Fréttir

Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
19.12.2018
Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Í kjölfar úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála þann 19. september 2018 hafa 240 læknar sent heilbrigðisráðherra undirskriftalista með athugasemdum vegna vinnulags við ráðningaferla sérfræðilækna á Landspítala. Í bréfi læknanna til heilbrigðsráðherra segir: Við undirrituð viljum vekja athygli ráðherra á vinnulagi við ráðningarferla þegar ráðnir eru sérfræðingar til starfa við stærstu heilbrigðisstofnun landsins og jafnframt háskólasjúkrahúss.
18.12.2018
Opnunartími skrifstofu um jólin

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð vegna jólaleyfis frá 24. desember til 2. janúar
18.12.2018
Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar LÍ var haldinn 19. nóvember sl. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipta með sér verkum, þ.e. kjósa varaformann og ritara. Varaformaður var kosinn Jörundur Kristinsson og ritari var kosinn Gunnar Mýrdal. Verkaskipting í stjórn LÍ á komandi starfsári verður því sem hér segir:
26.11.2018
Formaður LÍ Reynir Arngrímsson afhendir Þóreyju J. Sigurjónsdóttur heiðursviðurkenninguna.

Heiðursviðurkenningar á aðalfundi LÍ 2018

Í kvöldverðarboði sem haldið var 8. nóvember sl. í tengslum við aðalfund LÍ 2018 voru fjórir kvenlæknar heiðraðar fyrir störf sín. Reynir Arngrímsson formaður LÍ sagði m.a. í ávarpi sínu: Á aðalfundi á aldarafmælisári hefur stjórn félagsins ákveðið að veita fjórum kvenlæknum heiðursviðurkenningar. Þær eiga það allar sammerkt að vera frumkvöðlar og mikilvægar fyrirmyndir í læknastétt, hver með sínum hætti. Þetta eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir.
16.11.2018
Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Aðalfundur LÍ haldinn 8. og 9. nóvember 2018 samþykkti sjö ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál.
12.11.2018
Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ 2018 hélt áfram í morgun með málþingi um stefnumótun LÍ í heilbrigðismálum. Eins og fram kom í ávarpi heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur við setningu aðalfundar LÍ í gær, 8. nóvember, stendur nú yfir í heilbrigðisráðuneytinu vinna að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stjórn LÍ ákvað að helga málþing aðalfundarins að þessu sinni stefnumótun LÍ á þessu sviði og fékk Kristján Vigfússon ráðgjafa til liðs við sig við þá vinnu.
09.11.2018
Heilbrigðisráðherra með þremur þeirra kvenlækna sem heiðraðar voru á aðalfundi LÍ 2018, f.v. Bergþór…

Aðalfundur Læknafélags Íslands

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) á aldarafmælisári félagsins 2018 hófst í gær, 8. nóvember í húsnæði læknafélaganna í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir var viðstödd setningu fundarins og ávarpaði aðalfundargesti. Kjörnir aðalfundarfulltrúar eru 65 en aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum sem eru kringum 1400.
09.11.2018
Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Hinn 19. september sl. féll úrskurður hjá kærunefnd jafnréttismála í máli þar sem Landspítalinn (kærði) hafði auglýst lausa stöðu sérfræðings í tilgreindri sérgrein. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærði rökstuddi ráðningu karlsins með því að karlinn hefði verið hæfari en kærandi og vísaði þar einkum til frammistöðu í starfsviðtali. Kærunefnd taldi að stöðunefnd kærða er veitti álit
05.11.2018