Fréttakerfi

Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

Emil Lárus Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu og hefur störf 1. September. Nýstofnsett Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálftætt starfandi heilsugæslustöðvar.
30.08.2018
37 dauðsföll vegna mislinga í Evrópu á árinu

37 dauðsföll vegna mislinga í Evrópu á árinu

Yfir 41.000 manns smituðust af mislingum í Evrópu á fyrri hluta ársins, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Það eru mun fleiri en á síðustu árum. 37 hafa látist á árinu vegna mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að flest tilfellin hafi komið upp í Úkraínu og einnig á Ítalíu, Grikklandi, í Frakklandi og Ungverjalandi. „Það eru hópar í þessum löndum sem vilja ekki láta bólusetja. Þegar menn eru að meta þátttöku í bólusetningu er hún kannski ekkert svo slæm í þessum löndum þegar heildar talan er birt en það eru stórir hópar óbólusettir og þá koma upp þessir faraldrar,“ sagði Þórólfur í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
27.08.2018
Fyrstu námslæknarnir á Landspítala luku kjarnanámi í lyflækningum

Fyrstu námslæknarnir á Landspítala luku kjarnanámi í lyflækningum

Fyrstu tveir námslæknarnir á Landspítala hafa lokið þriggja ára kjarnanámi í lyflækningum og öllum tilskyldum prófum. Þetta eru Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Pálsson. Þeir fá nú inngöngu í samtök lyflækna í Bretlandi, Royal College of Physicians, og fá að bera nafnbótina MRCP. Forstjóri Landspítala fékk nýlega tækifæri til að óska þeim til hamingju með árangurinn.
27.08.2018
Magnús Gottfreðsson forseti samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðulöndunum

Magnús Gottfreðsson forseti samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðulöndunum

Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, var kjörinn forseti NSCMID, samtaka sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræði á Norðurlöndunum, á árlegu vísindaþingi þeirra sem haldið var í Hörpu dagana 19.-22. ágúst 2018. Starfinu mun Magnús gegnai næstu 3 ár. Samtökin hafa staðið fyrir árlegum ráðstefnum í þessum sérgreinum undanfarin 35 ár og hafa verið haldnar víðs vegar á Norðurlöndum, m.a. nú á Íslandi í fjórða skipti. Félagið veitir jafnframt rannsóknarstyrki og styrki til ungra rannsakenda til að kynna verkefni sín.
27.08.2018
Áhugi á heimilislækningum

Áhugi á heimilislækningum

Ásókn í sér­nám í heim­il­is­lækn­ing­um hef­ur auk­ist í kjöl­far aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 lækn­ar í nám­inu sem fram fer í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri. El­ín­borg Bárðardótt­ir, kennslu­stjóri í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um, seg­ir fjölg­un­ina gleðiefni en hún fagn­ar því einnig að nem­end­um hafi fjölgað á lands­byggðinni og seg­ir að það sé til­hneig­ing hjá lækn­um sem fara í starfs­nám á lands­byggðinni að ílend­ast þar. El­ín­borg seg­ir það þjóðhags­lega hag­kvæmt að nýta þjón­ustu og þekk­ingu sem heilsu­gæsl­an býr yfir. Þeim lönd­um þar sem ekki sé boðið upp á heim­il­is­lækn­ing­ar farn­ist verr, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Á Íslandi voru árið 2015 1.732 íbú­ar á hvern heim­il­is­lækni en fæst­ir íbú­ar voru á hvern heim­il­is­lækni í Nor­egi eða 795. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar. Í svar­inu kem­ur fram að fa­stráðnum heim­il­is­lækn­um á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fækkað um sex frá ár­inu 2010 en fjölgað um 4,8 á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja
21.08.2018
Embætti landlæknis varar við hættum ávanabindandi lyfja

Embætti landlæknis varar við hættum ávanabindandi lyfja

Vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um notk­un ung­menna á ávana­bind­andi lyfj­um hef­ur embætti land­lækn­is gefið út viðvör­un um af­leiðing­ar slíkra lyfja. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­leiðing­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­ling­inn,“ seg­ir á vef land­lækn­is.
17.08.2018
Nýtt skipulag Læknafélags Íslands og nýstofnað Félag sjúkrahúslækna

Nýtt skipulag Læknafélags Íslands og nýstofnað Félag sjúkrahúslækna

Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur LÍ fjallaði um skipulag félagsins fyrr og nú í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur m.a. fram að stofnað hefur verið nýtt félag, Félag sjúkrahúslækna sem er hagsmunafélag lækna sem starfa á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. “Niðurstaða vinnunnar sem kynnt var á vormánuðum 2017 var að viðhalda fulltrúaformi félagsins. Lagt var til að svæðafélögin yrðu ekki lengur aðildarfélög enda eru þau orðin fámenn. Lagt var til að framvegis yrðu aðildarfélög LÍ fjögur: Félag almennra lækna (FAL), félag stofulækna, Félag heimilislækna (FÍH) og félag sjúkrahúslækna. Þá var lagt til að framvegis yrðu í stjórn LÍ tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi, formaður hvers félags og annar kosinn á aðalfundi viðkomandi félags. Formaður LÍ yrði kosinn sérstaklega í rafrænni kosningu. Allt g
15.08.2018
Staðan á Landspítala verulegt áhyggjuefni

Staðan á Landspítala verulegt áhyggjuefni

Formaður læknaráðs Landspítalans segir að uppsagnir ljósmæðra og yfirvofandi yfirvinnubann ógni góðum árangri í baráttunni gegn andvana fæðingum og nýburadauða. Staðan vegna kjaradeilu ljósmæðra sé verulegt áhyggjuefni.Ljósmæður höfnuðu tilboði samninganefndar ríkisins í gær og sagði formaður samninganefndar að staðan væri orðinn verri.
13.07.2018
Burðarmálsdauði á Íslandi 1988 - 2017

Burðarmálsdauði á Íslandi 1988 - 2017

Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnkaðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar ástæða þykir til.
12.07.2018
Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn

Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn

Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi.
12.07.2018