Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum
Á fundi Læknafélags Íslands með velferðarnefnd Alþingis í nóvember sl. var fjallað um vinnuskipulag og álag á lækna sem sinna bráðadeild Landspítalans. Núverandi aðstæður eiga því ekki að koma þingmönnum á óvart. Greint var frá lýsingum lækna á skipulagi starfseminnar og vinnuaðstæðum. Fram kom m.a. að læknar hreyfiteymis bráðadeildar hafa ítrekað reynt að vekja athygli stjórnenda Landspítala á ástandinu, álaginu, óviðunandi starfsaðstæðum og þróun mála án viðhlítandi viðbragða æðstu stjórnenda eða framkvæmdastjórnar. Meðal þess sem læknar gagnrýna er að mönnun sérfræðilækna í almennum lyflækningum sem sinna þessari þjónustu sé ófullnægjandi. Á haustmánuðum 2019 sinntu níu sérfræðingar í 5,8 stöðugildum á 21 rúma legudeild, auk þess dagdeild, göngudeild, sýklalyfjagjöfum og vaktþjónustu. Einn sérfræðingur getur þurft að bera ábyrgð á meðferð 40-60 bráðveikra sjúklinga. Ráðleggingar um mönnun lækna m.t.t. vinnuálags og læknisþjónustu segja að við þessar aðstæður þurfi 12 sérfræðinga í fullu starfi. Þekkt
14.01.2020