Mikilvæg skilaboð til lækna og heilbrigðisstofnana um rétta notkun blóðhluta á tímum COVID
Á Íslandi eru árlega notaðar um 10.000 rauðkornaeiningar, 2.000 blóðflögueiningar og 2.000 blóðvökvaeiningar(plasma). Í COVID-19 faraldri sem nú geisar um alla heimsbyggðina er mikilvægt að halda blóðbankaþjónustu starfhæfri til að tryggja öryggi sjúklinga sem þurfa á blóðinngjöf að halda.
Gera má ráð fyrir minni blóðsöfnun vegna veikinda og annarra forfalla blóðgjafa, álags á vinnumarkaði, aukinnar vinnu frá heimili, breytinga á flæði í þjóðfélaginu o.s.frv. Það er reynsla nágrannalanda okkar að söfnun blóðhluta geti minnkað
24.03.2020