Í kvöldverðarboði sem haldið var 8. nóvember sl. í tengslum við aðalfund LÍ 2018 voru fjórir kvenlæknar heiðraðar fyrir störf sín.
Reynir Arngrímsson formaður LÍ sagði m.a. í ávarpi sínu:
Á aðalfundi á aldarafmælisári hefur stjórn félagsins ákveðið að veita fjórum kvenlæknum heiðursviðurkenningar. Þær eiga það allar sammerkt að vera frumkvöðlar og mikilvægar fyrirmyndir í læknastétt, hver með sínum hætti. Þetta eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir.
16.11.2018