Fréttir

Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Reynir Arngrímsson sjálfkjörinn formaður LÍ

Kl. 15 í dag lauk síðari framboðsfresti til formanns stjórnar LÍ sem tekur við á aðalfundi LÍ 2019. Í fyrri framboðsfresti barst framboð frá sitjandi formanni, Reyni Arngrímssyni. Engin fleiri framboð bárust í síðari framboðsfresti. Reynir Arngrímsson er því sjálfkjörinn formaður stjórnar LÍ frá aðalfundi 2019 til tveggja ára.
15.05.2019
Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Á undanförnum árum hefur það allt of oft gerst að lífsnauðsynleg lyf eru ekki fáanleg hér á landi. Þetta veldur ekki bara óþægindum fyrir lækna sem ávísa lyfjunum heldur getur verið lífshættulegt sjúklingum.
10.04.2019
Sumarúthlutun orlofshúsa

Sumarúthlutun orlofshúsa

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús fyrir sumarið 2019 er miðvikudagurinn 10. apríl og er hægt að sækja um til kl. 24.
08.04.2019
Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Landspítali þarf lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun. Það liggur fyrir að ákvarðanir teknar á þeirri vegferð munu hafa ráðandi áhrif á launaþróun lækna til skamms og langs tíma og er því afar mikilvægt að vel sé að málum staðið frá upphafi. Því miður virðist sem víða sé pottur brotinn.
04.04.2019
Aprílblað Læknablaðsins 2019 er komið út

Aprílblað Læknablaðsins 2019 er komið út

Leiðara skrifa Davíð O. Arnar og Sigríður Dóra Magnúsdóttir og fræðigreinarnar fjalla um gláku, gallblöðrubólgu og skurðsýkingar. Norrænu læknafélögin svara nokkrum spurningum, ungskáld segir frá ljóðabók sinni og Ýr Sigurðardóttir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum. Berklar, Brexit og óþarfa rjátl um skurðstofur er meðal efnis í blaðinu. Guðrún Ása Björnsdóttir skrifar Úr penna stjórnarmann LÍ.
02.04.2019
Evrópskir læknar vilja betri merkingar á áfenga drykki

Evrópskir læknar vilja betri merkingar á áfenga drykki

Í fréttatilkynningu CPME (Evrópusamtök lækna) sem birtist fimmtudaginn 21. mars sl. skora samtökin á Evrópusambandið að afnema undanþágur sem áfengir drykkir njóta varðandi merkingar þannig að framvegis gildi sömu merkingarreglur um áfengi og nú gilda um matvæli og óáfenga drykki. CPME leggur til að ekki verði samþykktar tillögur áfengisframleiðenda um það að upplýsingar um áfenga drykki verði á heimasíðum þeirra í stað þess að vera á vörunni sjálfri.
26.03.2019
Í tilefni fréttaflutnings af lyfjaávísunum lækna

Í tilefni fréttaflutnings af lyfjaávísunum lækna

Í tilefni kvöldfrétta Stöðvar 2 í gær, 6. febrúar, um lyfjaávísanir lækna árið 2018 vill Læknafélag Íslands taka fram að það styður reglubundið eftirlit Embættis landslæknis með sjálfsávísunum lækna sem og lyfjaávísunum þeirra til sjúklinga. Fram kom í fréttinni og hefur verið tekið upp af öðrum fréttamiðlum að þriðjungur íslenskra lækna eða um 500 af 1500 læknum hafði á árinu 2018 ávísað lyfjum á eigin kennitölu, í flestum tilfellum í litlu magni. LÍ telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar s.s. starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum.
07.02.2019
2 tbl. Læknablaðsins 2019 er komið út

2 tbl. Læknablaðsins 2019 er komið út

Meðal efnis í blaðinu eru fræðigreinar um Lyme sjúkdóm á Íslandi, tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla og bráð kransæðaheilkenni á Landspítala, og ritstjórnargreinar eftir þau Sigurð Guðmundsson og Huldu Hjartardóttur. Þá er umfjöllun um Læknadaga sem haldnir voru 21.-25. janúar og heilbrigðisvísindaráðstefnu HÍ sem einnig var haldin í janúar og fleira athyglsivert er að finna í blaðinu.
06.02.2019
Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Á árlegum Læknadögum sem haldnir eru í Hörpu dagana 21.-25. janúar, verða niðurstöður viðamikillar könnunar á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna kynntar og ræddar. Í henni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni.
21.01.2019
Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu.
02.01.2019