Fréttir

Sjálfbært heilbrigðiskerfi

Sjálfbært heilbrigðiskerfi

Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis.
21.06.2018
Ályktun stjórnar LÍ um nýsamþykkt lög frá Alþingi um rafrettur

Ályktun stjórnar LÍ um nýsamþykkt lög frá Alþingi um rafrettur

Í tóbaksvarnarlögum eru reykingar óheimilar á veitinga- og skemmtistöðum vegna mögulegra áhrifa sem óbeinar reykingar geta haft á heilsufar þeirra sem viðstaddir eru. Við meðferð laga um rafrettur á Alþingi var lagt til að sambærilegt bann yrði sett fyrir notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. Með naumum meirihluta, 26 atkvæðum gegn 25 var sú breytingartillaga felld. Þegar hin nýju lög um rafrettur ganga í gildi verður eigendum veitinga- og skemmtistaða því í sjálfsvald sett hvort reykja megi rafrettur á þessum stöðum. LÍ telur mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum. Reykur frá rafrettum inniheldur nikótín sem er vel þekkt sem sterkt og kröftugt fíkni- og ávanabindandi efni. Mengun í andrúmslofti þeirra sem ekki neyta nikótíns, en verða fyrir því að þurfa að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðu er því að mati LÍ óásættanlegt.
21.06.2018

"Við erum að nálgast fyrirkomulag sem í raun er ekki annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi"

"Við þurfum langtíma stefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki um of af pólitík hægri, vinstri, upp eða niður. Við þurfum ekki harðar stefnur, sem hinn vængurinn kemur sífellt og snýr á haus þegar völdum er náð. Það verður sérlega erfitt þegar skiptin verðs svo ör sem á síðustu árum." Segir Þórarinn Guðnason, formaður LR í viðtali við DV. „Við erum að tala um stefnu sem byggir einungis á stefnuskrá Vinstri grænna og röngum gögnum um vilja þjóðarinnar." "Til mótvægis bendi ég að að það var heldur ekki sátt þegar sumir töldu að fyrir dyrum stæði fyrirtækjavæðing heilbrigðisþjónustunnar í tíð fyrri ríkisstjórna.“
18.06.2018
Hvar má þetta?

Hvar má þetta?

Þórarinn Guðnason formaður LR birtir grein í Fréttablaðinu í dag. Hvar má þetta? Þar segir hann m.a.: "Samningar [Rammsamningur Sjúkratrygginga Ríksins ogLæknafélags Reykjavíkur] eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við."
13.06.2018
Háskaleikur heilbrigðisráðherrans

Háskaleikur heilbrigðisráðherrans

Í Morgunblaðinu í dag 8. júní 2018 birtist grein eftir Stefán E. Matthíasson formann heilbrigðisfyrirtækja og Þórarinn Guðnason formann Læknafélags Reykjavíkur. Í greininni segir m.a.: “Sérfræðiþjónusta lækna hefur um áraraðir verið kjölfesta góðrar læknisþjónustu hér á landi. Á síðasta ári tóku sérfræðilæknar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands á móti um 500 þúsund heimsóknum. Þeir framkvæmdu meðal annars um átján þúsund skurðaðgerðir og þúsundir speglana auk margskonar lífeðlisfræðilega rannsókna. “ Enn fremur kemur fram í greininni að: “Um 350 læknar starfa á samningnum í ýmsum sérgreinum. Til viðbótar eru um 300 önnur stöðugildi fagfólks í ýmsum greinum. Enda þótt starfsemin sé afar umfangsmikil er athyglisvert að hún tekur einungis til sín um 6% af heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar. Sér¬fræðiþjón¬ust¬an er ein-fald¬lega vel rek¬in, ódýr miðað við í ná¬granna¬lönd¬um og með gott aðgengi sjúk¬linga. Gæðin þarf eng¬inn að draga í efa. Það er vand¬séð annað en að hér sé vel farið með hverja krónu skatt¬fjár¬ins”.Greinina í heild sinni má lesa á:
08.06.2018
Ályktun stjórnar LÍ um stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa

Ályktun stjórnar LÍ um stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa

Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Ein af meginstoðum þjónustunnar er samningur Læknafélags Reykjavíkur (LR) við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en á honum byggist heilbrigðisþjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna við sjúklinga. Slíkan samning má rekja allt aftur til ársins 1909 við stofnun fyrsta sjúkrasamlags landsins.
05.06.2018
Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Á stjórnarfundi 23. apríl sl. samþykkti stjórn Læknafélags Íslands eftirfarandi ályktun til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra:
26.04.2018
Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður framkomið frumvarp heilbirgðisráðherra til laga um rafrettur og leggur áherslu á að tekið sé mið af þeirri lýðheilsustefnu sem mótuð hefur verið af flestum nágrannalöndum okkar og öllum Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Frumvarpið tekur mið af ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. LÍ skorar á Alþingi að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi á rafrettum (veipum) sé takmarkað. Það er óviðunandi að þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi sé ógnað með heilsuspillandi athæfi.
25.04.2018
Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandidatsári loknu hækka fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.
23.04.2018
Project Management: Mindhunter´s research project

Project Management: Mindhunter´s research project

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.
16.04.2018