Fréttir

Segir starfsmatskerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri ónothæft

Segir starfsmatskerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri ónothæft

For­maður Lækna­fé­lags Ís­lands segir jafn­launa­vottunar­kerfi Land­spítalans og Sjúkra­hússins á Akur­eyri ó­not­hæft og það taki ekki mið af störfum lækna. Hann segir mann­auðs­svið Land­spítalans hafa kallað lækna á fundi vegna kerfisins á miklum á­lags­tímum.
08.10.2019
Ályktanir aðalfundar LÍ 2019

Ályktanir aðalfundar LÍ 2019

Aðalfundur LÍ 2019 samþykkti fjórtán ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál, auk fimm, sem snúa að innra starfi félagsins og einnar sem send verður heilbrigðisstofnunum.
01.10.2019
Aðalfundi LÍ 2019 er lokið

Aðalfundi LÍ 2019 er lokið

Aðalfundi Læknafélags Íslands 2019 lauk á Siglufirði kl. 17:10 í dag. Aðalfundurinn samþykkti fjölmargar ályktanir sem sendar verða fjölmiðlum á næstu dögum og birtar um leið á heimasíðu LÍ.
27.09.2019
Fréttir af aðalfundi LÍ

Fréttir af aðalfundi LÍ

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2019 hófst í gær, 26. september á Siglufirði. Formaður LÍ, Reynir Arngrímsson ávarpaði aðalfundarfulltrúa við setningu aðalfundarins. Landlæknir Alma D. Möller var viðstödd setningu fundarins og ávarpaði aðalfundarfulltrúa. Kjörnir aðalfundarfulltrúar eru 68 en aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum sem eru nú rúmlega 1400.
27.09.2019
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.
13.09.2019
Lyfjaskortur og lyfjaverð

Lyfjaskortur og lyfjaverð

Á dögunum gaf Hagfræðistofnun út skýrslu sem fjallaði um lyfjamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lyfjaverð á Íslandi hefði lækkað síðan í byrjun 21. aldarinnar og að gögn frá Hagstofunni  benda til þess að árið 2018 hafi íslenskir neytendur greitt um það bil helmingi minna fyrir skammt af lyfjum en 2003. Þá kom fram að vegna verðlagshamlana sem settar eru á lyf hér á landi sé lyfjaframboð hér á landi aðeins þriðjungur af því framboði sem í boði er á Norðurlöndum. Læknar og lyfsalar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni og telja sumir að endurskoða þurfi þessar verðlagshömlur.
12.07.2019
Oflækningar geta valdið skaða

Oflækningar geta valdið skaða

Læknafélagið ætlar að skoða oflækningar og kanna viðhorf lækna til fullyrðinga um að oflækningar séu stundaðar hér á landi. Þetta segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins í Læknablaðinu. Átakið leiði til faglegra endurbóta á þjónustunni en strandi hins vegar á fjármagni. Hann segir nauðsynlegt að spyrja hvort sannanlega sé þörf á meðferð eða rannsókn í hverju tilviki. Stefán Hjörleifsson læknir segir að fólk geti orðið fyrir skaða við oflækningar.
12.07.2019
Kórvilla – svar við bréfi Kára

Kórvilla – svar við bréfi Kára

Kári Stefánsson, læknir bendir réttilega á í grein í Fréttablaðinu 27. júní sl. að læknasamtökin eru öflugur bakhjarl félagsmanna sinna[i]. Það sem honum hinsvegar yfirsést í ágætri grein og ábendingum til læknasamtakanna er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra hafa yfirleitt og almennt farið saman og gera enn. Þannig hafa læknar verið aðaldriffjöðrin í uppbyggingu heilbrigðiskerfis. Þeir eru hryggjarstykkið í starfseminni og hjartað sem pumpar lífsglóðinni sem heldur því gangandi. Því er hinsvegar ekki að leyna að áhrif lækna á ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfisins og stofnanna þess hefur farið minnkandi á sl. árum.
28.06.2019
Kynningarfundur um störf hjá Læknum án landamæra

Kynningarfundur um störf hjá Læknum án landamæra

Læknar án landamæra (MSF) eru á leið til Íslands til að halda tvo kynningarfundi um vettvangsstarf og til að fræða lækna um hvernig þeir geta orðið starfsmenn á vettvangi fyrir MSF. Það er alltaf mikil þörf fyrir lækna, sérstaklega sérfræðilækna og sem slíkur er oft raunhæft að fara styttri ferðir en gefið er til kynna á heimasíðum samtakanna.
13.06.2019
Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí nk

Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis.
17.05.2019