Læknar í viðbragðsstöðu vegna COVID-19
Í ljósi yfirlýsingar Almannavarna um skilgreint neyðarástand og þróunar COVID-19 á Norður-Ítalíu, m.a. upplýsinga frá þarlendum gjörgæslulæknum um alvarleika sjúkdómsins og álag á sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, þar sem gjörgæsludeildir eru ýmist fullar eða við að fyllast er áréttað við lækna að Landlæknir hefur biðlað til lækna að fresta ferðalögum um sinn. LÍ brást við þessum skilaboðum landlæknis með því að afboða alla fyrirhugaða fundi á vegum félagsins meðan umfang og þróun faraldursins er metið.
06.03.2020