Læknadagar 2020
Læknadagar hefjast í næstu viku og standa frá mánudegi 20. janúar til föstudagsins 24. janúar Hörpu. Læknadagar eru fræða- og símenntunarþing Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands. Læknadagar eru aðeins opnir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, hægt að skrá sig á staðnum.
Á mánudegi er dagskráin helguð 50 ára sögu barna- og unglingageðlækninga á Íslandi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir ávarpar málþingið í upphafi dags. Samhliða er dagskrá um efnaskipadúettinn offitu og sykursýki 2. Boðið er jafnframt upp á hádegisverðafundi um framtíð og þróun almennra lyflækninga á sjúkrahúsum landsins og í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hádegisfundur um baráttuna við holdsveikina og Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
17.01.2020