Sameiginleg yfirlýsing vegna COVID-19
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands, Sjúkraliðafélags Íslands, heilbrigðisráðherra, landlæknis, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis.
Í ljósi hratt vaxandi útbreiðslu COVID-19 faraldursins á heimsvísu og alvarlegrar stöðu sem getur komið upp hér á landi miðað við reynslu annarra landa liggur fyrir að álag á íslenskt heilbrigðiskerfi gæti vaxið mikið frá því sem nú þegar er orðið. Bæði mun þurfa að sinna sjúklingum með COVID-19 sem er krefjandi, samhliða því að sinna annarri bráða- og heilbrigðisþjónustu. Fyrir liggur að heilbrigðis-starfsfólk hefur veikst og er í sóttkví. Allt þetta getur haft mikil áhrif á þjónustugetu heilbrigðiskerfisins.
11.03.2020