Jafningjastuðningur lækna
Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefni. Það reynir á í störfum okkar um þessar mundir, hefur áhrif á samskipti, skipulag og starfsumhverfi. Við þurfum öll að breyta okkar daglegu rútínum. Tilvera okkar hefur tekið á sig breytta mynd í sviphendingu. Fréttir berast erlendis frá af miklu álagi á lækna. Á slíkum tímum er samstaða og umhyggja hvert fyrir öðru mikilvæg.
23.03.2020