir á hnjám og mjöðmum á hverja 100.000 íbúa hér á landi. Samið var um 911 „átaksaðgerðir“ á þessu til­tekna tíma­bili, fram­kvæmd­ar voru 827 aðgerðir og því voru 84 aðgerðir, eða 9% fyr­ir­hugaðra aðgerða sem ekki tókst að gera.
24.05.2019
Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Nýjan meðferðarkjarna á undan ófrystu kjöti

Stjórn Læknafélags Íslands segir mikilvægt að afnám á innfluttu, ófrystu kjöti taki ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkingar af völdum fjöl-eða alónæmra baktería, hefur verið tekin notkun. Læknafélagið vill ekki að afnámið verði víðtækara en þörf krefur.
23.05.2019
Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis.
17.05.2019
Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Kl. 15 í dag lauk síðari framboðsfresti til formanns stjórnar LÍ sem tekur við á aðalfundi LÍ 2019. Í fyrri framboðsfresti barst framboð frá sitjandi formanni, Reyni Arngrímssyni. Engin fleiri framboð bárust í síðari framboðsfresti. Reynir Arngrímsson er því sjálfkjörinn formaður stjórnar LÍ frá aðalfundi 2019 til tveggja ára.
15.05.2019
Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja

Þótt ókostir ávanabindandi lyfja séu miklir og andlát tíð fá þau að vera óáreitt á markaði. Skortur á reglum um lyfin er helsta ástæðan. Fram kom í máli Andrésar að hátt í 40 manns hafi fengið 10 eða fleiri ráðlagða dagsskammta ávísaða á dag af ávanabindandi lyfjum í fyrra. 1730 einstaklingar hafi fengið meira en þrjá dagsskammta. Hann sagði að hægt væri að áætla að þeir sem tækju reglulega þrjá eða fleiri ráðlagða dagsskammta af ávanabindandi lyfjum væru háðir þeim. Mikið álag væri á heilbrigðiskerfið vegna notkunar þessara lyfja.
14.05.2019
Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Á undanförnum árum hefur það allt of oft gerst að lífsnauðsynleg lyf eru ekki fáanleg hér á landi. Þetta veldur ekki bara óþægindum fyrir lækna sem ávísa lyfjunum heldur getur verið lífshættulegt sjúklingum.
10.04.2019
Sumarúthlutun orlofshúsa

Sumarúthlutun orlofshúsa

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús fyrir sumarið 2019 er miðvikudagurinn 10. apríl og er hægt að sækja um til kl. 24.
08.04.2019
Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Landspítali þarf lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun. Það liggur fyrir að ákvarðanir teknar á þeirri vegferð munu hafa ráðandi áhrif á launaþróun lækna til skamms og langs tíma og er því afar mikilvægt að vel sé að málum staðið frá upphafi. Því miður virðist sem víða sé pottur brotinn.
04.04.2019