Fréttir

Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Félag íslenskra heimilislækna skorar á ríkisstjórnina, fjármálaráðuneytið og Alþingi að efla heimilislækningar og tryggja öllum landsmönnum sinn heimilislækni. Mikill fjöldi heimililslækna mun hætta störfum vegna aldurs á næstu árum.
22.10.2018
Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2018 verður haldinn 8. og 9. nóvember nk. í Hlíðasmára 8 og hefst kl. 15 þann 8. nóvember. Aðildarfélögin fjögur hafa þegar fengið tilkynningu frá LÍ um fjölda aðalfundarfulltrúa hvers félags á aðalfundinum. Aðalfundargögn skal birta á heimasíðu LÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 25. október nk.
04.10.2018
Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Vegna umfjöllunar um lyfjaskort vill Embætti landlæknis minna lækna á að hægt er að ávísa lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi og lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi en eru ekki markaðssett, með undanþágulyfseðlum. Þau lyf eru oft til á lager á Íslandi og í þeim tilvikum því engin bið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar
28.09.2018
Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Ljóst er að inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins er mik­il upp­söfnuð þörf fyr­ir þjón­ustu lækna og því óskilj­an­legt að án fyr­ir­vara hafi verið tekið fyr­ir nýliðun í hópi sér­fræðilækna sem vilja starfa á Íslandi og veita lækn­isþjón­ustu. Þessu tíma­bili og hrá­skinns­leik stjórn­valda þarf að ljúka. Það er þörf fyr­ir fleiri sér­fræðilækna.
25.09.2018
Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Ráðstefnan er hluti af 100 ára afmælisdagskrá LÍ. Það er vel við hæfi að ræða um siðfræði erfðafræðinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði hér á landi. Það eru fá samfélög þar sem umræða um erfðafræði og áhrif hennar hefur verið eins mikil og hér á landi. Um þetta málefn eru tvö yfirlitserindi og athyglisvert málþing. Annað yfirlitserindið er flutt af Börthu Knoppers frá Kanada sem er sérfræðingur í notkun erfðaupplýsinga og er virk í mörgum alþjóðlegum samtökum á sviði erfaðfræðinnar. Hitt yfirlitserindið er flutt af Kára Stefánssyni sem óþarft er að kynna en hann mun ræða um erfðafræði alg
17.09.2018
Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna var haldinn 13. september. María I. Gunnbjörnsdóttir greindi frá undirbúningi stjórnar að málefnagrunni fyrir stefnumótun og framtíðarsýn fyrir félagið og lækna á fundinum. Kosnir voru 17 fulltrúar og jafn margir varafulltrúar á aðalfund LÍ sem haldinn verður í nóvember. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir var kjörinn fulltrúi FSL í stjórn LÍ frá næsta aðalfundi og tekur sæti þar ásamt Maríu formanni. Aðrir í stjórn félagsins eru Hjörtur F. Hjartarson bæklunarskurðlæknir, Sunna Snædal nýrnalæknir, Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og Ragnheiður Baldursdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Ánægjulegt var að sjá blómlegt starf fara af stað í félaginu og öfluga stjórn í fararbroddi. FSL kemur inn sem sterkt afl í samfélag og samtök lækna með skýra sín á hlutverk sitt.
14.09.2018
Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

“Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga”.
12.09.2018
Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir það rangt að samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við sér­fræðilækna sé eins og „op­inn krani“ fjár­veit­inga, líkt og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu mikl­ar tak­mark­an­ir á samn­ingn­um sem hafi hafi verið niður­negld­ur til fimm ára, en hann renn­ur út núna um ára­mót­in. Þór­ar­inn seg­ir það ekki stór­mann­legt af ráðherra að skamma sér­fræðilækna sem hafi komið ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu til bjarg­ar eft­ir hrun.
07.09.2018
Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna

Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.
06.09.2018